Trace Id is missing

Windows 7 tungumálaviðmótspakki

Windows 7 tungumálaviðmótspakki (LIP) inniheldur staðfærslu að hluta til á notandaviðmóti fyrir þau svið Windows 7 sem mest eru notuð

Mikilvægt! Val á tungumáli hér að neðan mun breyta öllu innihaldi síðunnar á það tungumál.

  • Version:

    1.0

    Date Published:

    5.2.2010

    File Name:

    LIP_is-IS-64bit.mlc

    LIP_is-IS-32bit.mlc

    File Size:

    4.0 MB

    2.6 MB

    Þessi tungumálaviðmótspakki (LIP) býður upp á þýddar útgáfur (að hluta til) af mest notuðu svæðunum í Windows. Eftir uppsetningu LIP mun texti í leiðsagnarforritum, svargluggum, valmyndum og Hjálpar og stuðnings atriðum birtast á LIP tungumáli. Textinn sem ekki er þýddur verður á grunnmáli Windows 7. Til dæmis ef þú keyptir spænska útgáfu af Windows 7 og settir upp LIP fyrir katalónsku, mun eitthvað af textanum vera áfram á spænsku. Þú getur sett upp fleiri en eitt LIP á einu grunnmáli. Hægt er að setja upp Windows LIP í öllum Windows 7 útgáfum.
  • Studd stýrikerfi

    Windows 7

    • Microsoft Windows 7
    • Uppsetning á æskilegu grunnmáli í Windows 7: Enska
    • 4.63 Mb af auðu plássi til niðurhals
    • 15 Mb af auðu plássi til uppsetningar

  • VIÐVÖRUN: Ef kveikt er á BitLocker-dulritun skaltu slökkva á henni áður en þú setur upp LIP-pakkann. Opnaðu Control Panel, veldu System and Security, síðan BitLocker Drive Encryption (BitLocker-dulritun á hörðum diski). Smelltu á Suspend Encryption (slökkva á dulritun).

    Þar sem um aðskilið niðurhal er að ræða fyrir 32 bita og 64 bita útgáfur af Windows 7 LIP, þarftu að greina hvora útgáfu af Windows 7 þú ert með uppsetta áður en þú hleður niður:
    Smelltu á hnappinn Start, hægrismelltu svo á Tölva og veldu Properties . Þá færðu upp grunnupplýsingar um tölvuna þína.
    Leitaðu að Tegund kerfis í hlutanum Kerfi. Þar sérðu hvort þú ert að keyra 32 eða 64 bita útgáfu af Windows 7 stýrikerfinu

    Til að setja upp 32 bita útgáfu áttu um tvo kosti að velja:

    1. Smelltu á hnappinn Sækja og síðan á Open til að setja upp LIP-pakkann


    2. eða

    3. Smelltu á hnappinn Sækja
      • Smelltu á Save til að vista afrit af skránni á tölvunni þinni,
      • Flettu að skránni sem var sótt og tvísmelltu á hana til að setja upp LIP-pakkann

    Velja þarf seinni valkostinn hér að ofan til að setja upp 64 bita útgáfu.