ÓkeypisBýður upp á kaup í forriti
+ býður upp á kaup í forriti
Ókeypis+
Overview Kerfiskröfur Reviews Related

Lýsing

Kynntu þér nýtt útlit Microsoft Solitaire Collection í Windows 10! Solitaire er mest spilaði tölvuleikur allra tíma og það er ekki að ástæðulausu. Auðskildar reglur og einfaldleiki gera þetta að leik sem allir geta spilað. Solitaire hefur verið hluti af Windows í meira en 25 ár og Microsoft Solitaire Collection er besta útgáfan til þessa, með fimm mismunandi spilum í einum pakka: Klondike Þetta er hinn tímalausi leikur sem flestir þekkja einfaldlega sem „kapal“. Markmiðið er að hreinsa öll spilin af borðinu með því að draga eitt eða þrjú spil, annaðhvort með hefðbundnu stigakerfi eða Vegas-stigum. Spider Átta raðir af spilum sem þú þarft að fjarlægja í sem fæstum aðgerðum. Byrjaðu á því að spila með einni sort þar til þú lærir inn á leikinn og sjáðu svo hvernig gengur með tveimur sortum eða jafnvel öllum fjórum. FreeCell Notaðu fjóra lausa reiti til að færa spil um borðið er þú freistar þess að fjarlægja öll spilin af borðinu. FreeCell er leikur sem krefst meiri kænsku en Klondike; spilarar njóta góðs af því að hugsa nokkra leiki fram í tímann. TriPeaks Veldu spil í röð, annaðhvort upp eða niður, til að fá stig og hreinsa borðið. Hversu mörg borð geturðu hreinsað áður en þú klárar stokkinn? Pyramid Paraðu tvö spil sem gefa 13 samanlagt til að fjarlægja þau af borðinu. Reyndu að komast á topp píramídans. Sjáðu hversu mörg borð þú getur hreinsað og hve mörg stig þú færð í þessum ótrúlega ávanabindandi leik! Daglegar áskoranir Spilarar fá nýjar áskoranir á hverjum degi. Ljúktu við nægilega margar daglegar áskoranir til að fá viðurkenningar og kepptu við vini. Star Club Fáðu enn fleiri áskoranir í söfnum og pökkum sem þú getur eignast með því að vinna þér inn stjörnur. Veldu þér þema Microsoft Solitaire Collection inniheldur mörg falleg þemu, allt frá hinu einfalda og klassíska til hins róandi fiskabúrs sem iðar af lífi á meðan þú spilar. Þú getur einnig búið til þín eigin þemu með myndunum þínum. Samþætt við Xbox Live Skráðu þig inn með Microsoft-reikningnum þínum til að vinna afrek, keppa við vini á stigatöflunni og fylgjast með tölfræði um eigin spilun. Ef þú skráir þig inn með Microsoft-reikningi vistast framvindan í skýinu, svo þú getur spilað leikinn í hvaða tæki sem er án truflunar.

Skjámyndir

Eiginleikar

  • 5 mismunandi útgáfur af Solitaire – Klondike, FreeCell, Spider, TriPeaks og Pyramid!
  • Daglegar áskoranir hressa upp á leikinn með nýjum leiðum til að spila á hverjum degi!
  • Prófaðu Star Club, þar sem þú getur unnið þér inn stjörnur til að fá aðgang að uppáhaldsáskorunum þínum.
  • Notaðu mismunandi þemu með nýjum bakgrunnum og spilum.
  • Búðu til þín eigin þemu með myndum úr tölvunni þinni!
  • Skráðu þig inn með Microsoft-reikningi til að fá afrek og stigatöflur og vista framvindu þína í skýið.
  • Spilast jafnvel enn betur á snertiskjá!

Ítarlegri upplýsingar

Útgefið af

Xbox Game Studios

Höfundarréttur

© 2015 Microsoft Corporation

Útgáfudagur

28.7.2012

Áætluð stærð

134,37 MB

Aldursflokkun

Fyrir 3 ára og eldri


Þetta forrit getur

Fá aðgang að tengingunni þinni við internetið
Fá aðgang að netinu þínu heima eða í vinnunni
Nota myndasafnið þitt

Uppsetning

Sæktu þetta forrit eftir að hafa skráð þig inn á Microsoft-reikninginn þinn og settu það upp á Windows 10-tækjunum þínum.

Aðgengi

Þróunaraðili vörunnar telur hana uppfylla kröfur um aðgengi, sem gerir notkun hennar auðveldari fyrir alla.

Tungumál stutt

English (United States)
English (United Kingdom)
Afrikaans (Suid-Afrika)
አማርኛ (ኢትዮጵያ)
العربية (المملكة العربية السعودية)
Azərbaycan Dili (Azərbaycan)
Беларуская (Беларусь)
Български (България)
বাংলা (বাংলাদেশ)
Català (Català)
Čeština (Česká Republika)
Dansk (Danmark)
Deutsch (Deutschland)
Ελληνικά (Ελλάδα)
Español (España, Alfabetización Internacional)
Español (México)
Eesti (Eesti)
Euskara (Euskara)
فارسى (ایران)
Suomi (Suomi)
Filipino (Pilipinas)
Français (Canada)
Français (France)
Galego (Galego)
Hausa (Najeriya)
עברית (ישראל)
हिंदी (भारत)
Hrvatski (Hrvatska)
Magyar (Magyarország)
Indonesia (Indonesia)
Íslenska (Ísland)
Italiano (Italia)
日本語 (日本)
Қазақ Тілі (Қазақстан)
ភាសាខ្មែរ (កម្ពុជា)
ಕನ್ನಡ (ಭಾರತ)
한국어(대한민국)
Lietuvių (Lietuva)
Latviešu (Latvija)
Македонски (Република Македонија)
മലയാളം (ഇന്ത്യ)
Bahasa Melayu (Malaysia)
Norsk Bokmål (Norge)
Nederlands (Nederland)
Polski (Polska)
Português (Brasil)
Português (Portugal)
Română (România)
Русский (Россия)
Slovenčina (Slovensko)
Slovenščina (Slovenija)
Shqip (Shqipëri)
sr-latn-cs
Srpski (Srbija)
Svenska (Sverige)
Kiswahili (Kenya)
தமிழ் (இந்தியா)
తెలుగు (భారత దేశం)
ไทย (ไทย)
Türkçe (Türkiye)
Українська (Україна)
O‘Zbek (Oʻzbekiston)
Tiếng Việt (Việt Nam)
中文(中国)
中文(香港特別行政區)
中文(台灣)Tilkynna þessa vöru

Skráðu þig inn til að tilkynna þennan leik til Microsoft