MICROSOFT SÖLUSKILMÁLAR

Verslun, Evrópska efnahagssvæðið

Uppfært í febrúar 2017

Velkomin í netverslanir og búðir Microsoft á vegum Microsoft Ireland Operations Limited („Microsoft,“ „við,“ „okkur,“ „okkar“), til húsa í The Atrium Building, Block B, Carmanhall Road, Sandyford Business Estate, Dublin 18, Írlandi.

„Verslun“ vísar til netverslana og búða okkar þar sem þú getur skoðað, séð, eignast, keypt og skrifað umsagnir um vörur og þjónustu svo sem tæki, leikjatölvur, stafrænt efni, forrit, leiki og fleira. Þessir söluskilmálar („söluskilmálar“) ná til notkunar á Microsoft-verslun, Office Store, Xbox Store, Windows Store og annarrar þjónustu Microsoft sem vísar til þessara söluskilmála (saman nefnt „verslun“). Í gegnum þessa verslun veitir Microsoft aðgang að ýmsum úrræðum, þ.m.t. niðurhalssvæðum, hugbúnaði, verkfærum og upplýsingum um hugbúnað, þjónustu og annan varning (saman nefnt „þjónusta“ og, ásamt verslun, „verslun“).

Við notum heitið „vara“ eða „vörur“ um hluti sem standa til boða í versluninni. Margar af vörunum sem bjóðast í versluninni eru á vegum annarra aðila en Microsoft.

Með því að nota verslunina eða fá vörur eða þjónustu frá versluninni viðurkennir þú og samþykkir þessa söluskilmála, yfirlýsingu Microsoft um persónuvernd (sjá eftirfarandi kafla um persónuvernd og verndun persónuupplýsinga) og viðeigandi ákvæði og skilmála, reglur eða fyrirvara verslunarinnar eða þessara söluskilmála (saman nefnt „reglur verslunarinnar“). Við hvetjum þig til þess að lesa reglur verslunarinnar vandlega. ÓHEIMILT ER AÐ NOTA VERSLUNINA EÐA ÞJÓNUSTU EF REGLUR VERSLUNARINNAR ERU EKKI SAMÞYKKTAR.

Microsoft-búðir í þínu landi eða landsvæði kunna að hafa aðrar eða fleiri reglur. Microsoft getur hvenær sem er uppfært eða breytt reglum án fyrirvara.

Skilmálar varðandi notkun þína á versluninni

1. Meðlimareikningur. Ef verslun eða þjónusta krefst þess að þú opnir reikning verður þú að ljúka skráningarferlinu með því að láta okkur í té núverandi, fullnægjandi og nákvæmar upplýsingar sem beðið er um á viðeigandi skráningareyðublaði. Þú kannt einnig að þurfa að samþykkja þjónustusamning eða aðra notendaskilmála til þess að geta opnað reikninginn. Notkun þín á reikningnum til að fá aðgang að versluninni og efni sem þú hefur fengið frá versluninni er háð öllum skilmálum um Microsoft-reikninginn. Frekari upplýsingar má finna í þjónustusamningi Microsoft. Þú berð ábyrgð á því að gæta upplýsinga um reikninginn og aðgangsorðsins og ert ábyrg(ur) fyrir öllu því sem á sér stað á þínum reikningi.

2. Engin ólögleg eða óheimil notkun. Það er skilyrði fyrir notkun þinni á versluninni og þjónustunni að þú ábyrgist að nota ekki verslunina í neinum þeim tilgangi sem er ólöglegur eða óheimill samkvæmt söluskilmálunum, reglum verslunarinnar eða öðrum skilmálum sem eiga við um notkun þína á versluninni. Þú mátt ekki nota verslunina með neinum þeim hætti sem gæti skaðað, gert óvirka, sett of mikið álag á eða hamlað nokkrum þjóni Microsoft eða netkerfum sem tengjast nokkrum þjóni Microsoft, eða sem truflar notkun nokkurs annars aðila á versluninni. Þú mátt ekki reyna að fá óleyfilegan aðgang að versluninni, öðrum reikningum, tölvukerfum eða netkerfum sem tengjast nokkrum þjóni Microsoft eða versluninni með því að hakka þig inn, nota aðgangsorðanám, eða með nokkrum öðrum hætti. Þú mátt ekki afla þér eða reyna að afla þér neins efnis eða upplýsinga með neinum hætti sem ekki eru vísvitandi gerðar tiltækar í gegnum verslunina. Óheimilt er að nota verslunina á nokkurn þann hátt sem brýtur gegn rétti þriðju aðila, til dæmis með því að vísvitandi skaða fólk eða aðila, þ.m.t. Microsoft. Þú mátt ekki dreifa, birta, leyfa notkun á eða selja neinar vörur, upplýsingar eða þjónustu sem þú færð frá versluninni í ágóðaskyni.

3. Efni sem Microsoft er látið í té eða sem birt er í versluninni. Microsoft gerir ekki kröfu um eignarhald á efninu sem þú lætur Microsoft í té (þ.m.t. ábendingar og tillögur) eða birtir, hleður upp, leggur til eða sendir inn í verslunina eða tengda þjónustu til umsagnar frá öðrum (hvert um sig nefnt „framlag“ og saman nefnt „framlög“). Þú veitir þó Microsoft rétt til þess að nota, breyta, aðlaga, endurrita, dreifa og sýna framlagið þitt (til dæmis í kynningarskyni), þar á meðal nafnið þitt, um heim allan. Ef þú birtir framlagið þitt í þeim hlutum verslunarinnar þar sem það birtist opinberlega á netinu án takmarkana kann framlagið þitt að birtast í kynningum eða auglýsingaefni fyrir verslunina. Þú ábyrgist og staðfestir að þú hafir (og munir hafa) öll nauðsynleg réttindi til að leggja fram öll framlög og veita Microsoft téð réttindi um heim allan á meðan réttindin eru í gildi.

Engin þóknun verður greidd vegna notkunar á framlaginu þínu. Microsoft ber engin skylda til að birta eða nota nokkurt framlag og Microsoft getur fjarlægt hvaða framlag sem er að eigin geðþótta. Microsoft ber ekki ábyrgð á framlögunum þínum eða efni sem aðrir birta, hlaða upp, leggja inn eða senda inn í gegnum verslunina.

Ef þú gefur einkunn eða skrifar umsögn um forrit í versluninni kanntu að fá tölvupóst frá Microsoft með efni frá útgefanda forritsins.

4. Tenglar á vefsvæði þriðju aðila. Í versluninni kunna að vera tenglar á vefsvæði þriðju aðila sem færa þig út úr versluninni. Tengdu vefsvæðin lúta ekki stjórn Microsoft og Microsoft ber ekki ábyrgð á innihaldi tengdra vefsvæða eða þeim tenglum sem er að finna á tengdu vefsvæði. Microsoft sér þér aðeins fyrir þessum tenglum þér til hægðarauka og það að tengill sé til staðar felur ekki í sér stuðning Microsoft við vefsvæðið. Notkun á vefsvæði þriðju aðila kann að vera háð ákvæðum og skilmálum viðkomandi þriðja aðila.

Skilyrði varðandi sölu á vörum OG ÞJÓNUSTU til þín

5. Framboð eftir landsvæðum. Framboð á vörunni kann að vera mismunandi eftir landsvæði þínu eða tæki. Auk þess kunna að vera takmarkanir á því hvert við getum sent vörur eða veitt þjónustu eða stafrænt efni. Til þess að ljúka við kaupin þarftu ef til vill að hafa gilt heimilisfang í landi eða landsvæði verslunarinnar þar sem þú verslar.

6. Aðeins endanotendur. Þú verður að vera endanotandi til að kaupa vörur í versluninni. Endurseljendum er óheimilt að versla.

7. Útflutningstakmarkanir. Tolla- og útflutningslög og reglugerðir kunna að gilda um vörur í versluninni. Þú samþykkir að lúta öllum viðeigandi landslögum og reglugerðum og alþjóðlegum lögum og reglugerðum.

8. Innheimta. Með því að upplýsa Microsoft um greiðslumáta: (i) staðfestir þú að þú hafir leyfi til að nota viðkomandi greiðslumáta og að allar greiðsluupplýsingar sem þú veitir séu réttar og nákvæmar; (ii) gefur þú Microsoft leyfi til að innheimta gjöld fyrir allar vörur, þjónustu eða tiltækt efni sem þú kaupir með greiðslumátanum sem þú valdir; og (iii) gefur Microsoft heimild til að innheimta gjöld fyrir alla þá eiginleika verslunarinnar sem þú skráir þig fyrir eða notar. Þú samþykkir að uppfæra tafarlaust reikninginn þinn og aðrar upplýsingar, þ.m.t. netfangið þitt og númer og gildistíma greiðslukorts svo við getum lokið við færslurnar frá þér og haft samband við þig eftir þörfum vegna færslna þinna. Við getum sent þér reikning (a) fyrirfram, (b) þegar kaupin fara fram, (c) skömmu eftir kaupin eða (d) reglulega fyrir áskrift. Enn fremur getum við innheimt gjald upp að þeirri upphæð sem þú hefur samþykkt og við látum þig vita fyrir fram af öllum breytingum á upphæðinni sem gjaldfærð er fyrir áskrift sem endurnýjast sjálfkrafa. Við munum ef til vill senda þér reikninga fyrir fleira en eitt greiðslutímubil í einu vegna upphæða sem á eftir að inna af hendi. Sjá eftirfarandi kafla um sjálfvirka endurnýjun.

Sértu að nýta þér prufuáskriftartilboð þarftu að hætta í þjónustunni fyrir lok prufutímabilsins svo ekki verði innheimt frekari gjöld, nema annað sé tekið fram. Ef þú hættir ekki í þjónustunni fyrir lok prufutímabilsins heimilar þú okkur að innheimta samkvæmt greiðslumáta þínum fyrir vöruna eða þjónustuna.

9. Endurteknar greiðslur. Þegar þú kaupir vörur, þjónustu eða stafrænt efni í áskrift (t.d. vikulegri, mánaðarlegri, á þriggja mánaða fresti, eða árlega (eins og við á)) viðurkennir þú og samþykkir að þú heimilir endurteknar greiðslur og að greiðslur skuli inntar af hendi til Microsoft samkvæmt greiðslumátanum með því millibili sem þú valdir þar til þú eða Microsoft riftir áskriftinni. Með því að heimila endurteknar greiðslur heimilar þú Microsoft að vinna úr slíkum greiðslum með rafrænum debit- eða innistæðufærslu eða rafrænni úttekt af tilgreindum reikningi (í tilfelli Automated Clearing House eða álíka greiðslna) eða sem færslu á tilgreindum reikningi (í tilfelli kreditkorta eða álíka greiðslna) (saman nefnt „rafrænar greiðslur“). Áskriftargjöld eru almennt rukkuð eða innheimt áður en viðkomandi áskriftartímabil hefst. Ef greiðsla er ekki greidd eða ef kreditkortafærslu eða álíka færslu er hafnað áskilja Microsoft og þjónustuveitendur þess sér rétt til þess að innheimta öll viðeigandi gjöld vegna vöruskila, höfnunar og ónægrar innistæðu og fara með allar slíkar greiðslur sem rafrænar greiðslur.

10. Framboð, magn og pöntunartakmörk. Verð og framboð á vörum, þjónustu og stafrænu efni í versluninni getur breyst hvenær sem er og án fyrirvara. Microsoft kann að takmarka það magn sem hægt er að kaupa í hverri pöntun eða fyrir hvern reikning, kreditkort, einstakling eða heimili. Ef vörurnar, þjónustan eða stafræna efnið eða þjónustan sem þú pantar er ekki tiltæk þegar eða eftir að þú pantar kunnum við að hafa samband við þig til að bjóða þér aðra vöru í staðinn. Ef þú kýst ekki að kaupa vöruna sem þér býðst í staðinn ógildum við pöntunina þína.

Microsoft kann að neita eða hafna pöntun hvenær sem er og endurgreiða það fé sem greitt hefur verið fyrir pöntunina, þar á meðal en ekki eingöngu vegna þess að þú uppfylltir ekki skilyrðin sem tiltekin voru þegar þú pantaðir, ef ekki var hægt að vinna úr greiðslunni þinni, ef viðkomandi vörur, stafrænt efni eða þjónusta er ekki tiltæk, eða ef augljós mistök voru gerð við verðlagningu eða annað. Séu slík mistök gerð, við verðlagningu eða annað, áskiljum við okkur rétt til að (a) afturkalla pöntun þína eða kaup eða (b) hafa samband við þig og bjóða þér aðra kosti. Sé um afturköllun að ræða missir þú aðgang að öllu tengdu efni.

Við kunnum að fjarlægja eða afvirkja leiki, forrit, efni eða þjónustu í tækinu þínu til að vernda þig, verslunina eða aðra aðila sem ef til vill eru í hættu. Sumt efni og forrit kunna að vera ótiltæk öðru hverju eða vera aðeins í boði í takmarkaðan tíma. Framboð kann að fara eftir landsvæðum. Ef þú stillir reikning þinn eða tæki á annað landsvæði getur þú því ef til vill ekki sótt aftur efni eða forrit eða straumspilað tiltekið efni sem þú hafðir keypt áður. Í slíkum tilfellum gætir þú þurft að kaupa aftur efni eða forrit sem þú hafðir greitt fyrir áður á fyrra landsvæði. Okkur ber engin skylda til að útvega annað niðurhal eða útgáfu af nokkru efni eða forritum sem keypt hafa verið, nema að því marki sem þar að lútandi lög útheimta.

11. Uppfærslur. Ef við á leitar Microsoft sjálfkrafa að uppfærslum og setur þær upp í forritunum þínum, jafnvel þótt þú sért ekki innskráð(ur) í verslunina. Þú getur breytt stillingunum ef þú kýst að fá ekki sjálfkrafa uppfærslur á forritum úr versluninni. Tiltekin Office Store forrit sem eru að hluta til eða í heild hýst á netinu getur framleiðandi forritsins uppfært hvenær sem er án þess að þurfa til þess leyfi þitt. Önnur forrit eru ef til vill ekki aðgengileg fyrr en þú samþykkir uppfærslu.

12. Hugbúnaðarleyfi og notkunarréttindi. Hugbúnaður og annað stafrænt efni sem býðst í versluninni er ekki til sölu, heldur færðu leyfi, til afnota. Forrit sem eru sótt beint úr versluninni lúta stöðluðu forritaleyfisskilmálunum („SALT“) sem finna má á [https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=838610&clcid=0x040f], nema aðrir leyfisskilmálar fylgi forritinu (forrit sem sótt eru úr Office Store lúta ekki SALT og þeim fylgja sérstakir leyfisskilmálar). Hugbúnaðarleyfi sem keypt eru í Microsoft-búðum lúta leyfissamningnum sem fylgir hugbúnaðinum og þér er skylt að samþykkja leyfissamninginn þegar þú kaupir, sækir og/eða setur upp hugbúnaðinn. Auk þess lýtur hugbúnaður og annað stafrænt efni í versluninni notkunarreglunum sem finna má á http://go.microsoft.com/fwlink/p/?LinkId=723143. Öll fjölföldun eða dreifing á hugbúnaði eða vörum sem ekki er í samræmi við viðkomandi leyfisskilmála, notkunarreglur og þar að lútandi lög er með öllu óheimil og getur leitt til þungra viðurlaga í einka- og sakamálarétti. Afbrotamenn eiga á hættu að verða sóttir til saka og þyngstu refsingar krafist.

HAFÐU SAMBAND VIÐ MICROSOFT-BÚÐINA (EINS OG LÝST ER Í EFTIRFARANDI KAFLA UM TILKYNNINGAR OG SAMSKIPTI) EF ÞÚ VILT FÁ ÓKEYPIS EINTAK AF LEYFISSAMNINGI FYRIR HUGBÚNAÐ Í UMBÚÐUM ÁÐUR EN ÞÚ OPNAR UMBÚÐIR UTAN UM HUGBÚNAÐ.

ÖNNUR ÁKVÆÐI OG SKILMÁLAR. Auk hugbúnaðar og annarra vara sem hægt er að hala niður kunna aðrar vörur og þjónusta í versluninni að bjóðast þér með sérstökum leyfisskilmálum fyrir notendur, notendaskilmálum, þjónustuskilmálum eða öðrum ákvæðum og skilmálum. Ef þú kaupir, sækir eða notar þessar vörur þarftu ef til vill að samþykkja þessa skilmála til þess að geta keypt, sótt, notað eða sett þær upp.

ÞÉR TIL HÆGÐARAUKA GETUR MICROSOFT BOÐIÐ UPP Á, SEM HLUTA AF VERSLUNINNI EÐA ÞJÓNUSTU EÐA HUGBÚNAÐI EÐA VÖRUM, VERKFÆRI OG ÚRRÆÐI TIL NOTKUNAR OG/EÐA NIÐURHALS SEM EKKI TILHEYRA VÖRUNNI EÐA ÞJÓNUSTUNNI SEM SELD ER. MICROSOFT TRYGGIR Á ENGAN HÁTT NÁKVÆMNI NIÐURSTAÐNA EÐA AFKÖST SEM FÁST MEÐ SLÍKRI NOTKUN Á NEINUM SLÍKUM VERKFÆRUM EÐA ÚRRÆÐUM UMFRAM ÞAÐ SEM TILTEKIÐ ER Í KAFLANUM UM ÁBYRGÐ Á VÖRUM.

Vinsamlegast virtu hugverkaréttindi annarra þegar þú notar verkfærin og úrræðin sem bjóðast í versluninni, hugbúnaði eða vörum.

13. Kóðar fyrir niðurhal á hugbúnaði og efni. Tiltekinn hugbúnaður og efni er afhent með því að senda niðurhalstengil á Microsoft-reikninginn sem tengist kaupunum. Að undanskildu því sem fram kemur í næstu efnisgrein geymum við yfirleitt niðurhalstengilinn og viðkomandi stafrænan lykil fyrir kaupin á Microsoft-reikningnum í 3 ár frá kaupdegi, en skuldbindum okkur þó ekki til að geyma þá í nokkurn tiltekinn tíma. Aðrir skilmálar og geymsluréttindi, sem þú getur skoðað og samþykkt þegar þú kaupir áskrift, kunna að eiga við um áskriftarvörur sem afhendar eru með niðurhalstengli.

Þú samþykkir að við getum hvenær sem er afturkallað eða breytt áætlun okkar um geymslu á stafrænum lyklum. Þú samþykkir jafnframt að við getum hætt að styðja við geymslu á lyklum fyrir eina eða fleiri vörur hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er, til dæmis þegar stuðningi við vöru lýkur, og þú munt þá ekki lengur hafa aðgang að niðurhalstenglinum eða stafræna lyklinum. Ef við afturköllum eða breytum áætluninni þannig að þú hefur ekki lengur aðgang að niðurhalstenglinum eða stafræna lyklinum eða lyklunum á reikningnum þínum höfum við samband við þig með minnst 90 daga fyrirvara í gegnum samskiptaupplýsingarnar fyrir viðkomandi Microsoft-reikning.

14. Verðlagning. Ef það er Microsoft-búð í þínu landi eða landsvæði kann verðið, vöruúrvalið og tilboðin þar að vera öðruvísi en í versluninni á netinu. Microsoft tryggir ekki að verð, vara eða tilboð á netinu verði jafnframt tiltækt eða gilt í Microsoft-búð og öfugt.

Ekki er nein verðtrygging í boði í versluninni. Við munum ekki lækka verð til samræmis við auglýst verð annarra seljenda á sömu vörum.

Við kunnum að bjóða upp á forpöntun á sumum vörum áður en þær verða tiltækar. Frekari upplýsingar um forpöntunarstefnu okkar má finna á forpöntunarsíðunni https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=834935&clcid=0x040f.

Nema annað sé tekið fram er verðið sem sýnt er í versluninni að meðtöldum þeim sköttum og gjöldum („skattar“) sem kunna að eiga við um kaupin. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verðinu sem sýnt er í versluninni. Skattar og sendingar- kostnaður (eins og við á) bætist við kaupupphæðina og er birtur á yfirlitssíðunni áður en pöntunin er staðfest. Þú berð alla ábyrgð á því að greiða slíka skatta og kostnað.

Allt eftir því hvar þú ert geta sumar færslur krafist gjaldeyrisskiptingar eða verið unnar í öðru landi. Bankinn gæti krafist aukalegrar greiðslu af þér fyrir þessa þjónustu þegar þú notar kredit- eða debitkort. Vinsamlegast hafðu samband við bankann varðandi frekari upplýsingar.

15. Sjálfvirk endurnýjun valin. Að því gefnu að sjálfvirkar endurnýjanir séu heimilaðar í landi þínu, svæði, héraði eða ríki geturðu valið að láta vörur eða þjónustu endurnýjast sjálfkrafa við lok fasts þjónustutímabils. Við látum þig vita með tölvupósti áður en vara eða þjónusta er endurnýjuð. Þegar við höfum minnt þig á að þú hafir kosið að láta vöru eða þjónustu endurnýjast sjálfkrafa getum við endurnýjað vöruna eða þjónustuna sjálfkrafa við lok núverandi þjónustutímabils og innheimt af þér það verð sem þá er í gildi fyrir endurnýjað tímabil, nema þú hafir valið að segja vörunni eða þjónustunni upp eins og lýst er hér fyrir neðan. Við minnum þig einnig á að við munum gjaldfæra endurnýjun í samræmi við valinn greiðslumáta, hvort sem hann var á skrá á endurnýjunardeginum eða látinn í té síðar. Við leiðbeinum þér einnig um hvernig hægt er að segja upp vörunum eða þjónustunni. Þú verður að segja upp fyrir endurnýjunardaginn svo ekki verði innheimt fyrir endurnýjunina.

16. Skilastefna. Þessi skilastefna er til viðbótar við allar lagalegar tryggingar eða önnur lögbundin skilaréttindi sem þú kannt að njóta lögum samkvæmt (sjá eftirfarandi kafla um ábyrgð á vörum). Að uppfylltum skilaviðmiðum okkar getur þú hætt við kaupsamning og farið fram á endurgreiðslu, án frekari skýringa, innan þrjátíu (30) almanaksdaga eftir að hafa keypt gjaldgenga vöru. Skilafresturinn rennur út þrjátíu (30) almanaksdögum eftir afhendingu.

Ef þar að lútandi lög í landi þínu eða landsvæði veitir þér lengri skilafrest mun það tímabil gilda.

Til þess að nýta skilaréttinn þarftu að tilkynna okkur um ákvörðun þína áður en skilafresturinn rennur út. Hafðu samband við sölu- og þjónustudeildina https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=824761&clcid=0x040f til að tilkynna okkur um ákvörðun þína og hefja skilaferlið. Einnig er hægt að nota þetta skilaeyðublað https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=838588&clcid=0x040f, en það er ekki skylda.

Ef þú nýtir þér skilarétt þinn endurgreiðum við upphæðina sem þú greiddir fyrir vörurnar og afhendingu þeirra til þín (utan aukakostnaðar vegna vals á afhendingu annarrar en ódýrustu, stöðluðu afhendingarinnar sem við bjóðum). Endurgreiðslan þarf almennt að vera í samræmi við upphaflegan greiðslumáta. Þú þarft að skila viðkomandi vörum til okkar tafarlaust (eigi síðar en 14 dögum frá því að þú lagðir fram skilabeiðnina) og á eigin kostnað.

Að því marki sem lög leyfi skal eftirfarandi vera skilyrði fyrir skilum. Ávallt skal sýna viðeigandi aðgát þegar vörum er skilað (þær mega til dæmis ekki vera slitnar eða skemmdar og þurfa vera í þannig ástandi við getum endurselt þær). Hugbúnaði og leikjum í umbúðum þarf að skila með órofnu innsigli.

Við kunnum að framlengja skilafrest um hátíðir eða við önnur tilefni. Sé lengri frestur fyrir tiltekna vöru auglýstur í versluninni gildir auglýsti fresturinn.

Upphafleg sölu- eða gjafakvittun, upphafleg fylgiskjöl, leiðbeiningar, skráning, vara- og íhlutir (þ.m.t. snúrur, fjarstýringar og fylgihlutir) og umbúðir frá framleiðanda skulu fylgja öllum skilum. Að því marki sem þar að lútandi lög heimila getur skortur á slíkum hlutum tafið eða komið í veg fyrir endurgreiðslu eða skipti, séu skilaviðmið okkar ekki uppfyllt.

Sumum hlutum er ekki hægt að skila. Nema annað komi fram í tilteknu vörutilboði eru öll kaup á slíkum vörum endanleg og óendurkræf og þú hefur ekki rétt á að hætta við kaup á þessum vörum:

stafræn forrit, leikir, efni og áskriftir í forritum, tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþættir og tengt efni;

þjónustu/áskriftarkort (t.d. Skype, Xbox Live, Groove Music Pass);

stafræn gjafakort sem búið er að innleysa;

vörur sem hafa verið sérsniðnar eða sérútbúnar; og

þjónusta sem hefur verið innt af hendi eða notuð.

Nákvæmar upplýsingar um hvernig má skila gjaldgengum vörum má finna á síðunni um skil og endurgreiðslu https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=723276&clcid=0x040f.

17. Greiðslur til þín. Ef við skuldum þér greiðslu samþykkir þú að veita okkur tímanlegar og nákvæmar upplýsingar svo við getum komið greiðslunni til þín. Fyrir utan greiðslu eða greiðslur í samræmi við áðurnefnda skilastefnu ert þú ábyrg(ur) fyrir öllum hugsanlegum sköttum og kostnaði vegna greiðslunnar til þín. Enn fremur þarftu að lúta öllum öðrum skilyrðum okkar varðandi rétt þinn til nokkurrar greiðslu. Ef þú móttekur greiðslu fyrir mistök kunnum við að afturkalla greiðsluna eða fara fram á endurgreiðslu. Þú samþykkir að aðstoða okkur við það. Við munum ef til vill einnig lækka greiðslu til þín án fyrirvara til þess að leiðrétta fyrri ofgreiðslu.

18. Gjafakort. Gjafakort sem keypt eru í Microsoft-búð lúta gjafakortasamningnum sem finna má á

http://www.microsoftstore.com/store/msusa/html/pbPage.Help_Retail_Stores#GiftCards.

Innleysing og notkun á öðrum Microsoft-gjafakortum lúta ákvæðum og skilmálum Microsoft um gjafakort (https://commerce.microsoft.com/PaymentHub/Help/Show/toc_link_no_62).

19. Notendaaðstoð. Samskiptaupplýsingar um þjónustubeiðnir viðskiptavina má finna á sölu- og þjónustusíðunni í versluninni. Ef þú býrð í Evrópu og getur ekki leyst vandamálið í gegnum notendaaðstoð okkar geturðu vísað málinu til ágreiningslausnarvettvangs ESB á netinu á https://webgate.ec.europa.eu/odr/main/index.cfm?event=main.home.show&lng=EN. Microsoft-netfangið sem þú hefur með sem hluta af sendingunni er MSODR@microsoft.com. Athugaðu að þetta netfang er eingöngu ætlað fyrir ágreiningslausnavettvang ESB og er ekki samskiptaleið fyrir almenna aðstoð og spurningar.

20. Endurvinnsla. Sjá kaflann Endurvinnsla https://www.microsoft.com/is-is/store/b/recycling til að fá upplýsingar um stefnu Microsoft varðandi förgun á úrgangi og raftækjum (WEEE) þar sem þú býrð.

ALMENNIR SKILMÁLAR

21. Breytingar á skilmálum. Microsoft kann að breyta söluskilmálunum hvenær sem er og án þess að tilkynna þér um það. Söluskilmálarnir sem gilda þegar þú leggur inn pöntunina (eða, í tilfelli ókeypis forrita og leikja, þegar þú reynir að setja upp forritið eða leikinn) eiga við um viðskiptin og gegna hlutverki viðskiptasamnings á milli okkar. Þegar næstu viðskipti fara fram kann Microsoft að hafa breytt söluskilmálunum án þess að tilkynna þér um það. Við biðjum þig um að fara yfir söluskilmálana í hvert sinn sem þú notar verslunina. Við mælum með því að þú vistir eða prentir út eintak af söluskilmálunum til að skoða næst þegar þú kaupir eða færð þér eitthvað.

22. Heimil notkun; Aldurstakmörk. Þú samþykkir að þú hafir heimild til að panta og framkvæma allar aðrar löglegar aðgerðir sem krafist er samkvæmt þessum söluskilmálum. Aldurstakmörk kunna að eiga við um notkun þína á versluninni, þ.m.t. kaup.

23. Persónuvernd og verndun persónuupplýsinga. Okkur er annt um öryggi persónuupplýsinga þinna. Við notum tilteknar upplýsingar sem við söfnum frá þér til þess að starfrækja og bjóða upp á verslunina. Lestu yfirlýsingu Microsoft um persónuvernd https://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=521839 því þar kemur fram hvernig gögnum við söfnum frá þér og tækjum þínum („gögn“) og hvernig við notum gögn frá þér. Yfirlýsingin um persónuvernd lýsir því einnig hvernig Microsoft notar samskipti þín við aðra: færslur eða ummæli sem þú sendir Microsoft í gegnum verslunina; og skrár, myndir, skjöl, hljóðskrár, stafrænt efni og myndskeið sem þú sendir, geymir eða deilir í gegnum verslunina („efnið þitt“).

24. Birting á vörum og litum. Microsoft reynir að birta liti á vörum og myndir með nákvæmum hætti en við getum ekki ábyrgst að liturinn sem þú sérð á skjá tækis eða tölvu sé nákvæmlega eins og liturinn á vörunni.

25. Villurí framsetningu í verslun. Við reynum eftir fremsta megni að birta nákvæmar upplýsingar, uppfæra verslunina reglulega, og leiðrétta villur um leið og þeirra verður vart. Efni í versluninni getur þó alltaf verið rangt eða úrelt. Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á versluninni hvenær sem er, meðal annars á vöruverði, tæknilýsingum, tilboðum og tiltækileika.

26. Afturköllun á notkun eða aðgangi. Microsoft getur hvenær sem er lokað reikningi þínum eða hindrað notkun á versluninni af hvaða gildu ástæðu sem er, meðal annars og án takmarkana vegna brota á þessum söluskilmálum eða reglum verslunarinnar eða vegna þess að Microsoft starfrækir ekki lengur verslunina. Með því að nota verslunina samþykkir þú að vera ábyrg(ur) (í samræmi við þessa skilmála) fyrir öllum pöntunum eða kostnaði sem þú stofnar til áður en til slíkrar riftunar kemur. Microsoft kann að breyta, hætta rekstri eða loka, með einhverjum öðrum hætti, versluninni hvenær sem er, af hvaða ástæðu sem er og án þess að tilkynna þér um það fyrirfram. Hafi slíkar breytingar, rekstrarstöðvun eða lokun áhrif á notkun þína á þjónustunni eða vöru, eða trufli pöntun þína með einhverjum öðrum hætti, skal hafa samband við sölu- og þjónustudeildina.

27. Ábyrgð á vörum. Mörgum vörum sem fást í versluninni (m.a. tilteknum Microsoft-vörum og tilteknum vörum þriðju aðila) fylgir ábyrgð frá framleiðanda. Í ábyrgð frá framleiðanda sem fylgir viðkomandi vörum má finna upplýsingar um hvernig skuli leysa úr vandamálum sem téðar ábyrgðir taka til. Fyrir sumar vörur er hægt að kaupa framlengda þjónustuáætlun gegn aukalegu gjaldi. Frekari upplýsingar má fá í hverri áætlun fyrir sig.

Auk þess kunna réttindi og ábyrgðir sem ekki er hægt að afsala lögum samkvæmt, svo sem lögbundin neytendavernd varðandi gallaðar, skemmdar eða misvísandi vörur, stafrænt efni eða þjónustu, að fylgja vörum sem seldar eru eða bjóðast í versluninni. Allar vöruábyrgðir sem framleiðendur, þjónustuveitendur eða framleiðendur bjóða eru utan þessara lögbundnu neytendaréttinda. Lestu meira um vöruábyrgðir og lögbundin réttindi https://www.microsoft.com/is-is/store/b/aboutwarranties.

MICROSOFT OG BIRGJAR, DREIFENDUR, ENDURSELJENDUR OG EFNISVEITENDUR ÞESS VEITA ENGA FREKARI ÁBYRGÐ, TRYGGINGAR EÐA SKILYRÐI, SVO SEM VEGNA SÖLUHÆFNI, VIÐUNANDI GÆÐA, AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN, EIGNARHALDI OG HELGI EIGNARRÉTTAR SAMKVÆMT ÞESSUM SÖLUSKILMÁLUM.

MICROSOFT ÁBYRGIST EKKI NÁKVÆMNI EÐA TÍMABÆRNI UPPLÝSINGA SEM GEFNAR ERU Í VERSLUNINNI EÐA ÞJÓNUSTU. ÞÚ VIÐURKENNIR AÐ TÖLVU- OG FJARSKIPTAKERFI SÉU EKKI GALLALAUS OG AÐ ÞAU GETI STUNDUM LEGIÐ NIÐRI. MICROSOFT ÁBYRGIST EKKI AÐ AÐGANGUR AÐ VERSLUNINNI EÐA ÞJÓNUSTU SÉ ÓTRUFLAÐUR, TÍMABÆR, ÖRUGGUR EÐA VILLULAUS, NÉ AÐ EFNI TAPIST EKKI.

28. Takmörkun bótaábyrgðar. Ekkert í þessari takmörkun bótaábyrgðar útilokar eða takmarkar lögbundna neytendavernd sem þú nýtur þar sem þú býrð eða nokkra aðra bótaábyrgð sem ekki er hægt að útiloka lögum samkvæmt. Sama skal gilda um ábyrgð Microsoft, staðgengla þess og/eða lagalegra fulltrúa komi til svika eða vanrækslu sem leiðir til líkamsskaða eða dauða.

a. Microsoft, staðgenglar þess og/eða lagalegir fulltrúar eru ekki bótaskyldir vegna nokkurs óbeins skaða, þ.m.t. fjárhagsskaða svo sem hagnaðartaps, nema Microsoft, staðgenglar þess og/eða lagalegir fulltrúar hafi að minnsta kosti sýnt af sér gáleysi eða vísvitandi misferli.

b. Microsoft ber ekki ábyrgð á framlagi þínu, innihaldi eða efni eða aðgerða af hálfu notenda. Slíkt efni og aðgerðir eru hvorki á vegum Microsoft né lýsandi fyrir skoðun Microsoft.

c. Mikið af þeim forritum, þjónustu og öðru stafrænu efni sem býðst í versluninni er á vegum annarra aðila en Microsoft („efni frá þriðju aðilum“). Að undanskildri þeirri lögbundinni neytendavernd sem þú nýtur í landi þínu eða landsvæði ber Microsoft ekki ábyrgð á efni frá þriðju aðilum eða kröfum þar að lútandi. Sjá kaflann um ábyrgð á vörum hér fyrir ofan.

d. Microsoft er ekki ábyrgt eða bótaskylt vegna nokkurs misbrests eða tafa á því að uppfylla skyldur þess samkvæmt skilmálum þessum að því marki sem misbresturinn eða töfin er vegna kringumstæðna sem ekki eru á valdi Microsoft (svo sem vinnudeilna, óviðráðanlegra atvika, stríðs eða hryðjuverka, skemmdarverka, slysa eða framfylgdar laga eða opinberra tilskipana). Microsoft mun leggja sig fram við að lágmarka áhrif slíkra atburða og gegna þeim skyldum sem þeir hafa ekki áhrif á.

29. Framsal. Við kunnum að framselja, flytja eða afsala með öðrum hætti réttindum okkar og skyldum samkvæmt þessum söluskilmálum, í heild eða að hluta, hvenær sem er og án þess að tilkynna þér um það. Þér er óheimilt að framselja eða flytja nokkur réttindi samkvæmt þessum söluskilmálum.

30. Lagaval og staður þar sem leyst skal úr ágreiningi. Ef þú býrð í (eða, ef þú ert fyrirtæki, höfuðstöðvar þínar eru í) Evrópu gilda lög Washington-ríkis í Bandaríkjunum um allar kröfur varðandi gjaldfrjálsa þjónustu og það sem býðst gjaldfrjálst í versluninni, án þess að það hafi áhrif á þau lögbundnu ákvæði sem gilda í landinu þar sem þú hefur fasta búsetu. Allar kröfur er varða kaup í versluninni og þjónustu sem greitt er fyrir lúta lögum landsins þar sem þú hefur fasta búsetu. Hvað varðar lögsögu samþykkið þið Microsoft að velja dómstóla í því landi þar sem þú hefur fasta búsetu vegna alls ágreinings vegna, eða sem varðar, söluskilmála þessa. Að öðrum kosti má fara fyrir viðkomandi dómstóla í Washington í Bandaríkjunum.

31. Tilkynningar.

a. Tilkynningar og ferli við kröfugerð vegna brota á höfundarrétti. Microsoft virðir hugverkarétt þriðju aðila. Viljir þú tilkynna um brot á hugverkarétti, þ.m.t. brot á höfundarrétti, skaltu styðjast við verklagsferlið um tilkynningar á brotum (https://www.microsoft.com/info/cpyrtInfrg.aspx). ÖLLUM FYRIRSPURNUM SEM EKKI EIGA VIÐ UM ÞETTA FERLI VERÐUR EKKI SVARAÐ. Microsoft notar ferlið sem tiltekið er í 17. bálki, grein 512 í bandarískum lögum til að bregðast við tilkynningum um brot á höfundarréttiEf þurfa þykir kann Microsoft einnig að loka eða eyða reikningum notenda Microsoft-þjónustunnar sem eru grunaðir um að hafa brotið ítrekað af sér.

b. Yfirlýsingar um höfundarrétt og vörumerki. Allt efni í versluninni og þjónustu er Copyright © 2016 Microsoft Corporation og/eða birgja og þjónustuveita þriðju aðila, One Microsoft Way, Redmond, WA 98052, Bandaríkjunum. Allur réttur áskilinn. Við eða birgjar okkar og aðrar þjónustuveitur þriðju aðila erum eigendur heitis, höfundarréttar og annarra hugverkaréttinda í versluninni, þjónustu og efni. Microsoft og heiti, merki og tákn allra vara og þjónustu Microsoft kunna að vera annaðhvort vörumerki eða skráð vörumerki Microsoft í Bandaríkjunum, Kanada og/eða öðrum löndum.

Lista yfir vörumerki Microsoft má finna á: https://www.microsoft.com/trademarks. Heiti á fyrirtækjum og vörum kunna að vera vörumerki viðkomandi eigenda. Allur réttur sem ekki er veittur í orði kveðnu í þessum söluskilmálum er áskilinn.

32. Öryggisviðvörun. Til að forðast hættu á skaða, óþægindum eða álagi á augu er mælt með því að taka öðru hverju hlé á notkun leikja eða annarra forrita, einkum ef þú finnur fyrir óþægindum eða þreytu vegna notkunar. Ef þú finnur fyrir óþægindum skaltu taka þér hlé. Óþægindi geta falist í ógleði, hreyfiveiki, svima, ráðvillu, höfuðverk, þreytu, augnþreytu eða augnþurrki. Notkun forrita getur dregið athygli þína frá því sem gerist í kringum þig. Gættu þín á hlutum sem þú getur hrasað um, stigum, lágum loftum og brothættum eða verðmætum hlutum sem geta skemmst. Lítill hluti fólks kann að fá flogakast af völdum sjónræns áreitis, svo sem blikkandi ljósa eða munsturs, sem kann að birtast í forritum. Jafnvel fólk sem aldrei hefur fengið flogaköst getur verið með ógreindan sjúkdóm sem veldur slíkum köstum. Á meðal hugsanlegra einkenna eru svimi, sjóntruflanir, kippir, rykkir eða titringur í útlimum, áttamissir, ruglingur, meðvitundarleysi og krampar. Þú skalt leita læknisaðstoðar tafarlaust ef þú finnur fyrir einhverjum þessara einkenna og ráðfæra þig við lækni áður en þú notar forritin hafir þú einhvern tíma fundið fyrir flogaeinkennum. Foreldrar skulu fylgjast með notkun barna sinna ef einkenna skyldi verða vart.