SÖLUSKILMÁLAR MICROSOFT
Verslanir á Evrópska efnahagssvæðinu
Síðast uppfært í september 2019
 
Velkomin(n) í netverslanir og smásöluverslanir á vegum Microsoft Ireland Operations Limited, sem staðsett er á One Microsoft Place, South County Business Park, Leopardstown, Dublin 18, D18 P521, Írlandi.
 
„Verslun“ nær til netsvæða og smásölustaða þar sem hægt er að leita, skoða, nálgast og kaupa vörur og þjónustu og gefa þeim einkunn og umsögn, þ.m.t. tækjum, leikjatölvum, stafrænu efni, forritum, leikjum og fleira. Þessir söluskilmálar („Söluskilmálar“) eiga við um notkun á Microsoft Store, Office Store, Xbox Store, Windows Store og annarri Microsoft-þjónustu sem vísar til þessara söluskilmála (saman nefnt „Store“). Microsoft veitir aðgang að ýmsum tilföngum í gegnum Store, þ.m.t. niðurhalssvæðum, hugbúnaði, verkfærum og upplýsingum um hugbúnað, þjónustu og öðrum söluvarningi (saman nefnt „Þjónusta“ og í tengslum við Store, „Store“).
Við notum hugtakið „vara“ eða „vörur“ til að vísa til vara sem boðið er upp á í Store. Margar af vörunum sem má finna í Store eru ekki í boði Microsoft heldur annarra aðila.
 
Með því að nota Store, eða verða þér út um vörur og þjónustu Store, samþykkir þú þessa söluskilmála, persónuverndaryfirlýsingu Microsoft (sjá hlutann um vernd persónuupplýsinga hér að neðan) og viðeigandi skilmála, reglur eða fyrirvara sem má finna í Store eða sem vísað er til í þessum söluskilmálum (saman nefnt „Reglur Store“). Við hvetjum þig til að lesa vandlega reglur Store. ÞÚ MÁTT EKKI NOTA STORE EÐA ÞJÓNUSTU EF ÞÚ SAMÞYKKIR EKKI REGLUR STORE.
 
Ef smásöluverslun Microsoft er staðsett í þínu landi eða svæði er hugsanlegt að aðrar reglur eða viðbótarreglur gildi. Microsoft kann að uppfæra eða breyta reglum án fyrirvara hvenær sem er.
 
Skilmálar sem tengjast notkun þinni á Store
1. Meðlimareikningur. Ef Store eða þjónusta krefst þess að þú opnir reikning þarftu að ljúka skráningarferlinu með því að útvega okkur réttar og ítarlegar upplýsingar samkvæmt viðeigandi skráningareyðublaði. Þú gætir einnig þurft að samþykkja þjónustusamning eða aðskilda notkunarskilmála sem skilyrði fyrir því að opna reikninginn. Notkun þín á reikningnum til að fá aðgang að Store og efni sem þú hefur fengið úr Store er háð öllum þeim skilmálum sem gilda um Microsoft-reikninginn. Nánari upplýsingar er að finna í þjónustusamningi Microsoft. Þú berð ábyrgð á að fara með reikningsupplýsingarnar þínar og aðgangsorð sem trúnaðarmál og berð ábyrgð á allri virkni sem fram fer á reikningnum þínum.
 
2. Engin ólögmæt eða óleyfileg notkun. Skilyrði fyrir notkun þinni á Store og þjónustu er að þú ábyrgist að nota ekki Store í neinum ólögmætum eða óleyfilegum tilgangi samkvæmt þessum söluskilmálum, reglum Store eða öðrum skilmálum sem gilda um notkun þína á Store. Þú mátt ekki nota þjónustu Store kerfisins á neinn þann hátt sem kann að skemma, gera óvirkan, valda yfirálagi á eða veikja neinn netþjóna Microsoft, eða netkerfi sem tengjast netþjónum Microsoft, eða trufla við hvers kyns notkun og/eða ánægju þriðja aðila af þjónustu Store. Þú mátt ekki reyna að fá óheimilan aðgang að Store, öðrum reikningum, tölvukerfum eða netkerfum sem tengjast einhverjum netþjóna Microsoft eða Store, með innbrotum í kerfi, aðgangsorðagreftri (e. password mining) eða nokkrum öðrum hætti. Þú mátt ekki afla eða reyna að afla neins efnis eða upplýsinga með neinum aðferðum sem ekki hafa verið gerðar aðgengilegar með skýrum hætti gegnum Store. Ekki má nota Store á þann hátt að það brjóti í bága við réttindi þriðju aðila, meðal annars þegar reynt er vísvitandi að valda persónu eða aðila skaða, þ.m.t. Microsoft. Þú mátt ekki dreifa, birta, veita leyfi fyrir eða selja neinar vörur, upplýsingar eða þjónustu sem fengin er úr Store.
 
3. Efni sem þú veitir Microsoft eða birtir í Store. Microsoft krefst ekki eignarhalds á efni sem þú veitir Microsoft (þ.m.t. ábendingar, einkunnir og tillögur) eða birtir, hleður upp, færir inn eða sendir til Store eða tengdrar Microsoft-þjónustu sem aðrir geta skoðað (hvert um sig „Innsending“ og í heild sinni „Innsendingar“). Þú veitir Microsoft hins vegar rétt til að nota, breyta, aðlaga, endurskapa, dreifa og birta efnið þitt (til dæmis í auglýsingaskyni), þ.m.t. nafnið þitt, um allan heim. Ef þú birtir efnið þitt á þeim svæðum Store sem gera það aðgengilegt víða á netinu án takmarkana gæti efnið birst í hjálparsýnikennslu eða í efni sem notað er til að koma Store á framfæri. Þú ábyrgist og staðfestir að þú hafir (og munt hafa) öll nauðsynleg réttindi til að senda inn allt það efni sem þú lætur af hendi og að þú veitir Microsoft þessi réttindi á heimsvísu yfir gildistíma þeirra.
 
Ekki verður greitt fyrir notkun á efninu þínu. Microsoft ber engin skylda til að birta eða nota efnið þitt og Microsoft kann að fjarlægja hvaða efni sem er, hvenær sem er, eins og þurfa þykir. Microsoft ber enga ábyrgð á efninu þínu eða því efni sem aðrir birta, hlaða upp, færa inn eða senda inn með Store.
 
Ef þú gefur forriti einkunn eða umsögn í Store gætir þú fengið tölvupóst frá Microsoft sem inniheldur efni frá útgefanda forritsins.
 
4. Tenglar á vefsvæði þriðja aðila. Í Store geta verið tenglar á vefsvæði þriðju aðila sem leyfa þér að yfirgefa Store. Þessi tengdu vefsvæði heyra ekki undir Microsoft og Microsoft ber ekki ábyrgð á efni neinna tengdra vefsvæða eða tengla sem er að finna á tengdum vefsvæðum. Microsoft veitir þér þessa tengla til hægðarauka og það að tengill sé til staðar gefur ekki til kynna að Microsoft styðji vefsvæðið. Notkun þín á vefsvæðum þriðja aðila getur verið háð ákvæðum og skilmálum þess þriðja aðila.
 
Skilmálar sem tengjast sölu á vörum og þjónustu til þín
 
5. Framboð eftir staðsetningu. Vöruframboð getur verið mismunandi eftir svæðum eða tækjum. Auk þess geta verið takmörk fyrir því hvert við getum sent vörur eða hvar við getum boðið upp á þjónustu eða stafrænt efni. Til að ljúka við kaupin gætir þú þurft að vera með gilt heimilisfang greiðanda og viðtakanda í landi eða á svæði Store þar sem kaupin fara fram.
 
6. Eingöngu notendur. Þú þarft að vera notandi til að geta keypt vörur úr Store. Endursöluaðilum er ekki heimilt að kaupa.
 
7. Takmarkanir á útflutningi. Vörur sem fengnar eru úr Store kunna að heyra undir lög og reglugerðir tolla- og útflutningseftirlits. Þú samþykkir að fylgja öllum viðeigandi lögum og reglugerðum, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.
 
8. Greiðslur. Með því að gefa Microsoft upp greiðslumáta (i) lýsirðu því yfir að þú hafir heimild til að nota greiðslumátann sem þú gafst upp og að hverjar þær greiðsluupplýsingar sem þú gefur upp séu réttar og nákvæmar; (ii) heimilarðu Microsoft að rukka þig fyrir allar vörur, þjónustu eða efni í boði sem keypt er með því að nota greiðslumátann þinn; og (iii) heimilarðu Microsoft að rukka þig fyrir hvers kyns greiðsluskylda eiginleika Store sem þú velur að skrá þig fyrir eða nota. Þú samþykkir að uppfæra reikninginn þinn og aðrar upplýsingar, þ.m.t. netfangið þitt og kreditkortanúmer og gildistíma, svo að hægt sé að ljúka við færslurnar þínar og hafa samband við þig eftir þörfum í tengslum við færslurnar þínar. Við kunnum að rukka þig (a) fyrirfram; (b) þegar kaup fara fram; (c) stuttu eftir kaup; eða (d) með reglulegu millibili vegna áskrifta. Einnig kunnum við að rukka þig upp að upphæðinni sem þú hefur samþykkt og við munum tilkynna þér fyrirfram um allar breytingar á upphæðinni sem á að greiða fyrir endurteknar áskriftir. Við kunnum að rukka þig fyrir fleiri en eitt greiðslutímabil í einu vegna upphæða sem hafa ekki verið gerðar upp áður. Sjá hlutann „Sjálfvirkt val á endurnýjun“ hér að neðan.
 
Ef þú tekur þátt í einhverju tilboði til reynslu verðurðu að segja upp þjónustunni í lok reynslutímabilsins til að forðast að ný gjöld leggist á, nema við látum þig vita um annað. Ef þú segir þjónustunni ekki upp við lok reynslutímabilsins heimilar þú okkur að gjaldfæra greiðslumátann fyrir vöruna eða þjónustuna.
 
9. Endurteknar greiðslur. Þegar þú kaupir áskrift að vörum, þjónustu eða stafrænu efni (t.d. vikulega, mánaðarlega, á þriggja mánaða fresti eða árlega (eftir því sem við á)), staðfestir þú og samþykkir að þú sért að heimila endurteknar greiðslur og að greiðslur eiga að berast Microsoft samkvæmt þeim greiðslumáta og endurteknu millibili sem þú hefur valið þar til þú eða Microsoft segir upp áskriftinni. Með því að heimila endurteknar greiðslur veitir þú Microsoft heimild til að afgreiða slíkar greiðslur sem annaðhvort rafrænar debet- eða millifærslur, eða sem rafræna víxla á tilgreindum reikningi (ef um er að ræða rafræna greiðslumiðlun eða svipaðar greiðslur), eða sem greiðslur á tilgreindum reikningi (ef um er að ræða kreditkort eða svipaðar greiðslur) (saman nefnt „Rafrænar greiðslur“). Áskriftargjöld eru almennt skuldfærð fyrir samsvarandi áskriftartímabil. Ef einhver greiðsla er ekki greidd eða ef kreditkorti eða svipaðri færslu er hafnað áskilur Microsoft eða þjónustuveitur þess sér rétt til að innheimta gjöld fyrir skilavöru, höfnun eða ónóga innistæðu og afgreiða slíkar greiðslur sem rafræna greiðslu.
 
10. Takmörkun framboðs, magns og pöntunar. Verð og framboð á vörum, þjónustu og stafrænu efni í Store er háð breytingum sem geta komið upp hvenær sem er og án fyrirvara. Microsoft kann að takmarka það magn sem má kaupa fyrir hverja pöntun, hvern reikning, hvert kreditkort, hvern einstakling eða hvert heimili. Ef vörurnar, þjónustan eða stafræna efnið eða stafræna þjónustan sem þú pantaðir eru, eða verða í kjölfar pöntunarinnar, ótiltækar kunnum við að hafa samband við þig til að bjóða þér upp á aðra vöru. Ef þú ákveður að kaupa ekki það sem við bjóðum upp á í staðinn verður pöntunin afturkölluð.
 
Microsoft kann að neita eða hafna hvaða pöntun sem er, hvenær sem er, og endurgreiða þér fjárhæðina sem þú greiddir fyrir pöntunina, af lögmætum ástæðum sem geta falist í því, en takmarkast ekki við, að þú hafir ekki uppfyllt þau skilyrði sem gefin voru upp á þeim tíma sem pöntunin var gerð, að ekki er hægt að vinna úr greiðslunni þinni, að pantaðar vörur, stafrænt efni eða þjónusta eru ekki fyrir hendi eða að um sé að ræða augljósa villu í verðlagningu eða annars konar villur. Ef um er að ræða slíka villu í verðlagningu eða einhverju öðru áskiljum við okkur rétt til að (a) afturkalla pöntunina eða kaupin þín eða (b) hafa samband við þig og bjóða þér upp á aðra valkosti. Ef um afturköllun er að ræða verður aðgangur þinn að öllu tengdu efni gerður óvirkur.
 
Við kunnum að fjarlægja eða slökkva á leikjum, forritum, efni eða þjónustu í tækinu þínu til þess að vernda þig, Store eða aðila sem verða hugsanlega fyrir áhrifum. Sumt efni og forrit kunna að vera óaðgengileg af og til eða vera aðeins í boði í takmarkaðan tíma. Framboð getur verið breytilegt eftir svæðum. Ef þú færir reikninginn eða tækið þitt yfir á annað svæði er ekki víst að þú getir hlaðið niður efni eða forritum aftur eða streymt aftur ákveðnu efni sem þú hafðir keypt áður. Í slíku tilviki gætirðu þurft að kaupa efni eða forrit aftur sem þú greiddir fyrir á hinu svæðinu. Umfram það sem gildandi lög áskilja ber okkur engin skylda til að bjóða upp á annað niðurhal eða skipti á nokkru efni eða forrit sem þú kaupir.
 
11. Uppfærslur. Ef við á mun Microsoft leita sjálfkrafa að uppfærslum á forritum þínum og sækja þær, jafnvel þótt þú sért ekki skráð(ur) inn í Store. Þú getur breytt stillingunum ef þú kýst að fá ekki sjálfvirkar uppfærslur á forritum Store. Þó er hugsanlegt að tiltekin forrit Office Store, sem eru hýst að hluta til eða í heild sinni á netinu, verði uppfærð hvenær sem er af hálfu þróunaraðila forritsins án samþykkis frá þér. Sum önnur forrit verða hugsanlega ekki aðgengileg fyrr en þú samþykkir uppfærslu.
 
12. Hugbúnaðarleyfi og notkunarréttindi. Hugbúnaður og annað stafrænt efni sem aðgengilegt er í gegnum Store eru háð leyfi en ekki seld þér. Forrit sem sótt eru beint úr Store falla undir staðlaða leyfisskilmála forrita („SALT“) sem hægt er að nálgast á [https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=838610&clcid=0x0809], nema aðrir leyfisskilmálar fylgi með forritinu (forrit sem sótt eru úr Office Store falla ekki undir SALT og eru með aðskilda leyfisskilmála). Hugbúnaðarleyfi sem keypt eru í smásöluverslun Microsoft Store falla undir leyfissamninginn sem fylgir hugbúnaðinum og þú þarft að samþykkja leyfissamninginn þegar þú kaupir, sækir og/eða setur upp hugbúnaðinn. Auk þess er hugbúnaður og annað stafrænt efni sem er í boði í gegnum Store háð notkunarreglunum sem finna má á http://go.microsoft.com/fwlink/p/?LinkId=723143. Hvers kyns afritun eða endurdreifing á hugbúnaði eða söluvarningi sem ekki er í samræmi við viðeigandi leyfisskilmála, notkunarreglur og gildandi lög er afdráttarlaust bönnuð og getur leitt til alvarlegra refsinga samkvæmt einkarétti og refsirétti. Brotaaðilar eiga á hættu að sæta saksókn að því marki sem lög heimila.
 
HAFÐU SAMBAND VIÐ SMÁSÖLUVERSLUN MICROSOFT STORE (EINS OG LÝST ER Í HLUTANUM UM TILKYNNINGAR OG SAMSKIPTI HÉR AÐ NEÐAN) EF ÞÚ VILT FÁ AFRIT AF VIÐEIGANDI LEYFISSAMNINGI FYRIR INNPAKKAÐAN HUGBÚNAÐ, ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU, ÁÐUR EN ÞÚ OPNAR UMBÚÐIR HUGBÚNAÐAR.
 
AÐRIR SKILMÁLAR. Ásamt hugbúnaði og öðrum vörum sem hægt er að hlaða niður verður þér hugsanlega boðið upp á aðrar vörur og þjónustu sem er að finna í Store sem falla undir aðskilda leyfissamninga, notkunarskilmála, þjónustuskilmála eða annars konar skilmála. Ef þú kaupir, hleður niður eða notar þessar vörur gætirðu einnig þurft að samþykkja þá skilmála sem skilyrði fyrir kaupum, niðurhali, uppsetningu eða notkun.
 
ÞÉR TIL HÆGÐARAUKA GETUR MICROSOFT, SEM HLUTI AF STORE EÐA ÞJÓNUSTU EÐA Í HUGBÚNAÐI EÐA SÖLUVARNINGI SÍNUM, BOÐIÐ UPP Á VERKFÆRI OG HJÁLPARFORRIT, TIL NOTKUNAR OG/EÐA NIÐURHALS, SEM ERU EKKI HLUTI AF SELDRI VÖRU EÐA ÞJÓNUSTU. MICROSOFT BÝÐUR EKKI UPP Á NEINA FREKARI TRYGGINGU HVAÐ VARÐAR NÁKVÆMNI NIÐURSTAÐNA FRÁ SLÍKUM VERKFÆRUM EÐA HJÁLPARFORRITUM SEM ERU ÚTLISTUÐ Í HLUTANUM UM VÖRUÁBYRGÐ.
 
Við biðjum þig um að virða hugverkarétt annarra þegar þú notar verkfærin og hjálparforritin sem gerð eru aðgengileg í gegnum Store, eða í hugbúnaði eða söluvarningi.
 
13. Kóðar fyrir niðurhal hugbúnaðar og efnis. Tilteknum hugbúnaði og efni er komið til þín með því að búa til niðurhalstengil í Microsoft-reikningnum þínum sem tengist kaupunum. Með fyrirvara um efnisgreinina hér að neðan, geymum við yfirleitt niðurhalstengilinn og tengdan stafrænan lykil vegna þessara kaupa í Microsoft-reikningnum þínum í 3 ár frá kaupdegi, en við lofum ekki að geyma þetta í ákveðið langan tíma. Fyrir áskriftarvörur sem eru afhentar með því að bjóða upp á niðurhalstengil geta aðrir skilmálar og geymsluréttindi átt við, sem þú getur farið yfir og samþykkt þegar áskriftin tekur gildi.
 
Þú samþykkir að við kunnum að afturkalla eða breyta geymsluáætlun stafræns lykils hvenær sem er. Þú samþykkir einnig að við kunnum að hætta stuðningi við geymslu á lyklum fyrir eina eða fleiri vörur hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er. Þar með talið, sem dæmi, þegar stuðningstíma vöru lýkur, en eftir það hefurðu ekki lengur aðgang að niðurhalstengli eða stafrænum lykli. Ef við afturköllum eða breytum áætluninni okkar, þannig að þú hafir ekki lengur aðgang að niðurhalstenglum eða stafrænum lyklum á reikningnum þínum, látum við þig vita með að minnsta kosti 90 daga fyrirvara í gegnum samskiptaupplýsingarnar fyrir viðeigandi Microsoft-reikning.
 
14. Verðlagning. Ef smásöluverslun Microsoft Store er til staðar í þínu landi eða svæði geta verð, vöruúrval og tilboð sem þar er boðið upp á verið ólík því sem netverslun Store býður upp á. Microsoft ábyrgist ekki að verð, vara eða tilboð sem boðið er upp á netinu verði einnig í boði eða staðið við í smásöluverslun Microsoft Store eða öfugt.
 
Store ábyrgist ekki verðvernd. Við jöfnum ekki auglýst verð sem aðrir smásöluaðilar bjóða upp á fyrir sömu vörurnar.
 
Við kunnum að bjóða upp á að forpanta sumar vörur á undan útgáfudegi þeirra. Frekari upplýsingar um forpöntunarreglur okkar er að finna á síðu forpöntunar https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=834935&clcid=0x0809.
 
Nema annað sé tekið fram eru verðin sem sýnd eru í Store með sköttum eða gjöldum („Skattar“) sem gætu átt við um kaupin þín. Verðin sem sýnd eru í Store innihalda ekki sendingarkostnað. Sköttum og sendingarkostnaði (eins og við á) verður bætt við upphæð kaupanna þinna og sú upphæð verður sýnd á greiðslusíðunni áður en pöntunin er staðfest. Þú berð alla ábyrgð á að greiða slíka skatta og kostnað.
 
Einhverjar færslur kunna að krefjast umreiknings í erlendum gjaldmiðli eða að unnið sé úr henni í öðru landi, en það fer eftir staðsetningu þinni. Bankinn þinn gæti innheimt viðbótargjöld fyrir þessa þjónustu þegar þú notar kredit- eða debetkort. Hafa skal samband við bankann til að fá frekari upplýsingar.
 
15. Sjálfvirkt val á endurnýjun. Að því tilskyldu að sjálfvirkar endurnýjanir séu leyfðar í þínu landi, svæði, héraði eða ríki getur þú valið að endurnýja vörur eða þjónustu sjálfkrafa við lok áskriftartímabils. Við munum senda þér tölvupóst til áminningar áður en gildistími endurnýjast fyrir vöru eða þjónustu. Þegar við höfum minnt þig á að þú hafir kosið að endurnýja vöru þína eða þjónustu getum við sjálfkrafa endurnýjað vöruna eða þjónustuna við lok núverandi áskriftartímabils og innheimt núverandi verð nýja gildistímans, nema þú hafir valið að hætta við vöruna eða þjónustuna eins og lýst er hér að neðan. Við munum einnig minna þig á að við komum til með að nota valinn greiðslumáta til að rukka fyrir endurnýjunina, hvort sem hann var skráður á degi endurnýjunar eða gefinn upp síðar. Við munum einnig veita þér leiðbeiningar um hvernig þú getur sagt upp vörum eða þjónustu. Þú verður að segja upp fyrir endurnýjunardaginn til að forðast rukkun fyrir endurnýjun.
 
16. Skilareglur. Þessar skilareglur eru viðbót við lagalegan rétt eða annan lögbundinn skilarétt samkvæmt lögum (sjá hlutann um vöruábyrgð hér að neðan). Með fyrirvara um skilyrði okkar fyrir vöruskilum, eftir kaup á viðurkenndri vöru getur þú hætt við kaupsamninginn og beðið um endurgreiðslu án þess að gefa nokkra ástæðu fyrir því innan þrjátíu (30) almanaksdaga. Afturköllunartímabilið rennur út þrjátíu (30) almanaksdögum frá afhendingu.
 
Ef viðeigandi lög í þínu landi eða svæði veita þér lengri afturköllunartíma mun það tímabil gilda.
Til að nýta rétt þinn til afturköllunar verður þú að tilkynna okkur um ákvörðun þína áður en afturköllunartímabilið rennur út. Hafðu samband við okkur í sölu- og þjónustudeild https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=824761&clcid=0x0809 til að láta okkur vita af ákvörðun þinni og hefja skilaferlið. Þú getur einnig notað þetta afturköllunareyðublað https://go.microsoft.com/fwlink/?linkid=866214&clcid=0x809, en þess er þó ekki krafist.
 
Ef þú nýtir rétt þinn til afturköllunar endurgreiðum við þér upphæðina sem þú greiddir fyrir vörurnar og afhendingu þeirra til þín (að undanskildum þeim viðbótarkostnaði ef þú valdir annars konar afhendingarmáta en þann ódýrasta sem við bjóðum upp á). Endurgreiðsla verður almennt að vera gerð samkvæmt upphaflegum greiðslumáta. Þú verður að skila tengdum vörum án ótilhlýðilegrar tafar (eigi síðar en 14 dögum frá þeim degi sem þú sendir inn skilabeiðni) á eigin kostnað.
 
Sem skilyrði fyrir vöruskilum, og að því marki sem lög leyfa, gilda eftirfarandi kröfur. Öllum vörum verður að skila í góðu ásigkomulagi (t.d. má ekki sjást slit eða skemmdir á þeim og þær verða að vera í nógu góðu ástandi til að hægt sé að selja þær aftur). Hugbúnaði og leikjum í umbúðum verður að skila með innsigli órofin.
 
Við kunnum að framlengja réttinn til afturköllunar yfir hátíðisdaga og önnur tímabil. Ef lengra tímabil er auglýst í Store fyrir tiltekna vöru gildir auglýsta tímabilið.
 
Öllum vöruskilum skulu fylgja upprunaleg kvittun eða gjafakvittun, upprunaleg fylgiskjöl, notkunarleiðbeiningar, skráningargögn, hlutir og íhlutir (þ.m.t. snúrur, fjarstýringar og aukabúnaður) og umbúðir framleiðanda. Með fyrirvara um viðeigandi lög, ef slíkum hlutum er ekki skilað getur það komið í veg fyrir eða seinkað endurgreiðslu eða vöruskiptum ef skilyrði okkar um vöruskil eru ekki uppfyllt.
 
Sumum vörum er ekki hægt að skila. Nema annað sé tekið fram í ákveðnu vörutilboði, eru öll kaup á þessum vörutegundum endanleg og þær fást ekki endurgreiddar og þú hefur ekki heimild til að afturkalla þessi kaup:
 
  • stafræn forrit, leikir, efni og áskriftir í forriti, tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþættir og tengt efni;
  • þjónustu-/áskriftarkort (t.d. Skype, Xbox Live, Groove Music Pass);
  • stafræn gjafakort sem hafa verið innleyst;
  • vörur sem hafa verið sérsniðnar eða sérstilltar; og
  • þjónusta sem hefur verið veitt eða notuð.
Ítarlegar upplýsingar um hvernig á að skila viðurkenndum vörum er að finna á síðu vöruskila og endurgreiðslu https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=723276&clcid=0x0809.
 
17. Greiðslur til þín. Ef við skuldum þér greiðslu samþykkirðu að útvega okkur, nákvæmlega og í tíma, hverjar þær upplýsingar sem við þurfum til að geta greitt þér. Fyrir utan greiðslur samkvæmt hlutanum um skilareglur hér að ofan, berð þú ábyrgð á hvers kyns sköttum og gjöldum vegna þessarar greiðslu til þín. Þú verður einnig að uppfylla skilyrði sem við setjum fyrir rétt þinn á greiðslu. Ef þér berst greiðsla fyrir mistök megum við bakfæra greiðsluna eða óska þess að hún verði endurgreidd. Þú samþykkir að vinna með okkur að aðgerðum okkar þar að lútandi. Við getum einnig lækkað greiðslu til þín án tilkynningar til að bæta upp fyrir fyrri ofgreiðslur.
 
18. Gjafakort. Gjafakort vegna kaupa í götuverslunum Microsoft Store falla undir skilmála fyrir gjafakort götuverslana Microsoft Store sem má finna í www.microsoft.com/store/physical-store-card-terms.
 
Innlausn og notkun á öðrum Microsoft-gjafakortum fellur undir skilmála Microsoft-gjafakorta www.microsoft.com/cardterms.
 
19. Þjónusta við viðskiptavini. Samskiptaupplýsingar vegna fyrirspurna sem tengjast þjónustuveri er að finna á síðu sölu- og þjónustudeildar í Store. Ef þú býrð í Evrópu og getur ekki leyst vandamálið þitt í gegnum þjónustuver okkar, kannt þú að geta leitað til vefsvæðis Evrópusambandsins fyrir lausn deilumála á https://webgate.ec.europa.eu/odr/main/index.cfm?event=main.home.show&lng=EN. Netfang Microsoft-tengiliðar sem á að fylgja með sem hluti af innsenda efninu þínu er MSODR@microsoft.com. Hafðu í huga að þetta netfang er aðeins ætlað fyrir vefsvæði Evrópusambandsins fyrir lausn deilumála en ekki fyrir almenna þjónustu eða spurningar.
 
20. Endurvinnsla. Frekari upplýsingar um reglur Microsoft um skil á úrgangi, rafbúnaði og rafeindabúnaði (WEEE) í lögsögu þinni er að finna á https://www.microsoft.com/en-gb/store/b/recycling.
 
ALMENNIR skilmálar
 
21. Breytingar á skilmálum. Microsoft kann að breyta söluskilmálum hvenær sem er án þess að tilkynna þér um það. Söluskilmálar sem gilda á þeim tíma sem þú leggur inn pöntun (eða, fyrir ókeypis forrit og leiki, á þeim tíma þegar þú reynir að setja upp forritið eða leikinn) munu gilda um kaupfærsluna þína og gegna hlutverki viðskiptasamnings okkar á milli. Fyrir næstu færslu frá þér kann Microsoft að hafa breytt söluskilmálum án þess að hafa tilkynnt þér um það. Farðu yfir söluskilmálana í hvert sinn sem þú heimsækir Store. Mælt er með að þú vistir og prentir afrit af söluskilmálunum til síðari nota þegar þú eignast eitthvað.
 
22. Heimiluð notkun, aldurstakmark. Þú staðfestir að þú hafir heimild til að leggja inn pöntun og framkvæma aðra lagagerninga sem þessir söluskilmálar krefja þig um. Aldurstakmark kann að eiga við um notkun þína á Store, þ.m.t. kaupum.
 
23. Verndun persónuupplýsinga. Persónuvernd þín er okkur mikilvæg. Við notum tilteknar upplýsingar sem við söfnum frá þér til að keyra og veita Store. Lestu yfirlýsingu Microsoft um persónuvernd https://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=521839 þar sem tekin er fram gerð þeirra gagna sem við söfnum frá þér og þínum tækjum. („gögn“) og hvernig við notum gögnin þín. Persónuverndaryfirlýsingin lýsir því einnig hvernig Microsoft notar samskipti þín við aðra, færslur eða ábendingar sem þú hefur sent til Microsoft í gegnum Store og þær skrár, myndir, skjöl, hljóð, stafrænu verk og myndbönd sem þú hleður upp, geymir eða deilir í gegnum Store („Þitt efni“).
 
24. Útstilling og litir á vörum. Microsoft reynir að sýna liti og myndir af vörum á sem nákvæmastan hátt en við getum ekki ábyrgst að liturinn sem þú sérð á skjánum þínum samsvari nákvæmlega lit vörunnar.
 
25. Villur í kynningu á Store. Við leggjum okkur fram við að birta nákvæmar lýsingar, uppfæra Store með reglulega millibili og leiðrétta villur þegar þær uppgötvast. Hvers kyns efni í Store kann hins vegar að vera rangt eða úrelt á hverjum tíma. Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á Store hvenær sem er, þ.m.t. á vöruverði, tæknilýsingum, tilboðum og framboði.
 
26. Lokað fyrir notkun eða aðgang. Microsoft getur lokað reikningnum þínum eða lokað fyrir notkun þína á Store hvenær sem er af hvers kyns lögmætum ástæðum, þar með talið, án takmarkana, ef þú brýtur gegn þessum söluskilmálum eða reglum Store, eða ef Store er ekki lengur rekið af Microsoft. Með því að nota Store samþykkir þú að bera ábyrgð (í samræmi við þessa skilmála) á öllum pöntunum sem þú leggur inn eða gjöldum sem þú stofnar til áður en slík lokun á sér stað. Microsoft getur breytt, hætt að nota eða gert hlé á þjónustu Store hvenær sem er, af hvaða ástæðu sem er, án nokkurs fyrirvara. Ef slík breyting, stöðvun eða hlé hefur áhrif á notkun þína á þjónustu eða vöru, eða raskar pöntun þinni á annan hátt, skaltu hafa samband við sölu- og þjónustudeild.
 
27. Vöruábyrgðir. Ábyrgð framleiðanda fylgir með mörgum vörum sem boðið er upp á í Store (þ.m.t. tilteknum vörum Microsoft og tilteknum vörum þriðju aðila). Skoða skal viðeigandi ábyrgðir framleiðenda sem fylgja með þessum vörum til að fá frekari upplýsingar um hvernig leysa megi úr vandamálum sem falla undir þessar ábyrgðir. Fyrir sumar vörur gefst þér kostur á að kaupa aukna þjónustuáskrift gegn aukagjaldi. Frekari upplýsingar er að finna í tilteknum áskriftarleiðum.
 
Auk þess kunna réttindi og tryggingar að fylgja með vörum sem eru seldar eða sem boðið upp á í gegnum Store (þ.m.t. vörur, þjónusta og stafrænt efni) sem ekki er hægt að komast undan samkvæmt lögum, t.d. lögbundinni neytendavernd í tengslum við gallaðar, skemmdar eða misvísandi vörur, stafrænt efni eða þjónustu. Allar auglýstar ábyrgðir frá framleiðanda, þjónustuveitu eða þróunaraðila eru til viðbótar við þennan skyldubundna neytendarétt. Frekari upplýsingar um & lögbundinn rétt auglýstra ábyrgða er að finna á https://www.microsoft.com/en-gb/store/b/aboutwarranties.
 
MICROSOFT OG BIRGJAR ÞESS, DREIFINGARAÐILAR, ENDURSÖLUAÐILAR OG EFNISVEITUR BJÓÐA EKKI UPP Á NEINAR AUKALEGAR ÁBYRGÐIR, TRYGGINGAR EÐA SKILYRÐI, ÞAR Á MEÐAL VEGNA SELJANLEIKA, VIÐUNANDI GÆÐA, HÆFI Í TILTEKNUM TILGANGI, AFSALS EÐA HELGI EIGNARRÉTTAR SAMKVÆMT ÞESSUM SÖLUSKILMÁLUM.
 
MICROSOFT ÁBYRGIST EKKI AÐ UPPLÝSINGARNAR FRÁ ÞJÓNUSTUNNI SÉU NÁKVÆMAR EÐA RÉTT TÍMASETTAR. ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ TÖLVU- OG FJARSKIPTAKERFI ERU EKKI VILLULAUS OG AÐ STUNDUM LIGGUR ÞJÓNUSTAN NIÐRI. MICROSOFT ÁBYRGIST EKKI AÐ AÐGANGUR AÐ STORE EÐA ÞJÓNUSTU VERÐI ÓTRUFLAÐUR, TÍMANLEGUR, ÖRUGGUR EÐA VILLULAUS EÐA AÐ TAP Á EFNI MUNI EKKI EIGA SÉR STAÐ.
 
28. Takmörkun á ábyrgð. Ekkert í þessari takmörkun bótaábyrgðar skal útiloka eða takmarka hvers kyns skyldubundna neytendavernd sem er til staðar á þínu svæði eða hvers kyns aðra bótaábyrgð sem ekki er hægt að útiloka samkvæmt lögum. Hið sama skal gilda um ábyrgð Microsoft, staðgengla þess og/eða lögmanna ef upp koma svik eða ef vanræksla hans leiðir til slysa á fólki eða dauðsfalla.
 
a. Microsoft, staðgenglar þess og/eða lögmenn skulu ekki bera ábyrgð á neinu óbeinu tjóni, þ.m.t. fjárhagslegu tapi á borð við skerðingar á hagnaði, nema Microsoft, staðgenglar þess og/eða lögmaður þess hafi a.m.k. sýnt af sér vanrækslu eða gerst sekur um alvarlegt misferli.
 
b. Microsoft skal ekki bera ábyrgð á sendingum þínum eða efni, eða athöfnum notenda. Hvorki má rekja slíkt efni og athafnir til Microsoft né heldur lýsir það skoðunum Microsoft.
 
c. Mörg forrit, þjónustur og annað stafrænt efni sem má finna í Store er boðið upp á af hálfu aðila utan Microsoft („Efni þriðju aðila“). Microsoft ber ekki ábyrgð á efni þriðja aðila eða kröfum sem tengjast honum, fyrir utan hvers kyns skyldubundna neytendavernd sem þú átt rétt á samkvæmt lögum í þínu landi eða svæði. Sjá hlutann um ábyrgðir hér að ofan.
 
d. Microsoft ber ekki ábyrgð eða bótaskyldu á því að framfylgja ekki eða fresta því að framfylgja skuldbindingum sínum samkvæmt þessum skilmálum að því marki að ekki var hægt að framfylgja skuldbindingum eða fresta þurfti þeim vegna aðstæðna sem Microsoft hefur ekki stjórn á (t.d. út af vinnudeilum, náttúruhamförum, stríði eða hryðjuverkastarfsemi, skemmdarverkum, slysum eða reglufylgni við gildandi lög eða stjórnvaldsskipun). Microsoft leitast við að draga úr áhrifum þessara atburða og framfylgja þeim skuldbindingum sem hægt verður að framfylgja.
 
29. Úthlutun. Við getum úthlutað, flutt eða á annan hátt ráðstafað réttindum okkar og skyldum sem heyra undir þessa söluskilmála, að hluta eða í heild sinni, hvenær sem er án nokkurs fyrirvara. Þú getur ekki úthlutað eða flutt nein réttindi sem heyra undir þessa söluskilmála.
 
30. Val á löggjöf og stað til að leysa úr ágreiningi. Ef þú býrð (eða, ef um fyrirtæki er að ræða, þar sem aðalstarfsstöð fyrirtækisins er) í Evrópu, ná lög Washington-ríkis í Bandaríkjunum yfir allar kröfur sem tengjast gjaldfrjálsri þjónustu og gjaldfrjálsum kaupum úr Store, án þess að það hafi áhrif á áskilin lagaákvæði sem gilda í því landi þar sem þú ert með fasta búsetu. Lögin í landinu þar sem þú ert með fasta búsetu ná yfir allar kröfur sem tengjast greiddum kaupum úr Store og greiddri þjónustu. Með tilliti til lögsögu samþykkja þú og Microsoft að velja dómstóla þess lands þar sem þú ert með fasta búsetu vegna allra deilumála sem upp kunna að koma vegna eða í tengslum við þessa söluskilmála, eða þér er að öðrum kosti heimilt að velja ábyrga dómstóla í Washington, Bandaríkjunum.
 
31. Tilkynningar.
a. Tilkynninga- og kröfuferli vegna brota á hugverkarétti. Microsoft virðir hugverkarétt þriðju aðila. Ef þú vilt senda tilkynningu um brot á hugverkarétti, þ.m.t. kröfur um brot á höfundarrétti, skaltu nota verklagsreglur okkar til að senda inn tilkynningar um brot (https://www.microsoft.com/info/cpyrtInfrg.aspx). FYRIRSPURNIR SEM TENGJAST EKKI ÞESSU VERKLAGI VERÐUR EKKI SVARAÐ. Microsoft notar ferlin sem útskýrð eru í 17. grein bandarískra laga, lið 512, til að bregðast við tilkynningum um brot á höfundarrétti. Við viðeigandi kringumstæður kann Microsoft einnig að loka fyrir eða eyða reikningum notenda Microsoft-þjónustu sem verða uppvísir að endurteknum brotum.
 
b. Tilkynningar um höfundarrétt og vörumerki. Allt efni í Store og þjónustu er varið með höfundarrétti ©2016 Microsoft Corporation og/eða birgjar þess og þjónustuveitur þriðju aðila, One Microsoft Way, Redmond, WA 98052, Bandaríkjunum. Allur réttur áskilinn. Við eða birgjar okkar og aðrar þjónustuveitur þriðju aðila eigum titla, höfundarrétt og annan hugverkarétt í Store, þjónustu og efni. Microsoft og heitin, vörumerkin og táknin fyrir allar vörur og þjónustu Microsoft eru hugsanlega annað hvort vörumerki eða skráð vörumerki Microsoft í Bandaríkjunum, Kanada og/eða öðrum löndum.
 
Listi yfir vörumerki Microsoft er að finna á: https://www.microsoft.com/trademarks. Heiti raunverulegra fyrirtækja og vara gætu verið vörumerki viðkomandi eigenda. Allur réttur sem ekki er veittur með yfirlýstum hætti í þessum söluskilmálum er áskilinn.
 
32. Öryggisviðvörun. Til að forðast möguleg meiðsli, óþægindi eða álag á augun skaltu taka hlé frá spilun leikja aða annarra forrita annað veifið, sérstaklega ef þú finnur fyrir sársauka eða þreytu. Ef þú finnur fyrir óþægindum skaltu taka þér hlé. Óþægindi geta falið í sér ógleði, svima, áttamissi, höfuðverk, þreytu, þreytu í augum og augnþurrk. Notkun forrits getur truflað þig og dregið athygli þína frá umhverfi þínu. Forðastu hættur á borð við stiga og lága lofthæð og viðkvæma eða verðmæta hluti sem geta skemmst. Mjög lítill hópur fólks kann að fá flog við að sjá myndefni af ákveðinni gerð, svo sem blikkandi ljós eða mynstur sem geta komið fyrir í forritum. Jafnvel þótt fólk hafi aldrei fengið flog áður getur það verið með ógreindan sjúkdóm sem veldur flogunum. Einkenni floganna eru meðal annars svimi, sjóntruflanir, kippir, rykkir eða titringur í útlimum, áttamissir, ruglingur, meðvitundarleysi eða krampar. Hætta skal notkun tafarlaust og hafa samband við lækni ef vart verður við einhver þessara einkenna, og ef þú hefur einhvern tíma fengið einkenni sem tengjast flogum skaltu tala við lækni áður en þú notar forrit. Foreldrar skulu fylgjast með merkjum um einkennin hjá börnum sínum þegar þau nota forrit.