Íslenskt notendaviðmót.
Microsoft Íslandi hefur metnað til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á íslenskt viðmót á bæði Windows stýrikerfinu sem og Office pakkanum.

Office 2013
Það hafa án efa margir beðið spenntir eftir íslensku viðmóti fyrir Office 2013 skrifstofuhugbúnaðinn. Þessi útgáfa er svokallaður tungumálapakki (e. language interface pack) sem er viðbót (e. add-in) við Office pakkann sjálfann (sama og hefur verið í boði fyrir Office 2010, Office 2007 og Office 2003). Viðbótina má sækja hér.

Windows 8
Fyrir þá sem hafa Windows 8 stýrikerfið þá má hér finna íslenskt viðmót fyrir það. Þessi útgáfa er svokallaður tungumálapakki (e. language interface pack) sem er viðbót (e. add-in) við stýrikerfið sjálft (sama og hefur verið í boði fyrir Windows 7, Windows Vista og Windows XP stýrikerfin). Þetta þýðir að notandinn þarf aðeins að sækja viðbótina, setja það upp og allt er klárt. Þessi leið hefur mælst einkar vel og hefur engin áhrif á afkastagetu stýrikerfisins. Sækja tungumálapakka hér
Til baka