Smelltu hér til að sækja Silverlight
"Um leið og við verjum orðspor okkar og höldum nafni vörumerkisins á lofti er það einlægur vilji okkar að taka þátt í íslensku atvinnulífi"

-Microsoft Íslandi

Microsoft Íslandi er hluti af einu stærsta fyrirtæki í heimi, Microsoft, sem með vörum sínum, þjónustu og starfsemi hefur áhrif á líf milljarða manna um heim allan. Eins og móðurfélagið tökum við hjá Microsoft Íslandi ábyrgð á þeim áhrifum sem tækni okkar, viðskipti og hegðun hafa á samfélagið í kringum okkur.

Um leið og við verjum orðspor okkar og höldum nafni vörumerkisins á lofti er það einlægur vilji okkar að taka þátt í íslensku atvinnulífi af heilum hug og með ábyrgum hætti. Við erum opin fyrir væntingum samfélagsins og leggjum okkur fram um að verða við óskum þess eins og kostur er.

Því meiri vinnu sem við leggjum í að rækta samfélagslega ábyrgð Microsoft Íslandi, því meira lærum við. Við þurfum þannig að vera reiðubúin til að breyta áherslum í takt við breyttar aðstæður í efnahagslífi þjóðarinnar, fylgjast með þróuninni og vera tilbúin til að beina kröftum okkar þangað sem þeir verða best nýttir. Á komandi tímum getum við með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á íslenskt samfélag:


Með því að styðja við íslenskt efnahagslíf og sér í lagi íslenska upplýsingatækni. Microsoft Íslandi leitar leiða til að aðstoða íslensk fyrirtæki og stofnanir við að komast í gegnum þrengingar í efnahagslífinu og stuðla að öflugri símenntun í íslenskri upplýsingatækni.

Með því að hvetja til íslenskunotkunar í upplýsingatækni. Microsoft Íslandi hefur staðið að íslenskum þýðingum á helstu hugbúnaðarlausnum sínum og hvatt til þess að Íslendingar noti sitt eigið tungumál eins og kostur er við tölvunotkun.

Tækni okkar veitir öllum möguleika á að ná árangri óháð efnahag, aldri eða öðrum þáttum. Við köllum þetta sanngjarnan aðgang að efnahagslegum og félagslegum tækifærum. Microsoft Íslandi hefur lagt fjölmörgum félagasamtökum stuðning í gegnum tíðina, ýmist með beinum styrkjum eða með aðgangi að hugbúnaði og tækniaðstoð.

Með því að tryggja að tækni okkar sé örugg, svo almenningur geti notað hana áhyggjulaust við vinnu eða heima við. Microsoft Íslandi hefur verið ötull styrktaraðili SAFT – samfélags, fjölskyldu og tækni – og virkur þátttakandi í starfsemi félagsins sem miðar að aukinni vitund um öryggi barna og unglinga við tölvu- og netnotkun.

Framar öllu kappkostum við að því að sinna starfsemi okkar fyrir opnum tjöldum í samræmi við lög og reglur sem eiga við um starfsemi okkar og í fullri sátt við íslenskt samfélag.