How to TellLærðu, staðfestu og keyptu af öryggi
Hugbúnaður í umbúðum
Fáðu frekari upplýsingar um eiginleika sem fylgja ósviknum Microsoft-hugbúnaði, þar á meðal umbúðir, DVD-disk/geisladisk/USB-lykil til uppsetningar, merkimiða með virkjunarlykli og upprunavottorð. Þegar þú kaupir hugbúnað á borð við Windows, Office eða Windows Server sérstaklega (ekki foruppsettan í tölvu) er hann kallaður hugbúnaður í umbúðum. Yfirleitt er hægt að kaupa hugbúnað í umbúðum í smásöluverslun, af viðurkenndum endursöluaðila eða hjá dreifingaraðila á netinu. Hér eru nokkrir hlutir sem þú getur athugað þegar þú kaupir hugbúnað í umbúðum:
Upprunavottorð á umbúðum:
Merkimiði með upprunavottorði er á utanverðum umbúðum hugbúnaðarins og útskýrir hver varan er, í hvaða landi ætlast er til að hún sé notuð og hvert upprunalandið er. Merkimiðinn inniheldur eftirfarandi öryggisþætti til að koma í veg fyrir falsanir

  • Djúpprentun – sem notast við sérstaka prentunaraðferð sem skilur eftir sig upphleyptar blekrákir á yfirborði miðans. Þú finnur fyrir þeim ef þú strýkur fingri eftir yfirborðinu. Hægri helmingur merkimiðans ætti að vera sléttari viðkomu en djúpprentaða svæðið vinstra megin.
  • Dulin myndhrif – horfðu beint á miðann og færðu þig síðan til þannig að sjónarhornið verði mjög þröngt. Ef þú hallar miðanum í áttina frá þér ætti „M“ til dæmis að birtast rétt fyrir neðan Windows-merkið.

Merkimiði virkjunarlykils
Virkjunarlykillinn er á hvítum eða appelsínugulum merkimiða sem fylgir DVD-disknum/geisladisknum/USB-lyklinum til uppsetningar og upprunavottorði vörunnar. Á miðanum er 25 stafa virkjunarlykill. Ekki ætti að kaupa merkimiða með virkjunarlykli sérstaklega.
Virkjunarlykillinn er á hvítum merkimiða sem fylgir DVD-disknum/geisladisknum/USB-lyklinum til uppsetningar og upprunavottorði vörunnar. Á miðanum er 25 stafa virkjunarlykill. Auk strikamerkis og virkjunarlykils er örlítill texti prentaður á vinstri hlið miðans og í efra hornið hægra megin. Við nánari skoðun (stækkunargler kann að vera nauðsynlegt) má greina nafnið „MICROSOFT“ með bláu letri vinstra megin og með grænu letri hægra megin. Ekki ætti að kaupa merkimiða með virkjunarlykli sérstaklega.
Miðill

Mörgum Microsoft-vörum sem koma á geisladiski, DVD-diski og USB-lykli fylgja öryggisþættir sem hjálpa þér að tryggja að þú sért að fá ósvikna vöru og til að verjast fölsunum.

Windows 10
Windows 10-hugbúnaður í umbúðum frá Microsoft kemur til þín með Windows á USB-lykli með líflegum litum og þrívíddarhrifum sem sjást þegar USB-lyklinum er hallað. Þessi heilmynd er felld inn í steypt plast USB-lykilsins og er ekki merkimiði.
Office 2016
Í sumum löndum og svæðum færðu Office 2016 öryggisafritunarhugbúnaðinn á USB-tæki þar sem líflegir litir og þrívíddarhrif sjást þegar USB-tækinu er hallað. Þessi heilmynd er felld inn í steypt plast USB-tækisins; hún er ekki merkimiði.
Eldri útgáfa Windows
Hugbúnaðarvörur í umbúðum frá Microsoft sem komu út á undan Windows 10, til dæmis Windows, Office og Windows Server, koma á DVD- eða geisladiski með líflegum litum og þrívíddarhrifum sem sjást á innri gjörð disksins þegar honum er hallað. Þessi heilmynd er felld inn í diskinn, hún er ekki merkimiði.
Innri spegilheilmynd er einnig staðsett á innri gjörðinni á bakhlið (gagnahlið) DVD-disksins. Hún skiptir litum þegar disknum er hallað.
Heilmyndarlímmiði
Athugaðu: Koparefni heilmyndarinnar er fellt inn í DVD-diskinn og er ekki límmiði. Ef heilmyndin losnar af hefurðu hugsanlega fengið falsaðan hugbúnað í hendur ( tilkynntu Microsoft um falsaðan hugbúnað).
Á nýjustu vöruútgáfum Microsoft sem koma á DVD- eða geisladiski má sjá aukalega öryggisþætti á báðum hliðum disksins, nálægt gatinu í miðjunni og meðfram ytri brúninni. Þessir eiginleikar eru felldir inn í diskinn, þeir eru ekki á límmiða. Þegar disknum er snúið við má sjá allan texta og tölur sem spegilmynd hinnar hliðarinnar.
Á mjórri ytri spegilröndinni er svæði þar sem sjá má orðið „Microsoft“ sem breytist í enska orðið „Genuine“ (ósvikið) þegar disknum er hallað ögn frá vinstri til hægri.
Á svæði innri spegilrandarinnar er ör sem bendir á ytri brún disksins. Lítil samsvarandi ör er einnig staðsett á mjóu ytri röndinni sem bendir á stærri örina á innri spegilröndinni. Þessar tvær örvar ættu að vísa fullkomlega beint hvor á aðra.
Umbúðir
Þegar umbúðirnar eru skoðaðar geta smáatriði á borð við stafsetningarvillur, óskýran texta og myndir eða lítil prentgæði hjálpað þér að greina falsaðan hugbúnað. Röng myndmerki og ljósmyndir sem samsvara ekki alveg vörunni sem þú ert að kaupa geta einnig veitt vísbendingar um að ekki sé allt með felldu.

Fáðu fleiri ábendingar um öruggari innkaup, eða kauptu beint frá Microsoft.

Xbox leikir
Skoðaðu atriði sem fylgja með ósviknum Xbox leikjum, svo sem innri spegilræmu með heilmynd og upprunavottorðið (COA).
Heilmynd á innri spegilræmu
Horfðu eftir heilmynd sem birtist utan um svæðið í miðjunni á Xbox leikjadiskunum. Allir viðurkenndir Xbox leikjadiskar eru með heilmynd utan um svæðið í miðjunni sem birtir Xbox myndmerkið.
Xbox upprunavottorð (COA)
Til að staðfesta að þú sért með ósvikinn Xbox leik skaltu horfa eftir upprunavottorðinu (COA) sem fest er við opnunarbrúnina á hulstri leiksins.
Umbúðir

Þegar umbúðir eru skoðaðar geta einfaldir hlutir eins og stafsetningarvillur, óskýr texti og myndir, eða lítil prentgæði, hjálpað þér að bera kennsl á falsaða Xbox leiki. Röng myndmerki og ljósmyndir sem samsvara ekki alveg vörunni sem þú ert að kaupa geta einnig veitt vísbendingar um að ekki sé allt sem sýnist.

Fáðu fleiri ábendingar um öruggari innkaup, eða keyptu beint frá Microsoft.
Stafrænt niðurhal
Ertu að hugsa um að hala niður hugbúnaði? Hér sérðu hvernig þú getur betur varið þig til að tryggja að þú fáir það sem þú býst við.
Þegar þú kaupir Microsoft hugbúnað sem stafrænt niðurhal mælum við með því að þú forðist uppboðsvefsvæði og samnýtingarsvæði skráa á jafningjaneti (P2P). Í augnablikinu er takmarkaður fjöldi vefsvæða þar sem þú getur keypt löglega stafrænt niðurhal á Microsoft hugbúnaði. Eitt dæmi er Microsoft Storeá netinu, þar sem þú getur keypt mikið úrval af ósviknum hugbúnaði og vélbúnaði, beint frá Microsoft (á völdum mörkuðum). Að auki geturðu keypt stafrænan niðurflutning á Windows á www.windows.com/shop.

Fyrir utan virkjunarlyklakort (PKC) sem er dreift með upprunavottorðinu, dreifir Microsoft ekki virkjunarlyklum sem sjálfstæðum vörum. Ef þú sérð skráningu á uppboðsvefsvæði, smáauglýsingu á netinu, eða aðra síðu á netinu sem auglýsir virkjunarlykla, er það góð vísbending um að lyklarnir séu líklega stolnir eða falsaðir. Nánari upplýsingar.

Fáðu fleiri ábendingar um öruggari innkaup, eða keyptu beint frá Microsoft.