This is the Trace Id: a8a8f89336d0c86214739f2b65cd0d43

Yfirlýsing um persónuvernd frá Microsoft

Síðast uppfært: september 2024

Hvaða nýjungar eru í boði?

 

Þú getur tekið eftir nýju útliti. Í ágúst 2024 uppfærðum við persónuvernd okkar á vefsvæðum Microsoft með nýmóðins hönnun byggðri á öruggum verkvangi. Þú finnur nú yfirlýsingu Microsoft um persónuvernd á microsoft.com/privacy. Og, eins og alltaf, þá eru allar grundvallar uppfærslur á persónuvern Microsoft auðkenndar á síðunni „nýjungar.“

Kökur

Flest svæði Microsoft nota „kökur“, litlar textaskrár settar á tækið þitt, sem vefþjónar nota á léninu, sem kom kökunni fyrir og getur náð í seinna. Við notum kökur til að vista val og stillingar þínar, auðvelda innskráningu, útbúa sérsniðnar auglýsingar og greina aðgerðir á vefsvæðum. Frekari upplýsingar er að finna í um kökur og svipaða tækni í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Gagnaverndarrammar milli ESB og BNA, viðauki Bretlands, og Sviss og BNA

Microsoft uppfyllir gagnaverndarramma milli ESB og BNA, viðauka Bretlands við ESB-BNA, og Sviss og BNA. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Hvar við geymum og vinnum úr persónuupplýsingum og farðu á vefsíðu bandaríska viðskiptaráðuneytisins um persónuvernd.

Hafa samband

Ef þú hefur áhyggjur af persónuvernd, kvörtun eða spurningu fyrir öryggisstjóra Microsoft eða öryggissjóta Evrópusambandsins hafðu þá samband með því að nota   vefformið okkar . Fyrir meiri upplýsingar um hvernig skal hafa samband við Microsoft, þar á meðal Microsoft Ireland Limited líttu þá á  Hvernig skal hafa samband  hluti þessarar persónuverndar yfirlýsingar.

Persónuvernd þín er okkur mikilvæg. Þessi yfirlýsing um persónuvernd útskýrir persónugögn sem Microsoft vinnur úr, hvernig Microsoft vinnur úr þeim og í hvaða tilgangi.

Microsoft býður upp á fjölbreytt vöruúrval, þ. á m. netþjónalausnir sem eru notaðar í rekstri fyrirtækja um allan heim, tæki sem eru notuð á heimilum, hugbúnað sem nemendur nota í skólum og þjónustu sem þróunaraðilar nota til að hanna lausnir framtíðarinnar. Þegar vísað er í Microsoft-vörur í þessari yfirlýsingu nær það einnig til Microsoft-þjónustu, vefsvæða, forrita, hugbúnaðar, netþjóna og tækja.

Lestu upplýsingar um viðkomandi vöru í þessar yfirlýsingu um persónuvernd þar sem birtar eru viðeigandi viðbótarupplýsingar. Þessi yfirlýsing gildir um samskipti sem Microsoft hefur við þig og Microsoft-vörur sem koma fram hér að neðan og aðrar Microsoft-vörur þar sem þessi yfirlýsing er birt.

Ungt fólk gæti viljað byrja á síðunni Persónuvernd fyrir ungt fólk. Þessi síða leggur áherslu á upplýsingar sem gætu verið gagnlegar fyrir ung fólk.

Upplýsingar fyrir einstaklinga í Bandaríkjunum er að finna í tilkynningu um gagnavernd í ríkjum Bandaríkjanna og persónuverndarstefnu fyrir neytendur heilbrigðisþjónustuyrir frekar upplýsingar um vinnslu persónuverndargagna þinna, og réttindi þín samkvæmt viðeignadi lögum um persónuvernd í ríkjum Bandaríkjanna. 

Persónuupplýsingar sem við söfnum

Microsoft safnar gögnum frá þér í gegnum samskipti okkar við þig og í gegnum vörur okkar. Þú veitir okkur eitthvað af þessum gögnum beint og við fáum eitthvað af þeim með söfnun á gögnum um samskipti, notkun þína og upplifun af vörum okkar. Það hvaða gögnum við söfnum fer eftir samskiptum þínum við Microsoft og vali þínu, þ.m.t. persónuverndarstillingum og þeim vörum og eiginleikum sem þú notar.

Ef þú ert fulltrúi stofnunnar, t.d. fyrirtækis eða skóla, sem notar Enterprise- og Developer-vörur frá Microsoft skaltu skoða hlutannEnterprise og Developer vörurí þessari yfirlýsingu um persónuvernd til að kynna þér hvernig við vinnum úr gögnunum þínum. Ef þú ert notandi Microsoft-vöru eða Microsoft-reiknings sem fyrirtækið þitt útvegar skaltu skoða kaflana umvörur frá fyrirtækinu þínuogMicrosoft-reikninga til að fá frekari upplýsingar.

Þú hefur val þegar kemur að tækninni sem þú notar og gögnunum sem þú deilir. Þú getur hafnað því þegar við biðjum þig um að gefa upp persónugögn. Margar af vörum okkar þurfa á sumum persónugögnum að halda til að geta veitt þér þjónustu. Ef þú velur að gefa ekki upp gögn sem þarf til að veita þér vöru eða eiginleika geturðu ekki notað þá vöru eða eiginleika. Að sama skapi, í tilfellum þar sem lög krefjast þess að við söfnum persónugögnum eða þar sem við þörfnumst þeirra til að gera eða fara eftir samningi við þig, og þú veitir okkur ekki gögnin, getum við ekki gert samning við þig, eða ef þetta á við um fyrirliggjandi vöru sem þú notar gætum við þurft að loka fyrir hana tímabundið eða alfarið. Við tilkynnum þér um það ef þetta er tilfellið á þeim tíma. Þar sem er valfrjálst að veita gögnin, og þú kýst að deila ekki persónugögnum, munu eiginleikar á borð við sérsnið sem nota þess háttar gögn ekki virka fyrir þig.

Hvernig við notum persónugögn

Microsoft notar gögnin sem er safnað til að veita þér fjölbreytta og gagnvirka upplifun. Einkum notum við gögn til að:

  • Veita vörur okkar, sem felur í sér uppfærslur, öryggi og úrræðaleit, ásamt því að veita stuðning. Slíkt felur einnig í sér að deila nauðsynlegum gögnum til að veita þjónustu eða framkvæma færslur sem þú óskar eftir.
  • Bæta og þróa vörur okkar.
  • Sérsníða vörur okkar og koma með uppástungur.
  • Beina til þín auglýsingum, sem felur í sér að senda kynningarefni, markauglýsingar og kynna fyrir þér viðeigandi tilboð.

Við notum gögnin einnig við rekstur fyrirtækis okkar, sem felur í sér að greina afköst okkar, uppfylla lagalegar skyldur, stuðla að þróun starfsfólks í starfi og vinna rannsóknarvinnu.

Þegar við gerum þetta sameinum við gögn sem við söfnum úr ólíkum áttum (til dæmis um notkun þína á tveimur Microsoft-vörum) eða fáum þau frá þriðju aðilum til að veita þér hnökralausa, samræmda og sérsniðna upplifun, til að taka upplýstar ákvarðanir í viðskiptum og af öðrum lagalegum ástæðum.

Við vinnslu á persónuupplýsingum í þessum tilgangi eru bæði notaðir sjálfvirkir vinnsluferlar og handvirk vinnsla (með mannshönd). Sjálfvirkir vinnsluferlar okkar tengjast oft og eru studdir af handvirkri vinnslu. Til dæmis til að búa til, þjálfa og bæta nákvæmni sjálfvirkra vinnsluferla okkar (þ.m.t. gervigreindar) berum við sumar útkomurnar sem verða til í sjálfvirku aðferðunum saman við undirliggjandi gögn.

Sem hluti af viðleitni okkar til að bæta og þróa vörur okkar gætum við notað gögnin þín til að þróa og þjálfa gervigreindarlíkönin okkar. Frekari upplýsingar hér.

Ástæður fyrir deilingu persónuupplýsinga

Við deilum persónugögnum þínum með þínu leyfi eða til að ljúka færslu eða veita einhverja vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Við deilum einnig gögnum með dóttur- og systurfyrirtækjum undir stjórn Microsoft og með söluaðilum sem vinna fyrir okkar hönd til að hlíta lögum eða bregðast við lagalegu ferli, til að vernda viðskiptavini okkar, til að vernda líf, til að viðhalda öryggi varanna okkar og til að vernda réttindi og eignir Microsoft og viðskiptavina þess.

Athugaðu að „deiling“, eins og hún er skilgreind í ákveðnum lögum um persónuvernd í Bandaríkjunum, tengist einnig því að veita þriðju aðilum persónugögn vegna sérsniðinna auglýsinga. Sjá Gagnavernd í ríkjum Bandaríkjannakaflann hér að neðan og yfirlýsingu um gagnaverndarlög í ríkjum Bandaríkjannatil að fá frekari upplýsingar.

Aðgangur og stjórnun persónugagna

Þú getur líka valið hvaða gögnum Microsoft safnar og hvernig þau eru notuð. Þú getur stjórnað þeim persónugögnum sem Microsoft hefur yfir að ráða og nýtt rétt þinn á gagnavernd með því að hafa samband við Microsoft eða nota ýmis verkfæri sem Microsoft býður upp á. Í sumum tilvikum er aðgangur eða stjórn á persónugögnum takmarkaður eins og lög mæla fyrir um eða leyfa. Það hvernig þú opnar eða stýrir persónugögnum þínum fer einnig eftir því hvaða vörur þú notar. Þú getur til dæmis:

  • Stjórnaðu notkun gagnanna þinna fyrir sérsniðnar auglýsingar frá Microsoft með því að heimsækja afþökkunarsíðuna okkar.
  • Veldu hvort þú vilt fá kynningar í tölvupósti, SMS-skilaboðum, símtölum eða bréfpósti frá Microsoft.
  • Opnaðu og hreinsaðu hluta af gögnunum þínum persónuverndaryfirliti Microsoft.

Verkfærin hér á undan nýtast hugsanlega ekki til að fá aðgang að eða stjórna öllum persónugögnum sem Microsoft vinnur úr. Ef þú vilt fá aðgang eða stjórna persónugögnum sem Microsoft vinnur úr sem eru ekki aðgengileg með því að nota verkfærin hér að ofan né beint í gegnum Microsoft-vörurnar sem þú notar, áttu þess alltaf kost að hafa samband við Microsoft í netfangið í hlutanum Hvernig á að hafa samband við okkur eða með því að nota vefeyðublað okkar.

Við leggjum fram safnmælikvarða um beiðnir sem notendur senda inn í því skyni að nýta réttindi sín um gagnavernd í gegnum Skýrsla Microsoft um persónuvernd.

Kökur og álíka tækni

Kökur eru litlar textaskrár sem eru settar á tækið þitt til að geyma gögn sem vefþjónn lénsins sem kom kökunni fyrir getur náð í seinna. Við notum kökur og svipaða tækni til að geyma og virða val þitt og stillingar, gera þér kleift að skrá þig inn, birta þér áhugabundnar auglýsingar, berjast gegn svikum, greina frammistöðu varanna okkar og í öðrum lögmætum tilgangi. Forrit Microsoft nota frekari auðkenni, eins og auglýsingaauðkenni í Windows sem lýst er íauglýsingaauðkennishluta þessarar yfirlýsingar um persónuvernd, í svipuðum tilgangi.

Við notum einnig „vefvita“ til aðstoðar við að koma kökum fyrir og safna gögnum um notkun og afköst. Vefsvæði okkar kunna að fela í sér vefvita, kökur eða svipaða tækni frá hlutdeildarfélögum og samstarfsaðilum Microsoft, ásamt þriðju aðilum, svo sem þjónustuveitum sem starfa fyrir okkur.

Vafrakökur þriðja aðila geta innihaldið: Kökur þriðja aðila kunna að innihalda: Kökur samfélagsmiðla sem hannaðar eru til að birta þér auglýsingar og efni í samræmi við forstillingar þínar á samfélagsmiðlum og aðgerðir þínar á vefsvæðum okkar; Greiningarkökur til að skilja betur hvernig þú og aðrir nota vefsvæðin okkar til að við getum gert þau betri og til að þriðju aðilar geti bætt sínar eigin vörur og þjónustu; Auglýsingakökur til að birta þér auglýsingar sem eiga við þig; og nauðsynlegum kökum sem notaðar eru til að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir á vefsvæðinu. Þegar þess er krafist biðjum við þig um samþykki áður en við vistum eða notum valfrjálsar kökur sem ekki eru (i) algjörlega nauðsynlegar til að bjóða upp á vefsvæðið eða (ii) í þeim tilgangi að greiða fyrir samskiptum.

Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum „Frekari upplýsingar“ hér að neðan til að fá upplýsingar um notkun okkar á kökum frá þriðja aðila, vefvita og greiningarþjónustu og annarri svipaðri tækni á vefsvæðum okkar og þjónustuveitum. Til að fá lista yfir þriðju aðila sem setja kökur á vefsvæðum okkar, þar á meðal þjónustuveitur sem starfa fyrir okkur, skaltu fara í kökugeymslu þriðja aðila. Sum vefsvæða okkar geyma lista yfir þriðju aðila. Þriðju aðilar þessara vefsvæða eru hugsanlega ekki á listanum yfir kökugeymslur þriðja aðila.

Þú hefur yfir ýmsum verkfærum að ráða til að stjórna gögnunum sem er safnað af kökum, vefvitum og svipaðri tækni. Til dæmis geturðu notað stýringar í vafranum til að takmarka það hvernig vefsvæði sem þú ferð inn á geta notað kökur og til að draga til baka samþykki þitt með því að hreinsa eða loka á kökur.

Vörur frá fyrirtækinu þínu—tilkynning til notenda

Ef þú notar vöru frá Microsoft með reikningi sem þú færð frá fyrirtæki sem þú tengist, eins og vinnu- eða skólareikningi, getur það fyrirtæki:

  • Stjórnað Microsoft-vöru þinni og reikningi vörunnar, þar á meðal stjórnað stillingum sem tengjast persónuvernd vörunnar eða reikningi vörunnar.
  • Fengið aðgang að og unnið úr gögnunum þínum, þ.m.t. samskipta- og greiningargögnum og efni samskipta þinna og skráa, sem tengjast Microsoft-vörunni og reikningi vörunnar þinnar.

Ef þú glatar aðgangi að vinnu- eða skólareikningnum þínum (til dæmis út af nýrri vinnu) gætir þú glatað aðgangi að vörum og efni sem tengist þessum vörum, þ.m.t. þeim vörum sem þú eignaðist á eigin vegum, ef þú notaðir vinnu- eða skólareikninginn til að skrá þig inn í slíkar vörur.

Margar Microsoft-vörur eru ætlaðar til notkunar hjá stofnunum, t.d. skólum og fyrirtækjum. Lestu hluta Enterprise og Developer vörur í þessari yfirlýsingu um persónuvernd. Ef stofnunin/fyrirtækið þitt veitir þér aðgang að Microsoft-vörum takmarkast notkun þín á Microsoft-vörunum við stefnur stofnunarinnar/fyrirtækisins ef einhverjar eru til staðar. Þú ættir að beina fyrirspurnum um persónuvernd, þ.m.t. öllum beiðnum um að nýta rétt þinn á gagnvernd, til kerfisstjóra stofnunarinnar/fyrirtækisins. Þegar þú notar samfélagsaðgerðir í Microsoft-vörum kunna aðrir notendur á netkerfinu að sjá einhverjar aðgerðir þínar. Frekari upplýsingar um netsamfélagsaðgerðir og aðra virkni má finna í upplýsingaskjölum eða hjálparefninu tengdu Microsoft-vörunni. Microsoft ber ekki ábyrgð á persónuverndar- eða öryggisstefnu eða -hegðun viðskiptavina sinna, sem gæti verið önnur en sú sem er sett fram í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Þegar þú notar Microsoft-vöru sem fyrirtækið þitt veitir mun vinnsla Microsoft á persónuupplýsingum í tengslum við þá vöru falla undir samning milli Microsoft og fyrirtækisins. Microsoft vinnur úr persónuupplýsingum þínum til að geta veitt fyrirtækinu og þér vöruna, og í sumum tilfellum fyrir viðskiptaaðgerðir Microsoft sem tengjast því að veita vöruna eins og lýst er í  Enterprise og developer vöru  hlutunum. Ef þú vil fá nánari upplýsingar um úrvinnslu Microsoft á persónuupplýsingum þínum sem tengjast því hvernig fyrirtækið þitt fær vörur frá okkur skaltu hafa samband við fyrirtækið þitt, eins og nefnt er hér fyrir ofan. Ef þú hefur spurningar um viðskiptaaðgerðir Microsoft sem tengjast því hvernig stofnunin/fyrirtækið þitt fær vörur frá okkur eins og fram kemur í vöruskilmálunum skaltu hafa samband við Microsoft eins og lýst er í the hvernig á að hafa samband við okkur  hlutanum. Fyrir meiri upplýsingar um viðskiptaaðgerðir okkar atugaðu  Enterprise og developer vöru hlutana.

Hvað varðar Microsoft-vörur frá leik- eða grunnskóla, þar á meðal Microsoft 365 Education, mun Microsoft:

  • hvorki safna né nota persónuupplýsingar nemenda nema að því marki sem nauðsynlegt og heimilt er í mennta- eða skólastarfi;
  • hvorki selja né leigja persónuupplýsingar nemenda;
  • hvorki nota né deila persónuupplýsingum nemenda í auglýsingatilgangi eða öðrum viðskiptatilgangi, svo sem auglýsingamiðun til nemenda;
  • ekki gera persónulegan prófíl af nemendum nema slíkt sé gert til að styðja við heimilað mennta- eða skólastarf eða með heimild foreldris, forráðamanns eða nemanda á viðeigandi aldri; og
  • krefjast þess að verktakar, ef einhverjir eru, sem við veitum aðgang að persónuupplýsingum nemenda til að veita menntaþjónustuna sé skylt að uppfylla sömu kröfur um persónuupplýsingar nemenda.

Microsoft-reikningur

Með Microsoft-reikningi er hægt að skrá sig inn í vörur Microsoft, ásamt vörum valinna samstarfsaðila Microsoft. Persónugögn sem tengjast Microsoft-reikningnum þínum fela í sér innskráningarupplýsingar, nafn og samskiptaupplýsingar, greiðsluupplýsingar, tækja- og gagnanotkun, tengiliði þína, upplýsingar um aðgerðir þínar og áhugamál þín og eftirlæti. Innskráning á Microsoft-reikninginn þinn virkjar sérstillingar og veitir samfellda upplifun þvert á vörur og tæki, gerir þér kleift að nota gagnageymslu í skýjaþjónustu og leyfir þér að greiða með greiðslumáta sem er vistaður á Microsoft-reikningnum þínum ásamt því að virkja aðra eiginleika.

Það eru til þrjár gerðir af Microsoft-reikningum:

  • Þegar þú býrð til þinn eigin Microsoft-reikning sem er tengdur við persónulega netfangið þitt vísum við til þess reiknings sem persónulegs Microsoft-reiknings.
  • Þegar þú eða stofnunin/fyrirtækið þitt (t.d. vinnuveitandi eða skóli) búið til Microsoft-reikning sem er tengdur við netfangið þitt sem stofnunin/fyrirtækið veitir vísum við til þess reiknings sem vinnu- eða skólareiknings.
  • Þegar þú eða þjónustuveitan þín (t.d. kapalsjónvarp eða netfyrirtæki) búið til Microsoft-reikning sem er tengdur við netfangið þitt með léni þjónustuveitunnar vísum við til þess reiknings sem reiknings þriðja aðila.

Ef þú notar Microsoft-reikninginn þinn til innskráningar í þjónustu sem þriðji aðili býður upp á verður þú að deila þeim reikningsgögnum sem þjónustan þarf að nota með þessum þriðja aðila.

Gagnasöfnun frá börnum

Fyrir notendur undir 13 ára aldri eða sem samkvæmt lögum í þeirra lögsagnarumdæmi munu tilteknar vörur og þjónusta Microsoft annaðhvort útiloka notendur undir þeim aldri eða biðja þá um að fá samþykki eða heimild frá foreldri eða forráðamanni áður en þeir geta notað hana, þ.m.t. þegar reikningur er stofnaður til að fá aðgang að þjónustu Microsoft. Við munum ekki vísvitandi biðja börn undir þessum aldri um að leggja til meiri upplýsingar en þarf til að bjóða upp á vöruna.

Um leið og samþykki eða heimild foreldris liggur fyrir verður reikningur barnsins meðhöndlaður á sama máta og aðrir reikningar. Frekari upplýsingar um persónulega og skólareikninga í hlutanum Microsoft-reikningur í yfirlýsingunni um persónuvernd og Microsoft Family Safety í hlutanum um tilteknar vörur. Barnið getur fengið aðgang að samskiptaþjónustum, t.d. Outlook og Skype, og er frjálst að senda og deila gögnum með öðrum notendum á öllum aldri. Foreldrar eða forráðamenn geta breytt eða afturkallað samþykki sem áður var valið. Frekari upplýsingar um samþykki foreldris og reikninga barna í Microsoft. Sem skipuleggjandi Microsoft-fjölskylduhóps getur foreldri eða forráðamaður haft umsjón með upplýsingum og stillingum barns síns á síðunni Family Safety og skoðað og eytt gögnum barnsins í persónuverndaryfirlitinu. Reikningar sem krefjast þess að foreldri samþykki stofnun þeirra verða sjálfkrafa hluti af fjölskylduhópi einstaklingsins sem samþykkti stofnun reikningsins. Fyrir reikninga barna sem krefjast ekki samþykkis foreldris, (t.d. fyrir börn sem eru yfir þeim aldri sem lagaleg krafa er gerð um samþykki foreldris), getur foreldri eða forráðamaður enn notað fjölskylduhóp, en verður að bæta reikningi barnsins við fjölskylduhópinn eftir stofnun reikningsins. Veldu „Frekari upplýsingar“ hér að neðan fyrir upplýsingar um hvernig skal fá aðgengi að og eyða gögnum barna.

Aðrar mikilvægar upplýsingar um persónuvernd

Hér að neðan finnur þú viðbótarupplýsingar um persónuvernd, t.d. um það hvernig við tryggjum öryggi gagnanna þinna, hvar við vinnum úr þeim og hversu lengi við geymum þau. Frekari upplýsingar um Microsoft og skuldbindingu fyrirtækisins til að tryggja persónuvernd þína má finna á Persónuvernd Microsoft.

Gervigreind og möguleikar Microsoft Copilot

Microsoft nýtir sér krafta gervigreindar í mörgum vörum okkar og þjónustu, þ.m.t. með því að fella inn gervigreindareiginleika, eins og möguleika Microsoft Copilot. Innleiðing og notkun Microsoft á gervigreind falla undir  reglur  og  staðla Microsoft um ábyrga gervigreind, og söfnun og notkun Microsoft á persónuupplýsingum við þróun og innleiðingu gervigreindareiginleika er í samræmi við skuldbindingar sem fram koma í þessari persónuverndaryfirlýsingu. Upplýsingar um tilteknar vörur veita frekari upplýsingar. Þú getur fengið nánari upplýsingar um hvernig Microsoft notar gervigreind hér.

Möguleikar Microsoft Copilot. Microsoft Copilot er daglegur gervigreindarfélagi Microsoft og er hannaður til að hjálpa þér að koma meiru í verk í gegnum eina upplifun sem keyrir þvert á tæki, skilur viðeigandi samhengi á vefnum, í tölvunni og þvert á forrit til að færa þér rétta kunnáttu á réttum tíma. Með hjálp Copilot geta notendur byrjað á drögum að nýju Word-skjali, búið til kynningu í PowerPoint, fundið svör við flóknum leitarfyrirspurnum á netinu á fljótlegan hátt, fundið viðeigandi skjöl og annað persónulegt efni eða fengið innblástur til að semja ný lög, sögur, búa til myndir eða annað efni ásamt öðrum verkum. Copilot býður upp á alls konar þjónustu, og söfnun og notkun Microsoft á gögnum getur verið breytileg eftir því hver þjónustan er og hver fyrirhuguð virkni hennar er í tilteknum aðstæðum.

 Vefsvæði og forrit Copilot (í boði fyrir iOS og Android) er kjarninn í Copilot-upplifun notenda. Í þessari grunnupplifun geta notendur leitað á vefnum, búið til texta, myndir, samið lög eða annað úttak, eða notað aðra eiginleika, eins og innbætur. Á vefsvæðinu og í forritinu slá notendur inn „kvaðningar“ sem gefa Copilot leiðbeiningar (t.d. „Stingdu upp á veitingastað nálægt mér sem rúmar 10 manns“). Til að gefa viðeigandi svar mun Copilot nota þessa kvaðningu, ásamt staðsetningu og tungumáli notanda og svipuðum stillingum, til að setja saman gagnlegt svar. Á sumum markaðssvæðum geta sannvottaðir notendur leyft Copilot að fá aðgang að fyrri kvaðningaferli til að sérsníða vöruna betur. Copilot-vara notanda notar gögnin sem safnað er til að bjóða upp á og bæta Copilot-þjónustuna, þ.m.t. bjóða upp á viðeigandi auglýsingar. Notendur sem eru skráðir inn á reikninginn sinn geta stjórnað kvaðningaferli sínum í vörunni og á persónuverndaryfirliti Microsoft og geta breytt staðsetningu, tungumáli og öðrum stillingum í vörunni.

Copilot birtist einnig sem aðstoðarmaður í öðrum vörum Microsoft, eins og Bing og Microsoft Edge. Í slíkum aðstæðum samræmast gagnavinnsluaðgerðir yfirleitt helstu notkun á slíkum vörum. Notkun og söfnun Copilot í Bing á persónuupplýsingum er til dæmis í samræmi við grunnvefleit Bing eins og lýst er í hlutanum „Leita og fletta“ í þessari persónuverndaryfirlýsingu. Frekari upplýsingar um Copilot í Bing er að finna á  Copilot í Bing:. Nálgun okkar á ábyrga gervigreind. Í Microsoft Edge birtist Copilot á hliðarstikunni og getur hjálpað notanda að ljúka verkum sem tengjast vefsíðum sem viðkomandi heimsækir (t.d. „taka saman þessa síðu“). Þessi gögn eru notuð í samræmi við hlutann um Microsoft Edge í þessari persónuverndaryfirlýsingu.

Copilot Pro er önnur Copilot-þjónusta sem býður áskrifendum forgangsaðgang að nýjustu líkönum, bættri myndsköpunargetu og aðgang að Copilot í Microsoft Word, PowerPoint, OneNote, Excel og Outlook. Aðalvefsvæði og forrit Copilot Pro er með svipaða gagnasöfnun, notkun og stýringu og almennt Copilot, eins og lýst er hér að ofan. Þegar Copilot er samþætt við vörur Microsoft 365 er gagnasöfnun Copilot í samræmi við lýsingu á söfnun og notkun gagna í hlutanum „Afköst og samskipti“ í þessari persónuverndaryfirlýsingu.

Einnig er til Copilot-þjónusta sem hönnuð er fyrir notendur í fyrirtækjum. Þegar gjaldgengt fyrirtæki virkjar það er notendum, sem eru skráðir inn með auðkenni Entra og vilja fá aðgang að almennri Copilot-þjónustu, boðið Copilot með viðskiptagagnavörn, sem lágmarkar söfnun og notkun gagna í samræmi við væntingar notenda í fyrirtækjum. Frekari upplýsingar um Copilot með viðskiptagagnavörn er að finna  hér.

Microsoft Copilot fyrir Microsoft 365 fyrir fyrirtæki býður upp á gagnavernd sem hentar fyrirtækjum ásamt aðgangi að grafi fyrirtækis, Copilot í Microsoft 365 og Teams og frekari sérsniðseiginleikum. Söfnun og notkun gagna í Copilot fyrir Microsoft 365 fyrir fyrirtæki er í samræmi við venjurnar sem lýst er í hlutanum „Vörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðila“ í þessari persónuverndaryfirlýsingu.

Vörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðila

Enterprise- og Developer-vörur eru Microsoft-vörur og tengdur hugbúnaður sem sérstaklega er hannaður og ætlaður til notkunar fyrir fyrirtæki og þróunaraðila. Þar á meðal er:

  • Skýjaþjónusta, sem kölluð er netþjónusta í vöruskilmálunum, eins og Microsoft 365 og Office 365, Microsoft Azure, Microsoft Dynamics365 og Microsoft Intune, sem stofnun/fyrirtæki (viðskiptavinur okkar) gerir samning um við Microsoft vegna þjónustunnar („Enterprise Online-þjónusta“).
  • Önnur enterprise og developer tól og skýjaþjónustur, eins og Azure PlayFab-þjónustan (sjá frekari upplýsingar íþjónustuskilmálum Azure PlayFab).
  • Netþjónar, þróunaraðilar og blandaðar skýjakerfisvörur, til dæmis Windows Server, SQL Server, Visual Studio, kerfismiðstöð, Azure Stack og opinn hugbúnaður eins og Bot Framework-lausnir („Enterprise- og Developer-hugbúnaður“).
  • Tæki og vélbúnaður notaður fyrir geymsluinnviði á borð við StorSimple („Enterprise-tæki“).
  • Fagþjónusta sem vísað er til í vöruskilmálunum og er í boði með Enterprise-netþjónustu, svo sem innleiðingarþjónusta, gagnaflutningsþjónusta, gagnavísindaþjónusta eða þjónusta sem felur í sér viðbót við fyrirliggjandi eiginleika í Enterprise-netþjónustu.

Ef árekstur verður á milli yfirlýsingar um persónuvernd frá Microsoft og skilmála einhvers samkomulags á milli viðskiptavinar og Microsoft for Enterprise og Developer vara, gildir samkomulagið.

Þú getur einnig kynnt þér eiginleika og stillingar Enterprise og Developer vara nánar, þ.m.t. það hvað hefur áhrif á persónuvernd þína eða persónuvernd notenda, í fylgiskjölum vöru.

Ef einhverjir af eftirfarandi skilmálum eru ekki skilgreindir í þessari yfirlýsingu um persónuverndvöruskilmálareru þeir með skilgreiningarnar hér að neðan.

Almennt. Þegar viðskiptavinur prófar, kaupir, notar eða gerist áskrifandi að Enterprise- og Developer-vörum, eða fær stuðning fyrir eða fagþjónustu með slíkum vörum, fær Microsoft upplýsingar frá þér og safnar þeim og vinnur úr þeim gögn í því skyni að veita þjónustuna, (þ.m.t. til að bæta, tryggja öryggi og uppfæra þjónustuna), í viðskiptatilgangi og til að eiga samskipti við viðskiptavininn. Dæmi:

  • Þegar viðskiptavinur á í samskiptum við sölufulltrúa Microsoft, söfnum við nafni viðskiptavinarins, samskiptaupplýsingum ásamt upplýsingum um fyrirtæki/stofnun viðskiptavinarins til að styðja þessa skuldbindingu.
  • Þegar viðskiptavinur á í samskiptum við tæknimann Microsoft söfnum við upplýsingum um tæki og notkun eða villuskýrslum til að greina og leysa úr vandanum.
  • Þegar viðskiptavinur borgar fyrir vöru, söfnum við samskipta- og greiðsluupplýsingum til að vinna úr greiðslunni.
  • Þegar Microsoft sendir tilkynningar til viðskiptavinar notum við gögn til að sérsníða efni tilkynningarinnar.
  • Þegar viðskiptavinur á samskipti við Microsoft vegna fagþjónustu skráum við nafn og samskiptaupplýsingar hjá tilgreindum tengilið viðskiptavinar og notum upplýsingarnar sem viðskiptavinurinn veitir til að veita honum umbeðna þjónustu.

Enterprise- og Developer-vörur gera þér kleift að kaupa, gerast áskrifandi að eða nota aðrar vörur og netþjónustu frá Microsoft eða þriðju aðilum þar sem gildir önnur yfirlýsing um persónuvernd, og um þessar vörur og netþjónustu gilda viðkomandi yfirlýsing um persónuvernd og skilmálar.

Skipulags- og samskiptavörur

Afkasta- og samskiptavörur eru forrit, hugbúnaður og þjónusta sem hægt er að nota til að stofna, vista og deila skjölum, ásamt því að eiga í samskiptum við aðra.

Leita og fletta

„Leita að og fletta vörum“ tengir þig við upplýsingar og ber kennsl á, vinnur úr og bregst við upplýsingum á snjallan hátt, og lærir og aðlagast með tímanum. Frekari upplýsingar um gervigreind og möguleika Copilot í leitarvörum Microsoft er að finna í hlutanum  gervigreind og geta Microsoft Copilot kaflanum hér að ofan.

Windows

Windows er sérsniðið tölvuumhverfi sem gerir þér kleift að nálgast þjónustu, kjörstillingar og efni í öllum tölvubúnaði, hvort sem um er að ræða síma, spjaldtölvur eða Surface Hub-töfluskjá. Í stað þess að vera staðbundinn hugbúnaður í tækinu þínu eru lykilíhlutir í Windows í skýinu og bæði skýtengdir og staðbundnir þættir í Windows eru reglulega uppfærðir, sem sér þér fyrir nýjustu endurbótum og eiginleikum. Til að veita þér þessa tölvuupplifun söfnum við gögnum um þig, tækið þitt og hvernig þú notar Windows. Og þar sem Windows er sérsniðið að þér gefum við þér valkosti um þau persónugögn sem við söfnum og hvernig við notum þau. Athugaðu að ef Windows-tækinu þínu er stýrt af stofnuninni þinni (eins og vinnuveitanda þínum eða skóla) gæti hún notað miðstýrð stjórntæki frá Microsoft eða öðrum til að fá aðgang að og vinna úr gögnunum þínum og til að stýra stillingum tækisins (þ.m.t. persónuverndarstillingum), tækjareglum, hugbúnaðaruppfærslum, gagnasöfnun okkar eða stofnunarinnar, eða öðrum hlutum tækisins. Stofnunin þín getur að auki notað stjórntæki frá Microsoft eða öðrum til að fá aðgang að og vinna úr gögnunum þínum á þessu tæki, þ.m.t. samskipta- og greiningargögnum þínum og efni samskipta þinna og skráa.

The Windows stllingar, áður kallað tölvustillingar, er nauðsynlegur hluti af Microsoft Windows. Hann býður upp á þægilegt viðmót til að breyta kjörstillingum notenda, grunnstilla stýrikerfið og stjórna tengdum tækjum svo þú getir stjórnað notandareikningum, breytt netstillingum og sérsniðið ýmsa þætti í Windows. Windows býður upp á leið fyrir forrit til að fá aðgang að ýmsum möguleikum tækisins, eins og myndavél, hljóðnema, staðsetningu, dagbók, tengiliðum, símtalaskrá, skilaboðum og fleiru, en stjórnað aðgangi að persónuupplýsingum þínum. Hver möguleiki er með sína eigin síðu fyrir persónuverndarstillingar í Windows-stillingum svo þú getir stjórnað því hvaða forrit geta notað hvern möguleika. Hér eru nokkrir lykileiginleikar stillinga:

  1. Sérsnið: Þú getur sérsniðið ýmsa þætti í Windows, þar á meðal útlit og yfirbragð, tungumálastillingar og valkosti persónuverndar. Windows-stillingar nota hljóðnemann þegar hljóðstyrk er stjórnað, myndavél þegar innbyggð myndavél og staðsetning eru notuð til að breyta birtunni að næturlagi til að hjálpa þér að sérstilla Windows.
  2. Jaðarstjórnun: Settu upp og stjórnaðu jaðarbúnaði á borð við prentara, skjái og utanáliggjandi drifum.
  3. Netkerfi: Stilltu netstillingar, þ.m.t. Wi-Fi-, Ethernet-, farsíma- og VPN-tengingar og notaðu efnislegt MAC-vistfang, IMEI- og farsímanúmer ef tækið styður farsímakerfi.
  4. Reikningsstjórnun: Bættu við eða fjarlægðu notandareikninga, breyttu reikningsstillingum og stjórnaðu valkostum innskráningar.
  5. Valkostir á kerfisstigi: Grunnstilltu skjástillingar, tilkynningar, orkukosti, stjórnaðu lista yfir uppsett forrit og fleira.
  6. Persónuverndarstjórnun&: grunnstilla kjörstillingar persónuverndar, eins og staðsetningu, söfnun greiningargagna o.s.frv. Fínstilla hvaða einstök forrit og þjónusta geta opnað eiginleika tækis með því að kveikja eða slökkva á þeim.

Frekari upplýsingar um gagnasöfnun í Windows er að finna í Samantekt gagnasöfnunar fyrir Windows. Þessi yfirlýsing fjallar um Windows 10 og Windows 11 og tilvísanir í Windows í þessum hluta tengjast þessum útgáfum. Eldri útgáfur af Windows (þ.m.t. Windows Vista, Windows 7, Windows 8 og Windows 8.1) falla undir sína eigin yfirlýsingu um persónuvernd.

Skemmtun og tengd þjónusta

Skemmtun og tengd þjónusta veitir þér aðgang að miklu magni efnis, forritum og leikjum.