ÓkeypisBýður upp á kaup í forriti
+ býður upp á kaup í forriti
Ókeypis+
Overview Kerfiskröfur

Lýsing

Nú þegar Microsoft Solitaire fagnar 30 ára afmæli sínu er leikurinn enn mest spilaði tölvuleikur allra tíma! Milljónir spilara velja Microsoft Solitaire Collection, sem fékk inngöngu í Frægðarhöll tölvuleikjanna 2019, vegna þess að hann býður upp á BESTU kapalleikina í einu appi - Klondike Solitaire, Spider Solitaire, FreeCell Solitaire, TriPeaks Solitaire og Pyramid Solitaire Einfaldar reglur og auðveld spilun tryggja að allir frá 8 til 108 ára geta notið leikjanna. Nú fæst leikurinn með NÝJUM eiginleikum, söfnum, daglegum þrautum, mánaðarlegum viðburðum, verðlaunum, þemum og FLEIRU. Njóttu þess taka þátt í Microsoft Solitaire Collection stafrænu leikjaupplifuninni. Klondike Solitaire: • Klondike Solitaire er konungur allra tímalausra og sígildra spilaleikja • Hreinsaðu öll spilin af borðinu með því að draga eitt eða þrjú spil • Spilaðu með hefðbundinni eða Vegas-stigagjöf Spider Solitaire: • Átta (8) spilaraðir bíða þín í Spider Solitaire • Hreinsaðu allar raðirnar í eins fáum umferðum og hægt er • Spilaðu einn lit eða ögraðu þér með því að spila alla fjóra (4) litina FreeCell Solitaire: • Sá kapall sem krefst mestrar hugsunar • Notaðu fjögur laus pláss til að færa til spil svo þú getir hreinsað öll spilin af borðinu • FreeCell Solitaire verðlaunar spilara sem hugsa nokkra leiki fram í tímann TriPeaks Solitaire • Veldu spil í röð, fáðu stig fyrir samsetningar og reyndu að hreinsa borðið í TriPeaks Solitaire • SKEMMTILEG útgáfa af vinsælasta kapli í heimi • Kapallinn sem hentar best þegar þú vilt slaka á Pyramid Solitaire: • Paraðu tvö spil sem samanlagt eru 13 til að fjarlægja þau af borðinu í Pyramid Solitaire • Reyndu að ná toppi pýramídans og hreinsa eins mörg kapalborð og þú getur • Nýjasta viðbótin við sígildu spilaleikina Daglegar þrautir og viðburðir: Spreyttu þig á nýjum spilaþrautum sem ganga upp í öllum fimm (5) leikjastillingunum á mismunandi erfiðleikastigum á hverjum degi! Kláraðu daglegar þrautir til að vinna þér inn Solitaire-verðlaunaskildi og verðlaun! Misstirðu af einhverjum þrautum eða viltu reyna aftur við þær sem þú hefur þegar tekið þátt í? Skráðu þig inn með Microsoft-reikningi til að halda verðlaununum þínum, fylgjast með framganginum og jafnvel keppa við aðra spilara. Þemu og bakhliðar spilanna Microsoft Solitaire Collection býður upp á nokkur mismunandi þemu, svo þú getur valið útlit spilanna í takt við skapið þitt hverju sinni. Þú getur t.d. valið einfaldleikann með sígilda þemanu, notið kyrrðarinnar með fiskabúrsþemanu, slakað á með strandþemanu, kosið fágað útlit dimma þemans eða jafnvel ferðast aftur í tímann með þemanu sem var notað á tíunda áratug síðustu aldar. Það er úr nægu að velja - hvert verður þitt uppáhald? Xbox Live: Skráðu þig inn með Microsoft-reikningnum þínum til að vista framganginn þinn, vinna afrek, spila í viðburðum eða keppa við vini og vandamenn. Spilaðu Solitaire-leiki á hvaða samhæfa tæki sem er, vegna þess að framgangur þinn og stigaskor eru vistuð svo þú getur alltaf tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Microsoft Solitaire Collection er hægt að spila ókeypis á mörgum tegundum tækja og ekkert mál er að færa sig milli þeirra. Haltu upp á meira en 30 ára sögu BESTU Solitaire-kapalleikjanna hér í Microsoft Solitaire Collection!

Skjámyndir

Eiginleikar

  • 5 mismunandi útgáfur af Solitaire – Klondike, FreeCell, Spider, TriPeaks og Pyramid!
  • Daglegar áskoranir hressa upp á leikinn með nýjum leiðum til að spila á hverjum degi!
  • Prófaðu Star Club, þar sem þú getur unnið þér inn stjörnur til að fá aðgang að uppáhaldsáskorunum þínum.
  • Notaðu mismunandi þemu með nýjum bakgrunnum og spilum.
  • Búðu til þín eigin þemu með myndum úr tölvunni þinni!
  • Skráðu þig inn með Microsoft-reikningi til að fá afrek og stigatöflur og vista framvindu þína í skýið.
  • Spilast jafnvel enn betur á snertiskjá!

Ítarlegri upplýsingar

Útgefið af

Xbox Game Studios

Höfundarréttur

© 2015 Microsoft Corporation

Útgáfudagur

28.7.2012

Áætluð stærð

134,37 MB

Aldursflokkun

Fyrir 3 ára og eldri


Þetta forrit getur

Fá aðgang að tengingunni þinni við internetið
Fá aðgang að netinu þínu heima eða í vinnunni
Microsoft.storeFilter.core.notSupported_8wekyb3d8bbwe
Nota myndasafnið þitt

Uppsetning

Sæktu þetta forrit eftir að hafa skráð þig inn á Microsoft-reikninginn þinn og settu það upp á Windows 10-tækjunum þínum.

Aðgengi

Þróunaraðili vörunnar telur hana uppfylla kröfur um aðgengi, sem gerir notkun hennar auðveldari fyrir alla.

Tungumál stutt

English (United States)
English (United Kingdom)
Afrikaans (Suid-Afrika)
አማርኛ (ኢትዮጵያ)
العربية (المملكة العربية السعودية)
Azərbaycan Dili (Azərbaycan)
Беларуская (Беларусь)
Български (България)
বাংলা (বাংলাদেশ)
Català (Català)
Čeština (Česká Republika)
Dansk (Danmark)
Deutsch (Deutschland)
Ελληνικά (Ελλάδα)
Español (España, Alfabetización Internacional)
Español (México)
Eesti (Eesti)
Euskara (Euskara)
فارسى (ایران)
Suomi (Suomi)
Filipino (Pilipinas)
Français (Canada)
Français (France)
Galego (Galego)
Hausa (Najeriya)
עברית (ישראל)
हिंदी (भारत)
Hrvatski (Hrvatska)
Magyar (Magyarország)
Indonesia (Indonesia)
Íslenska (Ísland)
Italiano (Italia)
日本語 (日本)
Қазақ Тілі (Қазақстан)
ភាសាខ្មែរ (កម្ពុជា)
ಕನ್ನಡ (ಭಾರತ)
한국어(대한민국)
Lietuvių (Lietuva)
Latviešu (Latvija)
Македонски (Република Македонија)
മലയാളം (ഇന്ത്യ)
Bahasa Melayu (Malaysia)
Norsk Bokmål (Norge)
Nederlands (Nederland)
Polski (Polska)
Português (Brasil)
Português (Portugal)
Română (România)
Русский (Россия)
Slovenčina (Slovensko)
Slovenščina (Slovenija)
Shqip (Shqipëri)
sr-latn-cs
Srpski (Srbija)
Svenska (Sverige)
Kiswahili (Kenya)
தமிழ் (இந்தியா)
తెలుగు (భారత దేశం)
ไทย (ไทย)
Türkçe (Türkiye)
Українська (Україна)
O‘Zbek (Oʻzbekiston)
Tiếng Việt (Việt Nam)
中文(中国)
中文(香港特別行政區)
中文(台灣)Tilkynna þessa vöru

Skráðu þig inn til að tilkynna þennan leik til Microsoft