Þín persónuvernd
1. Persónuvernd. Okkur er annt um öryggi persónuupplýsinga þinna. Lesið Microsoft persónuverndarstefnuna (https://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=521839) ( „persónuverndarstefnan“) því þar er lýst hvers konar dögnum við söfnum frá þér og þínum tækjum („gögnׂ), hvernig við notum gögnin þín og á hvaða lagagrunni við verðum að vinna úr þínum gögnum. Persónuverndarstefnan lýsir einnig hvenrig Microsoft notar þitt efni, sem er samskipti þín við aðra, efni sem þú sendir til birtingar til Microsoft með þjónustunni; og skrárnar, ljósmyndirnar, skjölin, hljóðið, stafrænu verkin, beinu streymin og myndskeiðin sem þú sendir, vistar, sendir út, býrð til, skapar eða deilir í gegnum þjónustuna, eða ílag sem þú sendir til að búa til efni („þitt efni“).
Efnið þitt
2. Efnið þitt. Í þjónustu okkar getur þú búið til, vistað eða deilt þínu efni eða fengið efni frá öðrum. Við gerum ekki tilkall til eignarréttar yfir efninu þínu. Þitt efni er ávallt þitt og þú berð ábyrgð á því.
- a. Þegar þú deilir þínu efni með öðrum skaltu vera meðvituð/meðvitaður um að þau kunna að geta notað, vistað, skráð, endurgert, sent út, sent, deilt og birt þitt efni um allan heim í þeim tilgangi sem þú veittir aðgang að þínu efni í þjónustunni, án endurgjalds til þín. Ef þú vilt ekki að öðrum sé þetta kleift skaltu ekki nota þjónustuna til að deila efninu þínu. Þú staðfestir og ábyrgist að á meðan skilmálarnir eru í gildi hafir þú (og munir hafa) öll nauðsynleg réttindi fyrir því efni sem þú sendir, vistar eða deilir í þjónustunni eða í gegnum hana og að söfnun, notkun og varðveisla á efninu þínu í þjónustunni brjóti ekki gegn neinum lögum eða réttindum annarra. Við mælum eindregið með því að þú takir reglulega öryggisafrit af efninu þínu. Microsoft getur ekki tekið ábyrgð á efninu þínu eða efni sem aðrir senda, geyma eða deila í þjónustunni okkar.
- b. Þú veitir Microsoft alþjóðlegan og gjaldfrjálsan hugverkarétt til að nota efnið þitt, t.d. með því að afrita það, geyma, senda út, endursníða, dreifa því um samskiptakerfi og birta það í þjónustunni. Þetta er gert að því marki sem nauðsynlegt er til að veita þér og öðrum þjónustuna (sem kann að fela í sér breytingar á stærð, lögun og sniði þíns efnis svo hægara sé að vista og birta þér það), til þess að vernda þig og þjónustuna og til að bæta vörur og þjónustu Microsoft. Ef þú birtir efnið þitt í þeim hlutum þjónustunnar þar sem það birtist opinberlega á netinu eða án takmarkana kann efnið þitt að birtast í kynningum eða auglýsingaefni fyrir þjónustuna. Hluti þjónustunnar er kostaður af auglýsendum. Reglur um hvernig Microsoft sérsníðir auglýsingaefni eru aðgengilegar á https://choice.live.com. Við notum ekki það sem þú segir í tölvupósti, spjalli, myndsímtölum eða talhólfsskilaboðum né skjöl, myndir eða aðrar persónulegar skrár til að beina auglýsingum að þér. Í yfirlýsingunni um persónuvernd er auglýsingastefna okkar tilgreind nákvæmlega.
- c. Microsoft gerir þér kleift að fá aðgang að gögnum þínum sem hægt er að flytja út í gegnum persónuverndaryfirlit Microsoft (https://account.microsoft.com/privacy) eða notendaviðmót vörunnar þegar hún hefur verið sannvottuð með Microsoft-reikningnum þínum. Hægt er að nota þessi gögn sem hægt er að flytja út til að skipta yfir í þjónustu þriðja aðila. Microsoft áskilur sér rétt til að takmarka útflutning gagna sem kunna að stofna öryggi þjónustunnar eða hugverkarétti Microsoft í hættu. Ef þú getur ekki flutt út gögnin þín með þessum aðferðum skaltu hafa samband við Microsoft á heimilisfangið í hlutanum Hvernig á að hafa samband við okkur (https://privacy.microsoft.com/privacystatement#mainhowtocontactusmodule) eða með því að nota vefeyðublaðið okkar (https://go.microsoft.com/fwlink/?linkid=2126612).
Siðareglur
3. Siðareglur. Þú berð ábyrgð á framkomu þinni og efni þegar þú notar þjónustuna.
- a. Efni eða athæfi sem brýtur gegn þessum skilmálum er óheimilt. Með því að samþykkja þessa skilmála samþykkir þú að þegar þú notar þjónustuna, þar á meðal gervigreindarþjónustu sem tekur ákvarðanir, eða grípur til aðgerða, sjálfstætt eða með mismikilli mannlegri íhlutun, ber þér skylda til að fylgja þessum reglum:
- i. Ekki gera neitt ólöglegt, eða reyna að búa til eða deila efni sem er ólöglegt.
- ii. Ekki gera neitt til að misnota, skaða eða ógna börnum.
- iii. Ekki senda ruslpóst, taka þátt í vefveiðum eða reyna að búa til eða dreifa spilliforritum. Ruslpóstur er óvelkominn eða óumbeðinn tölvupóstur, birtingar, tengiliðabeiðnir, SMS eða spjallskilaboð eða álíka rafræn samskipti. Vefveiðar er sending tölvupósta eða annarra rafrænna samskipta í þeim tilgangi að fá viðtakendur á sviksamlegan eða ólöglegan hátt til að gefa upp persónulegar eða viðkvæmar upplýsingar, eins og aðgangsorð, fæðingardag, trygginganúmer, vegabréfsnúmer, kreditkortaupplýsingar, fjárhagslegar upplýsingar eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, eða til að fá aðgang að reikningum eða skrám, gagnataka skjala eða annarra viðkvæmra upplýsinga, gegn greiðslu og/eða í öðrum fjárhagslegum tilgangi. Til spilliforrita telst sérhver starfsemi sem ætlað er að valda tæknilegum spjöllum, eins og að senda keyranlegar spilliskrár, skipuleggja árásir þar sem þjónusta er takmörkuð eða stýra skipana- eða stýriþjónum.
- iv. Ekki birta opinberlega eða nota þjónustuna til að búa til eða deila neinu óviðeigandi efni eða öðru efni (sem felur t.d. í sér nekt, dýraníð, klám, móðgandi orðbragð, gróft ofbeldi, sjálfsskaða eða glæpsamlegt athæfi).
- v. Ekki stunda sviksamlegt eða misvísandi athæfi (t.d. reyna að biðja um fjárframlög á fölskum forsendum, villa á þér heimildir, búa til falska reikninga, gera falska virkni sjálfvirka, búa til eða breyta efni sem er ætlað að blekkja aðra, breyta þjónustunni til að hækka fjölda spilana eða hafa áhrif á stöðu, einkunnir eða ummæli).
- vi. Ekki fara viljandi á svig við neinar takmarkanir á aðgangi að, notkun á eða framboði þjónustunnar (t.d. reyna að eiga við gervigreindarkerfi eða óheimila vefsöfnun).
- vii. Ekki stunda athæfi sem er skaðlegt þér, þjónustunni eða öðrum (t.d. senda vírusa, taka þátt í einelti, reyna að búa til eða deila efni sem áreitir, leggur einhvern í einelti eða ógnar einhverjum, birta efni sem tengist hryðjuverkastarfsemi, birta hatursáróður eða hvetja til ofbeldis gagnvart öðrum).
- viii. Ekki brjóta gegn eða ganga á réttindi annarra (t.d. með óleyfilegri deilingu höfundarréttarvarinnar tónlistar eða annars höfundarréttarvarins efnis, endursölu eða annars konar dreifingu Bing-korta, ljósmyndun eða mynd-/hljóðupptökum af öðrum án þeirra samþykkis til að vinna úr lífkennum einstaklinga eða í öðrum tilgangi með því að nota þjónustuna).
- ix. Ekki gera neitt sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annarra.
- x. Ekki hjálpa öðrum að brjóta þessar reglur.
- Nánari upplýsingar um stefnur okkar, ferli við málamiðlun og framfylgni, og skilmála tiltekinnar þjónustu er að finna á aka.ms/trustandsafety.
Notkun á þjónustu og stuðningi
4. Notkun á þjónustu og stuðningi.
- a. Microsoft-reikningur. Þú þarft Microsoft-reikning til að fá aðgang að stórum hluta þjónustunnar. Með Microsoft-reikningnum getur þú skráð þig inn í vörur, á vefsvæði og þjónustu á vegum Microsoft og tiltekinna samstarfsaðila Microsoft.
- i. Reikningur stofnaður. Þú stofnar Microsoft-reikning með því að nýskrá þig á netinu. Þú samþykkir að gefa ekki upp neinar rangar, ónákvæmar eða villandi upplýsingar þegar þú stofnar Microsoft-reikning. Í sumum tilfellum kann þriðji aðili, svo sem netþjónustan þín, að hafa úthlutað þér Microsoft-reikningi. Hafir þú fengið Microsoft-reikning frá þriðja aðila kann sá aðili að hafa frekari réttindi hvað varðar reikninginn, t.d. aðgang að honum eða möguleika á að eyða honum. Við biðjum þig um að fara yfir alla viðbótarskilmála frá þriðja aðila, þar sem Microsoft ber enga ábyrgð á þessum viðbótarskilmálum. Ef þú stofnar Microsoft-reikning fyrir hönd aðila, t.d. vinnustaðar þíns eða vinnuveitanda, staðfestir þú að þú hafir lagalega heimild til að samþykkja skilmálana fyrir hönd viðkomandi aðila. Þú getur ekki framselt skilríki þín fyrir Microsoft-reikninginn til annars notanda eða lögaðila. Haltu reikningsupplýsingum og lykilorði leyndu til að verja reikninginn þinn. Þú berð ábyrgð á öllu því sem fram fer á Microsoft-reikningnum þínum.
- ii. Notkun á reikningi. Þú verður að nota Microsoft-reikninginn til að halda honum virkum. Það þýðir að þú verður að skrá þig inn a.m.k. einu sinni á tveggja ára fresti til að halda Microsoft-reikningnum og tengdri þjónustu (nema annað sé tilgreint) virkum, nema lengra tímabil sé tiltekið í reglum um virkni Microsoft-reiknings á https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=2086738 eða í tilboði um þjónustu sem greitt er fyrir eða ef þess krafist samkvæmt lögum. Ef þú skráir þig ekki inn á þessum tíma gerum við ráð fyrir því að Microsoft-reikningurinn sé óvirkur og lokum honum fyrir þig. Sjá kafla 4.a.iv.2 um afleiðingarnar af lokuðum Microsoft-reikningi. Þú verður að skrá þig inn á innhólfið á Outlook.com og OneDrive (hvort um sig) a.m.k. einu sinni á ári. Að öðrum kosti lokum við innhólfinu á Outlook.com og OneDrive fyrir þig. Ef við höfum ástæðu til að ætla að hætta sé á að þriðji aðili noti Microsoft-reikninginn þinn í sviksamlegum tilgangi (t.d. vegna öryggisrofs á reikningi) getur Microsoft lokað reikningnum þar til þú getur endurheimt eignarhald þitt á honum. Allt eftir eðli öryggisrofsins getur verið að við þurfum að loka fyrir aðgang að sumu eða öllu efninu þínu. Ef þú átt í vandræðum með að fá aðgang að Microsoft-reikningnum skaltu fara á vefsetrið: https://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=238656.
- iii. Börn og reikningar. Með því að stofna Microsoft-reikning eða nota þjónustuna, samþykkir þú og fellst á að vera bundin(n) af þessum skilmálum og staðfestir að þú sért annaðhvort lögráða þar sem þú býrð eða foreldrar þínir eða forráðamenn samþykki að vera bundnir af þessum skilmálum fyrir þína hönd. Sértu ekki viss um hvort þú sért lögráða þar sem þú býrð eða ef þú skilur ekki þennan kafla skaltu ekki stofna Microsoft-reikning fyrr en þú hefur leitað aðstoðar hjá foreldri eða forráðamanni. Ef þú ert foreldri eða forráðamaður barns undir lögaldri, samþykkja þú og barnið að vera bundin af þessum skilmálum og þú berð ábyrgð á notkun barnsins á Microsoft-reikningnum eða þjónustunni, þ. á m. því sem keypt er, hvort sem reikningur barnsins er þegar opinn eða verður stofnaður síðar.
- iv. Reikningi lokað.
- 1. Auk sérhvers réttar sem þú verður að falla frá eins og tilgreint er í kaflanum „Reglur um endurgreiðslu“ (kafli 9.g), getur þú fallið frá tiltekinni þjónustu eða lokað Microsoft-reikningnum hvenær sem er af hvaða ástæðu sem er. Til að loka Microsoft-reikningnum ferðu á https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=618278. Þegar þú biður okkur um að loka Microsoft-reikningnum getur þú valið að gera hann óvirkan í 30 eða 60 daga, ef þú skyldir skipta um skoðun. Eftir þetta 30 eða 60 daga tímabil er Microsoft-reikningnum þínum lokað. Sjá kafla 4.a.iv.2 hér fyrir neðan, þar sem útskýrt er hvað gerist þegar Microsoft-reikningnum er lokað. Með því að skrá þig aftur inn á þessu tímabili endurvirkjast Microsoft-reikningurinn.
- 2. Sé Microsoft-reikningi lokað (af þér eða okkur) gerist eftirfarandi. Í fyrsta lagi missirðu strax réttinn til að nota Microsoft-reikninginn til að fá aðgang að þjónustunni. Í öðru lagi eyðum við gögnum þínum eða efni sem tengist Microsoft-reikningnum eða aftengjum það með öðrum hætti frá þér og Microsoft-reikningnum (nema okkur beri lagaleg skylda til að varðveita það, skila því eða flytja það til þín eða þriðja aðila sem þú tilgreinir). Þú munt því ef til vill ekki lengur geta nálgast þjónustu (eða efnið sem þú vistaðir í slíkri þjónustu) þar sem Microsoft-reiknings er krafist. Þú ættir að taka öryggisafrit reglulega. Í þriðja lagi gætir þú misst aðgengi að vörum sem þú hefur eignast.
- b. Málamiðlun og framfylgni. Margt í þjónustu okkar gerir þér kleift að eiga samskipti við, skapa, búa til og deila efni með öðrum, nýtur góðs af öryggiskerfum okkar til að vernda þjónustu okkar og aðra notendur.
- i. Stefna. Í Siðareglum okkar kemur fram hvað er bannað við notkun þjónustu okkar. Reglur okkar um efni og siðareglur má finna hér (https://www.microsoft.com/DigitalSafety/policies). Sum þjónusta er með aðra stefnu til viðbótar og bandalagsstaðla sem gilda um notendur þeirra, sem eru tiltækar hér (https://aka.ms/trustandsafety).
- ii. Tilkynna áhyggjuefni. Tilkynna má varðandi efni eða hegðun sem kann að ganga gegn siðareglum okkar hér (https://aka.ms/reportconcerns).
- iii. Umsögn. Þar sem við á kunnum við að nota sjálfvirk kerfi og manneskjur til að fara yfir efni og finna ruslpóst, veirur, svik, vefveiðar, spilliforrit, flótta úr fangelsi sem grunur er um, eða annað ólöglegt eða skaðlegt efni eða hegðun.
- iv. Framfylgni. Við áskiljum okkur réttinn til að hafna efni, ef það er umfram mörk um vistun eða skrárstærð sem þjónustan leyfir. Við kunnum að hindra, fjarlægja eða hafna að birta efni ef það virðist ganga gegn siðareglum okkar eða annarri þjónustustefnu okkar eða þar sem þess er krafist að lögum. Ef þú brýtur þessa skilmála eða stefnur (https://aka.ms/trustandsafety), kunnum við að grípa til aðgerða gegn reikningi þínum. Þar á meðal kann að vera að takmarka aðgang að tilteknum eiginleikum eða þjónustu, hætta að veita þjónustu, loka Microsoft-reikningi þínum tafarlaust eða hindra afhendingu samskipta (t.d. tölvupóst, skráadeilingu eða spjallskilaboð) til eða frá þjónustu. Ef lokað er á aðgang þinn að þjónustu eða reikningi þínum kann það að leiða til sviftingar efnisleyfa, tengds efnis, aðilda og innistæðu á Microsoft-reikningi sem tengist reikningnum. Þegar meint brot á þessum skilmálum eru skoðuð áskilur Microsoft sér rétt til að fara yfir efni til að leysa málið. Við getum ekki fylgst með öllum þjónustunum og gerum enga tilraun til þess. Nánari upplýsingar um ferli okkar við málamiðlun og framfylgni (https://www.microsoft.com/DigitalSafety/moderation-and-enforcement), skilmála tiltekinnar þjónustu, viðbótarreglur og viðmiðunarreglur (https://www.microsoft.com/DigitalSafety/policies/additional-guidelines) og áfrýjanir (https://www.microsoft.com/DigitalSafety/moderation-and-enforcement/appeals), má finna á https://aka.ms/trustandsafety. Upplýsingar um stefnu okkar sem tengist kröfum vegna brota á höfundarétti er að finna undir TILKYNNINGAR.
- c. Reikningar fyrir vinnu eða nám. Þú getur skráð þig inn í ákveðnar Microsoft þjónustur með vinnu- eða skólanetfangi. Ef þú gerir það samþykkir þú að eiganda lénsins sem netfangið er tengt við kunni að vera tilkynnt um tilvist Microsoft-reikningsins þíns og tengdar áskriftir hans, að hann kunni að hafa eftirlit með og stjórna reikningnum þínum og megi opna og vinna með gögnin þín, þ.m.t. innihald samskipta þinna og skráa, og að Microsoft megi tilkynna eiganda lénsins um það ef reikningnum eða gögnunum er stofnað í hættu. Enn fremur samþykkir þú að notkun þín á þjónustunni geti lotið þeim samningum sem Microsoft hefur gert við þig eða fyrirtækið þitt og þessir skilmálar eiga ekki við um. Ef þú ert nú þegar með Microsoft-reikning og notar annað vinnu- eða skólanetfang til að fá aðgang að þjónustu sem þessir skilmálar tala til getur verið að þú fáir kvaðningu um að uppfæra netfangið sem tengt er við Microsoft-reikninginn þinn til að fá áfram aðgang að slíkri þjónustu.
- d. Annar búnaður/og gagnaáskrift. Þú þarft nettengingu og/eða gagna- eða farsímaáskrift til að nota stóran hluta þjónustunnar. Þú gætir einnig þurft aukabúnað, svo sem höfuðtól, myndavél eða hljóðnema. Þú ert ábyrg(ur) fyrir því að útvega allar tengingar, áskriftir og/eða búnað sem þarf til að nota þjónustuna og fyrir því að borga þau gjöld sem tengingarnar, áskriftirnar og búnaðurinn útheimtir. Þau gjöld bætast við þau gjöld sem þú greiðir okkur fyrir þjónustuna og við endurgreiðum þér ekki slík gjöld. Ráðfærðu þig við þjónustuveitu þína eða þjónustuveitur til að athuga hvort þú þurfir að greiða einhver slík gjöld.
- e. Þjónustutilkynningar. Þegar við þurfum að segja þér frá einhverju í tengslum við þjónustu sem þú notar sendum við þér þjónustutilkynningar og þær upplýsingar sem lög kveða á um. Hafir þú gefið okkur upp netfangið þitt eða símanúmerið í tengslum við Microsoft- reikninginn þinn getur verið að við sendum þér þjónustutilkynningar með tölvupósti eða SMS (textaskilaboðum), þar með talið til að auðkenna þig áður en þú skráir farsímanúmerið þitt og staðfestir kaupin þín. Við kunnum einnig að senda þér þjónustutilkynningar eftir öðrum leiðum (t.d. með skilaboðum í vöru). Gjöld fyrir gagnanotkun og skilaboð kunna að eiga við þegar tilkynningar eru sendar með SMS. Við mælum með því að þú fylgist með og viðhaldir netfanginu sem þú tiltókst. Ef þú samþykkir ekki að fá tilkynningar með rafrænum hætti þarftu að hætta notkun þjónustunnar.
- f. Stuðningur. Boðið er upp á stuðning fyrir suma þjónustu á https://support.microsoft.com og hann fellur undir þessa skilmála og tilteknar þjónustur kunna að bjóða upp á aðskilda eða aukalega notendaþjónustu, háð viðbótarskilmálunum. Ekki er víst að stuðningur sé í boði fyrir forskoðunar- eða tilraunaútgáfur af eiginleikum eða þjónustu. Ekki er víst að stuðningur sé í boði fyrir forskoðunar- eða tilraunaútgáfur af eiginleikum eða þjónustu. Framboð á stuðningi getur verið mismunandi eftir því á hvaða stigi stuðningstímans varan er og þú verður að hafa gjaldgengt og gilt leyfi fyrir þjónustunni/þjónustunum sem uppfyllir viðeigandi lágmarkskröfur um stuðningsgetu sem lýst er í Microsoft Lifecyle (https://learn.microsoft.com/lifecycle/).
- g. Þjónustu við þig hætt. Sé þjónustan afturkölluð (hvort sem er af þér eða okkur) missir þú í fyrsta lagi tafarlaust rétt þinn á að nota þjónustuna og leyfi þitt til að nota hugbúnað þjónustunnar fellur úr gildi. Í öðru lagi eyðum við gögnum þínum og efni sem tengist þinni þjónustu eða aftengjum það með öðrum hætti frá þér og Microsoft-reikningnum (nema okkur beri lagaleg skylda til að varðveita það, skila því eða flytja það til þín eða þriðja aðila sem þú tilgreinir). Þú munt því ef til vill ekki lengur geta nálgast neina þjónustu (eða efnið sem þú vistaðir í slíkri þjónustu). Þú ættir að taka öryggisafrit reglulega. Í þriðja lagi gætir þú misst aðgengi að vörum sem þú hefur eignast. Ef þú hefur afturkallað Microsoft-reikninginn þinn og hefur engan annan reikning sem veitir aðgengi að þjónustunni kann þjónustan þín að vera afturkölluð tafarlaust.
Notkun á forritum og þjónustu þriðju aðila
5. Notkun á forritum og þjónustu þriðju aðila. Þjónustan kann að gera þér kleift að fá aðgang að eða eignast vörur, þjónustu, vefsvæði, tengla, efni, leiki, þrautir, samþættingar, þjarka eða forrit frá sjálfstæðum þriðju aðilum (fyrirtækjum eða fólki sem er ekki Microsoft („Forrit og þjónusta þriðju aðila“). Margar af þjónustum okkar hjálpa þér einnig að finna, senda beiðnir til eða eiga samskipti við forrit og þjónustu þriðju aðila og geta leyft eða farið fram á að þú deilir efni þínu eða gögnum með slíkum forritum og þjónustu þriðja aðila, og þú skilur að með því að nota þjónustur okkar ertu að fara fram á að þær geri forrit og þjónustu þriðju aðila þér tiltæk. Forrit og þjónusta þriðju aðila geta leyft þér eða farið fram á að þú geymir efni þitt og gögn hjá útgefanda, veitanda eða rekstraraðila forrita og þjónustu þriðju aðila. Forrit og þjónusta þriðju aðila geta lagt fyrir þig persónuverndarstefnu eða krafist þess að þú samþykkir skilmála þeirra áður en þú getur sett upp eða notað forrit og þjónustu þriðju aðila. Sjá kafla 13.b um viðbótarskilmála forrita sem fengin eru í gegnum ákveðnar verslanir sem eru í eigu eða reknar af Microsoft eða tengdum fyrirtækjum (þar á meðal, en ekki eingöngu, Office Store, Microsoft Store í Xbox og Microsoft Store í Windows). Þú ættir að fara yfir skilmála og persónuverndarstefnur þriðju aðila áður en þú sækir, notar, ferð fram á eða tengir Microsoft-reikninginn þinn við nokkur forrit eða þjónustu þriðju aðila. Skilmálar þriðju aðila hafa engin áhrif á þessa skilmála. Microsoft veitir þér engin hugverkaleyfi í tengslum við nokkuð forrit eða þjónustu þriðja aðila. Þú samþykkir að taka á þig alla áhættu og ábyrgð vegna notkunar þinnar á þessum forritum og þjónustu þriðju aðila og að Microsoft beri ekki ábyrgð eða skaðabótaskyldu gagnvart þér eða öðrum vegna upplýsinga eða þjónustu sem veitt er af nokkrum forritum eða þjónustu þriðju aðila.
Tiltækileiki þjónustu
6. Tiltækileiki þjónustu.
- a. Þjónustan, forrit og þjónusta þriðju aðila eða efni sem veitt er í gegnum þjónustuna kann stundum að vera ótiltækt, boðið í takmörkuðu magni eða vera mismunandi eftir landsvæðum eða tækjum eða öðrum ytri þáttum eins og internet- eða nettengingu. Ef þú breytir staðsetningunni sem tengd er við Microsoft-reikninginn þinn getur verið að þú þurfir að sækja aftur vörur sem voru þér aðgengilegar og greitt var fyrir á þínu fyrra svæði.
- b. Við kappkostum að halda þjónustunni opinni og gangandi; hins vegar er ekki hægt að ábyrgjast gæðastig þjónustu og öll nettengd þjónusta verður fyrir einstaka truflunum og sambandsleysi. Ef þjónustan verður ótiltæk eða truflun verður á henni gætir þú misst aðgang að efninu þínu um hríð. Við mælum með að þú takir reglulega öryggisafrit af efninu þínu og gögnum sem þú geymir í þjónustunni eða geymir í forritum og þjónustu þriðju aðila.
Uppfærslur á þjónustunni eða hugbúnaði og breytingar á þessum skilmálum
7. Uppfærslur á þjónustunni eða hugbúnaði og breytingar á þessum skilmálum.
- a. Við látum þig vita ef við ætlum að breyta þessum skilmálum. Við kunnum að breyta þessum skilmálum reynist það nauðsynlegt vegna (i) þar að lútandi laga, þar á meðal en ekki eingöngu vegna breytinga á slíkum lögum, (ii) ráðlegginga og/eða fyrirskipana sem tengjast þar að lútandi lögum, (iii) þróunar á þjónustunni, (iv) tæknilegra ástæðna, (v) rekstrarkrafna eða (vi) skilmálabreytinga sem eru hagstæðar fyrir notendur. Við tilkynnum þér um fyrirhugaðar breytingar áður en þær taka gildi, annaðhvort í notendaviðmótinu eða tölvupósti eða með öðrum viðeigandi hætti. Við gefum þér færi á að segja upp þjónustunni minnst 30 dögum áður en breytingarnar taka gildi. Notkun á þjónustunni eftir að breytingarnar taka gildi jafngildir samþykki þínu á nýju skilmálunum. Samþykkir þú ekki nýju skilmálana skaltu hætta að nota þjónustuna og loka Microsoft-reikningnum í samræmi við kafla 4.a.iv. Við munum einnig taka þetta skýrt fram er við tilkynnum þér um fyrirhugaðar breytingar á þessum skilmálum.
- b. Verið getur að við athugum útgáfu þína af hugbúnaðinum sjálfkrafa, en það er nauðsynlegt til að geta veitt þjónustuna, og sækjum hugbúnaðaruppfærslur eða breytingar á stillingum, þér að kostnaðarlausu, til að uppfæra, bæta og þróa þjónustuna frekar. Þér gæti einnig verið gert skylt að uppfæra hugbúnaðinn til að halda áfram að nota þjónustuna. Slíkar uppfærslur lúta þessum skilmálum nema viðbótarskilmálar eða aðrir skilmálir fylgi uppfærslunum, en þá skulu þeir skilmálar gilda. Hafnir þú viðbótarskilmálunum eða öðrum skilmálum uppfærslnanna er þér óheimilt að taka við eða nota uppfærslurnar. Microsoft er ekki skylt að gera nokkrar uppfærslur tiltækar og ábyrgist ekki stuðning við þá stýribúnaðarútgáfu sem þú notaðir er þú keyptir eða skráðir hugbúnaðinn, forritin, efnið eða aðrar vörur. Þér kunna að vera veittar sjálfvirkar eða handvirkar uppfærslur sem eru ekki nauðsynlegar til að tryggja samræmi þjónustunnar af þeim ástæðum sem tilgreindar eru í þessum kafla. Með því að samþykkja þessa skilmála samþykkir þú að fá slíkar uppfærslur veittar.
- c. Við vinnum stöðugt að því að bæta þjónustuna og munum því ef til vill breyta þjónustunni, fjarlægja eiginleika eða stöðva aðgengi að forritum og þjónustu þriðju aðila hvenær sem verða vill, þar á meðal, og án takmarkana, vegna þess að samningar okkar við þriðju aðila gera okkur ókleift að halda áfram að gera efni frá þeim tiltækt, vegna þess að það er ekki lengur okkur í hag að veita téð efni, vegna tækniframfara eða vegna þess að umsagnir viðskiptavina benda til þess að breytinga sé þörf. Við munum láta þig vita fyrir fram ef breyting á þjónustunni verður til þess að þú missir aðgang að efninu þínu. Sé um keypta þjónustu að ræða látum við þig einnig vita fyrir fram af öðrum efnislegum breytingum á þjónustunni. Okkur ber engin skylda til að útvega annað niðurhal eða útgáfu af nokkru efni, stafrænum vörum (sem skilgreindar eru í kafla 13.j) eða forritum sem keypt hafa verið, nema að því marki sem þar gildandi lög útheimta. Ef við segjum upp þjónustu sem greitt hefur verið fyrir endurgreiðum við þér allar greiðslur sem borist hafa frá þér í réttu hlutfalli við þann hluta þjónustunnar sem var útistandandi við uppsögn.
- d. Sum tónlist, leikir, kvikmyndir, bækur og fleira er varið með stafrænni réttindastjórnun (DRM) og því getur verið DRM-hugbúnaður tengist sjálfkrafa réttindaþjóni á netinu og sæki og setji upp DRM-uppfærslur svo þú getir notað slíkt efni.
Hugbúnaðarleyfi
8. Hugbúnaðarleyfi. Allur hugbúnaður sem við veitum þér sem hluta af þjónustunni er háður þessum skilmálum, nema honum fylgi aðskilinn Microsoft-leyfissamningur (ef þú notar til dæmis Microsoft-forrit sem fylgir með Windows eiga skilmálar hugbúnaðarleyfis Microsoft fyrir Windows-stýrikerfið við um slíkan hugbúnað). Forrit sem fengin eru í gegnum ákveðnar verslanir sem eru í eigu eða reknar af Microsoft eða tengdum fyrirtækjum (þar á meðal, en ekki eingöngu, Office Store, Microsoft Store í Windows og Microsoft Store í Xbox) falla undir kafla 13.b.i fyrir neðan.
- a. Ef þú fylgir þessum skilmálum veitum við þér leyfi til að setja upp og nota eitt afrit af hugbúnaðinum í hverju tæki hvar sem er í heiminum, til afnota fyrir einn mann í einu, sem hluta af notkun þinni á þjónustunni. Í sumum tækjum kann slíkur hugbúnaður að vera fyrirfram uppsettur til einkanota þinna á þjónustunni í öðrum tilgangi en viðskiptalegum. Hugbúnaður eða vefsvæði sem tilheyrir þjónustunni gæti falið í sér kóða frá þriðja aðila. Leyfi fyrir slíkum forskriftum eða kóðum, sem hugbúnaðurinn eða vefsvæðið tengist við eða vísar til, veitir þriðji aðilinn sem er eigandi téðs kóða, ekki Microsoft. Upplýsingar um kóða frá þriðja aðila, ef einhverjar eru, eru einungis veittar þér til upplýsingar.
- b. Hugbúnaðurinn er ekki seldur, heldur er veitt leyfi fyrir honum, og Microsoft áskilur sér allan þann rétt til hugbúnaðarins sem Microsoft veitir ekki sérstaklega í skilmálum þessum. Þetta leyfi veitir þér engan rétt til, og þú mátt ekki, á óheimilan hátt:
- i. sniðganga eða leita leiða framhjá tæknilegum varnarráðstöfunum varðandi hugbúnaðinn eða þjónustuna;
- ii. hluta í sundur, endurþýða, dulráða, hakka, herma eftir, hagnýta eða vendismíða nokkurn hugbúnað eða aðra þætti þjónustunnar sem eru innifaldir í þjónustunni eða aðgengilegur í gegnum hana, nema að því marki sem gildandi höfundarréttarlög leyfa sérstaklega;
- iii. aðskilja hluta hugbúnaðarins eða þjónustunnar til að nota í mismunandi tækjum;
- iv. birta, afrita, leigja, selja, flytja út, flytja inn, dreifa eða lána hugbúnaðinn eða þjónustuna nema með sérstöku leyfi Microsoft;
- v. framselja hugbúnaðinn, eða nein hugbúnaðarleyfi né neinn rétt til aðgangs að eða notkunar þjónustunnar;
- vi. nota þjónustuna á nokkurn þann óheimila hátt sem gæti truflað notkun annarra á henni eða veitt aðgang að einhverri þjónustu, gögnum, reikningi eða netkerfi;
- vii. veita aðgang að þjónustunni eða breyta nokkru tæki sem Microsoft veitir leyfi fyrir (t.d. Xbox tölvum, Microsoft Surface o.s.frv.) af óleyfilegum forritum þriðju aðila.
Greiðsluskilmálar
9. Greiðsluskilmálar. Ef þú kaupir þjónustu gilda þessir greiðsluskilmálar um kaupin og þú samþykkir þá.
- a. Gjöld. Ef einhver hluti þjónustunnar er gjaldskyldur samþykkir þú að greiða gjaldið. Uppgefið verð fyrir þjónustuna inniheldur alla viðeigandi skatta nema annað sé tekið fram. Þú berð alla ábyrgð á því að greiða slíka skatta og önnur gjöld. Skattar eru miðaðir við staðsetningu þína þegar þú stofnaðir Microsoft-reikninginn nema annað sé tekið fram. Þegar við höfum tilkynnt þér um að okkur hafi ekki borist full greiðsla frá þér á réttum tíma getum við lokað fyrir eða hætt við þjónustuna ef þú greiðir greiðsluna ekki að fullu á tilskildum tíma. Tímabundin eða varanleg afturköllun á þjónustunni vegna vanskila gæti leitt til þess að þú hafir ekki lengur aðgang og afnot af reikningnum þínum og efninu á honum. Ef þú tengist internetinu í gegnum netkerfi fyrirtækis eða annað netkerfi sem hylur staðsetningu þína verða gjöldin e.t.v. önnur en þau sem raunveruleg staðsetning þín sýnir. Allt eftir því hvar þú ert geta sumar færslur krafist gjaldeyrisskiptingar eða verið unnar í öðru landi. Bankinn gæti krafist aukalegrar greiðslu af þér fyrir þessa þjónustu þegar þú notar debit- eða kreditkort. Vinsamlegast hafðu samband við bankann varðandi frekari upplýsingar.
- b. Greiðslureikningurinn þinn. Þú ert beðin(n) um að gefa upp greiðslumáta til að borga fyrir þjónustu þegar þú skráir þig í hana. Fyrir alla aðra þjónustu en Skype getur þú skoðað og breytt greiðsluupplýsingum og greiðslumáta á reikningsumsjónarsíðu Microsoft (https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=618281) og fyrir Skype-hugbúnað og -vörur með því að skrá þig inn á reikningsgáttina þína á https://skype.com/go/myaccount. Auk þess leyfir þú Microsoft að nota allar uppfærðar reikningsupplýsingar varðandi valdan greiðslumáta frá útgáfubankanum eða viðkomandi greiðslufyrirtæki. Þú samþykkir að uppfæra tafarlaust reikninginn þinn og aðrar upplýsingar, þ.m.t. netfangið þitt og upplýsingar um greiðslumáta, svo við getum lokið við færslurnar frá þér og haft samband við þig eftir þörfum vegna færslna þinna. Ef þú biður okkur um að hætta að nota greiðslumátann þinn, en gefur okkur ekki upp annan greiðslumáta eftir áminningu okkur um að gera það innan tiltekins tíma, er okkur heimilt að afturkalla þjónustuna sem þú keyptir, tímabundið eða að fullu. Breytingar á greiðslureikningi hafa ekki áhrif á gjöld sem við sendum á hann áður en við gátum með góðu móti brugðist við breytingunum.
- c. Innheimta. Með því að upplýsa Microsoft um greiðslumáta (i) staðfestir þú að þú hafir leyfi til að nota viðkomandi greiðslumáta og að allar greiðsluupplýsingar sem þú veitir séu réttar og nákvæmar; (ii) gefur þú Microsoft leyfi til að innheimta gjöld fyrir þjónustuna eða tiltækt efni með greiðslumátanum sem þú valdir og (iii) gefur Microsoft heimild til að innheimta gjöld fyrir alla þá eiginleika þjónustunnar sem gjald er innheimt fyrir og þú skráir þig fyrir eða notar á meðan skilmálar þessir eru í gildi. Líkt og við tilgreinum getum við sent þér reikning (a) fyrir fram, (b) þegar kaupin fara fram, (c) skömmu eftir kaupin eða (d) reglulega fyrir þjónustu í áskrift. Enn fremur getum við innheimt gjald upp að þeirri upphæð sem þú hefur samþykkt og við látum þig vita fyrir fram af öllum breytingum á upphæðinni sem gjaldfærð er reglulega fyrir þjónustu í áskrift og, ef um verðbreytingu er að ræða, eins og tilgreint er í grein 9.j hér að neðan. Við munum ef til vill senda þér reikninga fyrir fleira en eitt greiðslutímabil í einu vegna upphæða sem á eftir að inna af hendi.
- d. Endurteknar greiðslur. Þegar þú kaupir þjónustuna í áskrift (t.d. mánaðarlega, á þriggja mánaða fresti eða árlega) samþykkir þú að þú heimilir endurteknar greiðslur og að greiðslurnar verði inntar af hendi til Microsoft samkvæmt greiðslumátanum og með því millibili sem þú samþykktir allt þar til þú eða Microsoft segir upp áskriftinni að viðkomandi þjónustu. Þú verður að segja upp þjónustunni þinni fyrir næstu greiðsludagsetningu til að hætta að vera rukkaður/rukkuð fyrir að halda áfram í þjónustunni. Við leiðbeinum þér um hvernig hægt er að segja upp þjónustunni. Þú getur haft umsjón með reglulegum greiðslum fyrir valdar þjónustur á Microsoft-reikningnum þínum (https://account.microsoft.com/services). Með því að heimila endurteknar greiðslur heimilar þú Microsoft að geyma greiðsluaðferðina þína og vinna úr slíkum greiðslum með rafrænum debet- eða innistæðufærslum eða rafrænni úttekt af tilgreindum reikningi (vegna Automated Clearing House eða álíka greiðslna) eða sem færslu á tilgreindum reikningi (vegna kreditkorta eða álíka greiðslna) (saman nefnt „rafrænar greiðslur“). Áskriftargjöld eru almennt innheimt áður en viðkomandi áskriftartímabil hefst. Sé einhver greiðsla ógreidd eða ef kreditkorti, eða álíka færslu, sé hafnað áskilur Microsoft, eða þjónustuveitendur þess, sér rétt til að innheimta öll viðeigandi gjöld vegna höfnunar eða ónægrar innistæðu og fara með allar slíkar greiðslur sem rafræna greiðslu.
- e. Greiðsluyfirlit á netinu og villur. Fyrir alla aðra þjónustu en Skype birtir Microsoft þér greiðsluyfirlit á netinu á reikningsumsjónarsíðu Microsoft (https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=618284), þar sem þú getur skoðað og prentað út yfirlitið. Netyfirlit fyrir Skype-reikninga má nálgast með því að skrá sig inn á reikning á www.skype.com (https://www.skype.com). Þetta er eina greiðsluyfirlitið sem við sendum frá okkur. Reikningur með VSK getur verið í boði, allt eftir þjónustu og landi. Ef villa er á reikningnum leiðréttum við hana um leið og þú hefur látið okkur vita (eða við tekið eftir henni) og rannsökum gjaldfærsluna. Við mælum með því að þú látir okkur vita um það innan 120 daga frá því að augljós villa kemur fram á reikningnum þínum þar sem það er auðveldara fyrir okkur að leysa vandamálið á þeim tíma. Þú getur stílað beiðnir þínar í þessu skyni á notendaþjónustu, eins og lýst er í lið 4.e.
- f. Endurgreiðslustefna. Þú hefur rétt á fjórtán (14) daga uppsagnarfresti („umþóttunartíma“) frá kaupdegi, af ástæðu eða án ástæðu. Hafi þjónustan verið innt af hendi að hluta þegar henni er sagt upp færðu hlutfallslega endurgreiðslu. Þú viðurkennir að umþóttunartímanum ljúki þegar þér hefur verið afhend þjónustan að fullu, og þá er ekki hægt að endurgreiða kaupin. Þegar þú kaupir stafrænt efni af okkur afsalar þú þér uppsagnarrétti þínum um leið og niðurhalið hefst. Nema annað sé tekið fram í lögum eða tilteknu þjónustutilboði eru öll kaup endanleg og óendurkræf. Fyrir alla þjónustu utan Skype má nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um uppsögn þjónustu og hvernig má fara fram á endurgreiðslu með því að fylla út úrsagnareyðublað á reikningsumsjónarsíðu Microsoft (https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=618284). Fyrir Skype skal fylla út úrsagnareyðublaðið með því að notast við upplýsingarnar hér (https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=618286). Teljir þú að Microsoft hafi rukkað þig fyrir misgáning þarftu að hafa samband við Microsoft svo við getum rannsakað gjaldfærsluna. Ef við innum af hendi endurgreiðslu eða inneign ber okkur engin skylda til að inna af hendi sömu eða svipaða endurgreiðslu í framtíðinni. Þessi endurgreiðslustefna hefur engin áhrif á nokkur réttindi samkvæmt gildandi lögum. Vinsamlegast skoðaðu hjálparefni varðandi frekari upplýsingar um endurgreiðslur (https://go.microsoft.com/fwlink/p/?linkid=618283).
- g. Þjónustunni hætt. Hægt er að segja upp þjónustunni á umsjónarsíðunni fyrir þjónustur og áskriftir á Microsoft-reikningnum (https://account.microsoft.com/) þínum eða með því að hafa samband við notendaaðstoð eins og lýst er í lið 4.e. Ef greiddri þjónustu er sagt upp er hætt að innheimta fyrir áframhaldandi notkun á þjónustunni. Þú skalt vísa til tilboðsins þar sem þjónustunni er lýst þar sem (i) getur verið að þú fáir ekki endurgreiðslu við uppsögn, (ii) þú gætir verið krafin(n) um uppsagnargjöld, (iii) þú gætir verið krafin(n) um greiðslu á öllu því sem var gjaldfært á greiðslureikninginn þinn fyrir þjónustuna fyrir uppsagnardaginn og (iv) þú gætir misst aðgang að og afnot af reikningnum þínum þegar þú segir upp þjónustunni. Við vinnum með gögnin þín eins og lýst er að ofan í kafla 4. Við uppsögn lýkur þjónustunni við lok yfirstandandi þjónustutímabils eða, ef við innheimtum gjald með jöfnu millibili, við lok tímabilsins þegar þú sagðir upp. Ef þú kemur af stað bakfærslum eða viðsnúningi hjá bankanum þínum á greiðslu fyrir þjónustu, þá álítum við að þú hafir sagt upp samningi frá þeim degi þegar upphafleg greiðsla var gerð og þú heimilar okkur að hætta strax allri þjónustu við þig og/eða ógilda allt efni sem þér var veitt í skiptum fyrir slíka greiðslu.
- h. Boð um reynslutíma. Ef þú tekur þátt í einhverju boði um reynslutíma gætir þú þurft að segja upp reynsluáskriftinni að þjónustunni innan þess tímaramma sem þér var gefinn upp þegar þú samþykktir boðið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að greiða áfram fyrir þjónustuna að loknum reynslutímanum. Við gætum gert kröfu um að kveikt sé á sjálfvirkri endurnýjun fyrir tilteknar prufuáskriftir.
- i. Kynningartilboð. Öðru hverju kann Microsoft að bjóða þjónustu til reynslu án þess að Microsoft innheimti gjöld fyrir þjónustuna. Microsoft áskilur sér réttinn til að innheimta af þér gjöld fyrir slíka þjónustu (samkvæmt venjulegri verðskrá) ef þú brýtur gegn ákvæðum og skilmálum tilboðsins.
- j. Verðbreytingar. Ef það er fastur gildistími og verð fyrir þjónustutilboðið mun það verð gilda á gildistímanum. Þú þarft að samþykkja ný tilboð og verð viljir þú halda áfram í þjónustunni. Sé innheimt fyrir þjónustuna með jöfnu millibili (til dæmis mánaðarlega) ótímabundið og ekki er um reynslutilboð að ræða kann verð þjónustunnar að hækka ef við breytum, bætum við nýjum eða bætum þjónustueiginleika, að því gefnu að kostnaðurinn við að veita þjónustuna hafi breyst í samræmi, eða til að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum (t.d. vegna launakostnaðar, gengisflökts, breytinga á sköttum/reglugerðum, verðbólgu, leyfisgjalda, innviða og stjórnunarkostnaðar). Við látum þig vita minnst 30 dögum áður en verðbreytingin tekur gildi. Þú hefur rétt á að segja upp þjónustunni áður en verðið breytist í samræmi við kafla 9.g að ofan. Þegar við tilkynnum þér um verðbreytinguna færðu einnig að vita ástæður og umfang verðhækkunarinnar og látum þig vita hvernig þú getur sagt upp þjónustunni. Við kunnum að fara fram á afdráttarlaust samþykki fyrir breytingunni og, ef slíkt samþykki berst ekki, segja þjónustunni upp við lok yfirstandandi greiðslutímabils eða þegar verðbreytingar taka gildi, og fer slíkt eftir staðsetningu þinni. Í öllum öðrum tilvikum látum við þig vita að nýja verðið taki gildi ef þú segir ekki upp þjónustunni, og við minnum þig einnig á hvernig þú getur sagt upp þjónustunni.
- k. Greiðslur til þín. Ef við skuldum þér greiðslu samþykkir þú að veita okkur, tímanlega og skilmerkilega, allar þær upplýsingar sem við þurfum til að koma greiðslunni til þín. Þú ert ábyrg(ur) fyrir því að inna af hendi alla skatta og gjöld vegna þessarar greiðslu til þín. Þú verður einnig að fylgja öllum öðrum skilyrðum sem við setjum varðandi rétt þinn á nokkurri greiðslu. Sé greiðsla innt af hendi til þín fyrir mistök getum við afturkallað greiðsluna eða krafist endurgreiðslu. Þú samþykkir að vera samstarfsfús við okkur í þessu efni. Við kunnum einnig að draga frá greiðslu til þín án fyrirvara til að leiðrétta fyrri ofgreiðslu.
- l. Greiðsludráttur. Verði dráttur á greiðslum er þér skylt að greiða fyrir allan eðlilegan kostnað okkar við að innheimta greiðslur í vanskilum, þ. á m. þóknun lögmanna og annan lögfræðikostnað í samræmi við lög og reglugerðir. Okkur heimilt að afturkalla þjónustuna, tímabundið eða varanlega, greiðir þú ekki tímanlega og að fullu eftir að hafa fengið áminningu frá okkur þar sem þér er tilkynnt um tímabundna eða varanlega uppsögn þjónustunnar sé greiðsla ekki innt af hendi innan tiltekins tíma. Þú getir forðast tímabundna afturköllun eða varanlega uppsögn með því að greiða umbeðna upphæð innan þess tíma sem tiltekinn er í áminningunni. Ferlið er annað sé um óverulega upphæð að ræða. Upphæðir þar sem innan við 2 prósent heildarreikningsupphæðar vantar verða alltaf taldar óverulegar. Tímabundin eða varanleg afturköllun á þjónustunni vegna vanskila gæti leitt til þess að þú hafir ekki lengur aðgang að Microsoft-reikningnum þínum.
- m. Gjafabréf. Innleysing og notkun á gjafabréfum (utan Skype-gjafabréfa) lúta skilmálum Microsoft um gjafabréf (https://support.microsoft.com/help/10562/microsoft-account-gift-card-terms-and-conditions). Upplýsingar um Skype-gjafabréf má fá á hjálparsíðu Skype (https://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=615383).
- n. Greiðslumáti bankareiknings. Hægt er að skrá gjaldgengan bankareikning á Microsoft-reikninginn til að nota sem greiðslumáta. Gjaldgengir bankareikningar eru reikningar hjá fjármálastofnunum sem geta tekið við beinum debetfærslum (t.d. fjármálastofnun í Bandaríkjunum sem styður færslur með sjálfvirkri greiðsluheimild („ACH“), evrópsk fjármálastofnun sem styður sameiginlegt evrugreiðslusvæði („SEPA“) eða „iDEAL“ í Hollandi. Skilmálar sem þú samþykktir þegar þú bættir bankareikningum við sem greiðslumáta á Microsoft-reikningnum (t.d. „umboðið“ fyrir SEPA) eiga einnig við. Þú staðfestir og ábyrgist að bankareikningurinn sem þú skráir sé í þínu nafni eða að þú hafir heimild til að skrá og nota bankareikninginn sem greiðslumáta. Með því að skrá eða velja bankareikninginn þinn sem greiðslumáta heimilarðu Microsoft (eða fulltrúa þess) að hefja eina eða fleiri debetfærslur fyrir heildarupphæð kaupanna eða áskriftargjaldsins (samkvæmt ákvæðum áskriftarþjónustunnar) af bankareikningnum þínum (og, gerist þess þörf, að hefja eina eða fleiri kreditfærslur af bankareikningum til að leiðrétta villur, inna af hendi endurgreiðslu eða í öðrum svipuðum tilgangi) og heimilar fjármálastofnuninni sem bankareikningurinn er hjá að taka út slíkar debetfærslur eða taka við slíkum kreditfærslum. Þú gerir þér grein fyrir því að heimildin er í gildi þar til þú fjarlægir upplýsingar um bankareikninginn af Microsoft-reikningnum. Hafðu samband við notendaþjónustu eins og lýst er í lið 4.e sem fyrst ef þú telur að þú hafir fengið ranga rukkun fyrir misgáning. Lög sem gilda í landi þínu geta einnig takmarkað skaðabótaskyldu vegna færslna af bankareikningnum þínum sem eru sviksamlegar, gerðar í misgáningi eða eru óleyfilegar. Með því að skrá eða velja bankareikning sem greiðslumáta staðfestir þú að þú hafir lesið og skilið þessa skilmála og samþykkir þá.
Samningsaðili, lagaskilaréttur og staður þar sem leyst skal úr ágreiningi
10. Samningsaðili, lagaskilaréttur og staður þar sem leyst skal úr ágreiningi. Ef þú býrði in (eða ef þú ert fyrirtæki, aðalvettvangur viðskipta þinna er) í Evrópusambandinu, á Íslandi, Í Liechtenstein, Norvegi, Sviss eða Bretlandi og þú ert að nota þjónustu sem er ókeypis eða er greitt fyrir, ertu í samningssambandi við Microsoft Ireland Operations Limited, One Microsoft Place, South County Business Park, Leopardstown, Dublin 18, Írlandi (skráð í fyrirtækjaskrá (Companies Registration Office) á Írlandi með númerinu 256796, VSK númer: IE 8256796 U, með skráð aðsetur á 70 Sir John Rogerson's Quay, Dublin 2, Írlandi). Írsk lög ná yfir allar kröfur sem tengjast gjaldfrjálsri og greiddri þjónustu, en það sviptir þig þó ekki áskilinni neytendavernd samkvæmt lögum þess lands þar sem við veitum þér þjónustu og þú hefur fasta búsetu (eða, ef um fyrirtæki er að ræða, þar sem aðalstarfsstöð fyrirtækisins er). Með tilliti til lögsögu samþykkir þú og Microsoft að velja dómstóla þess lands þar sem við veitum þér þjónustu okkar og þú hefur fasta búsetu (eða, ef um fyrirtæki er að ræða, þar sem aðalstarfsstöð fyrirtækisins er) vegna allra deilumála sem upp kunna að koma vegna eða í tengslum við þessa skilmála, eða þér er að öðrum kosti heimilt að velja ábyrga dómstóla á Írlandi.
Ábyrgð
11. Ábyrgð. Sem neytandi nýtur þú ákveðinna lagalegra réttinda. Á meðal þessara réttinda er sú skylda Microsoft að veita þjónustuna með viðeigandi aðgát og færni. Ekkert í ákvæðum þessum skal takmarka eða útiloka ábyrgð okkar á hugsanlegum brotum Microsoft á þessari skyldu og þú skalt njóta góðs af lagalegri ábyrgð varðandi samræmi og falda galla samkvæmt lögum þess lands sem við þjónustu þinni til. Nánari upplýsingar um lögboðin réttindi þín er að finna hér (https://www.microsoft.com/en-gb/store/b/aboutwarranties). HÁÐ OFANGREINDRI ÁBYRGÐ OG FYRIR UTAN GALLA SEM VIÐ HÖFUM HALDIÐ LEYNDUM GEGN BETRI VITUND EÐA GALLA SEM KOMA Í VEG FYRIR AÐ HÆGT SÉ AÐ NOTA ÞJÓNUSTUNA, OG FYRIR UTAN SKYPE-VÖRUR SEM GREITT ER FYRIR, VEITUM VIÐ ÞJÓNUSTUNA „EINS OG HÚN ER“, „MEÐ ÖLLUM GÖLLUM“ OG „EFTIR TILTÆKILEIKA“. VIÐ ÁBYRGJUMST EKKI NÁKVÆMNI EÐA TÍMABÆRNI ÞJÓNUSTUNNAR. ÞÚ VIÐURKENNIR OG SAMÞYKKIR AÐ TÖLVU- OG FJARSKIPTAKERFI ERU EKKI GALLALAUS OG AÐ ÞJÓNUSTA GETUR LEGIÐ NIÐRI ÖÐRU HVERJU. VIÐ GETUM EKKI ÁBYRGST AÐ ÞJÓNUSTAN SÉ ÓTRUFLUÐ, Á RÉTTUM TÍMA, ÖRUGG EÐA VILLULAUS. VIÐ OG SAMSTARFSAÐILAR OKKAR, ENDURSELJENDUR, DREIFENDUR OG SÖLUAÐILAR VEITA ENGAR SAMNINGSBUNDNAR TRYGGINGAR EÐA SKILYRÐI. ÞÚ NÝTUR ALLRAR LÖGBUNDINNAR ÁBYRGÐAR, EN VIÐ VEITUM ENGA FREKARI ÁBYRGÐ. AÐ ÞVÍ MARKI SEM GILDANDI LÖG LEYFA ÚTILOKUM VIÐ ALLA ÓBEINA ÁBYRGÐ, MEÐAL ANNARS ER VARÐAR SÖLUHÆFI, HÆFI TIL NOTKUNAR Í TILTEKNUM TILGANGI, FAGMANNLEGA VIÐLEITNI OG HELGI EIGNARRÉTTAR.
Takmörkun bótaábyrgðar
12. Takmörkun bótaábyrgðar.
- a. Microsoft ber ekki ábyrgð á efni þínu eða efni frá þriðju aðilum, þ. á m. tenglum frá vefsvæðum þriðju aðila og athæfi notenda. Slíkt efni og athæfi skal ekki rekja til Microsoft, né er slíkt lýsandi fyrir skoðanir Microsoft.
- b. Microsoft skal aðeins bera bótaábyrgð ef brotið hefur verið gegn veigamiklum skyldum samningsins, eða þar sem gildandi lög krefjast þess.
- c. Microsoft, staðgenglar þess og/eða lagalegir fulltrúar skulu ekki bera ábyrgð á nokkrum óbeinum skaða, þ. á m. fjárhagstjóni s.s. tekjutapi, nema Microsoft, staðgenglar þess og/eða lagalegir fulltrúar hafi í það minnsta sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða einbeittan brotavilja.
- d. Öll lögbundin ábyrgð Microsoft, þar á meðal lagalegar skyldur vegna brota á ábyrgð, helst óbreytt þrátt fyrir takmörkun á ábyrgð. Sama skal gilda um ábyrgð Microsoft, staðgengla þess og/eða lagalegra fulltrúa komi til svika eða vanrækslu sem leiðir til líkamsskaða eða dauða.
- e. Microsoft er ekki ábyrgt eða skaðabótaskylt vegna vanefnda eða tafa á framkvæmd skyldna sinna samkvæmt skilmálum þessum að því marki sem téðar vanefndir eða tafir eru af einhverjum þeim völdum sem Microsoft getur ekki með góðu móti stjórnað (svo sem vegna deilna á vinnumarkaði, óviðráðanlegra atburða, stríðs eða hryðjuverka, skemmdarverka, slysa eða fylgni við lög eða tilskipanir stjórnvalda). Microsoft mun leggja sig fram við að draga úr áhrifum slíkra atburða og gegna þeim skyldum sem þeir hafa ekki áhrif á.
Skilmálar um tiltekna þjónustu
13. Skilmálar um tiltekna þjónustu. Skilmálarnir fyrir og eftir 13. kafla eiga almennt við um alla þjónustu. Í þessum kafla eru skilmálar sem eiga við um tiltekna þjónustu og eru til viðbótar almennu skilmálunum. Ef ágreiningur er varðandi almenna skilmála gilda þessir skilmálar sem eiga við um tiltekna þjónustu.
Xbox
- a. Xbox.
- i. Einkanotkun sem ekki er í viðskiptalegum tilgangi. Xbox-netþjónustan, („Xbox Network“) Xbox Game Studios-leikir (þ.m.t. Mojang Games) (https://www.xbox.com/xbox-game-studios), forrit, áskriftir (t.d. þjónustuframboð Xbox Game Pass), þjónusta (t.d. Xbox Cloud Gaming) og efni sem Microsoft lætur í té (í heild sinni „Xbox-þjónustan“) eru aðeins fyrir einkanotkun sem er ekki í viðskiptalegum tilgangi.
- ii. Xbox-þjónusta. Þegar þú skráir þig fyrir Xbox-þjónustu verða upplýsingar um leikjaspilunina þína, virkni og notkun á leikjum og Xbox-þjónustu raktar og þeim deilt með viðeigandi þriðju aðilum, þ.m.t. leikjaþróunaraðilum og útgefendum, svo Microsoft geti veitt Xbox-þjónustuna og þriðju aðilarnir geti starfrækt leiki og þjónustu sem er ekki á vegum Microsoft. Ef aðgangur er veittur að Xbox-þjónustu í gegnum tæki eða verkvanga þriðju aðila er hugsanlega hægt að rekja upplýsingar um leikjaspilun þína, virkni og notkun á leikjum og Xbox-þjónustu og deila þeim með slíkum tækjum og verkvöngum þriðju aðila, með fyrirvara um skilmála þriðju aðila og persónuverndarstefnur. Ef þú skráir þig inn á annan verkvang eða tæki með Microsoft-reikningnum þínum eða tengir Microsoft-reikninginn þinn við slíka verkvanga eða tæki til að fá aðgang að Xbox-þjónustu (t.d. til að fá aðgang að Xbox Game Studios-leikjum á öðrum verkvöngum eða tækjum) eða til að fá aðgang að þjónustu sem ekki kemur frá Microsoft (t.d. þjónustu frá leikjaútgefanda öðrum en Microsoft fyrir forrit og þjónustu þriðju aðila) samþykkir þú að: Microsoft kann að deila takmörkuðum reiknings- og notkunartengdum upplýsingum (þar á meðal og án takmarkana spilaramerki, stigum leikmanns, stigum í leikjum, leikjaferli, notkunargögnum og vinalista), með þeim aðila eins og kveðið er á um í persónuverndaryfirlýsingu Microsoft, og (b) ef persónuverndarstillingarnar þínar í Xbox leyfa það getur aðilinn einnig haft aðgang að efninu þínu úr samskiptum innan leiksins eða öðrum forritum sem þú notar þegar þú ert innskráð(ur) á reikninginn þinn hjá þeim aðila. Einnig, ef persónuverndarstillingar Xbox leyfa það, getur Microsoft birt nafn þitt, leikjanafn, leikjamynd, einkennisorð, notandamynd, leikmyndskeið og leiki sem þú hefur spilað í samskiptum við fólk sem þú leyfir. Ef þú hefur virkjað sértækar fjölskylduverndarstillingar fyrir Xbox eiga þær stillingar við í Xbox-leikjatölvum, Xbox Cloud Gaming og í Xbox-forritinu í tölvu eða fartækjum, en eiga ef til vill ekki við um Xbox Game Studios-leiki eða -þjónustu sem er opnuð eða spiluð í öðrum tækjum eða verkvöngum. Til að tryggja fjölskyldunni öruggari leikjaupplifun skaltu skoða barnalæsingarnar í hinum tækjunum og verkvöngunum.
- iii. Efnið þitt. Til að taka þátt í að byggja upp notendasamfélag Xbox-þjónustunnar veitir þú Microsoft, samstarfsaðilum þess og undirleyfishöfum algjöran og alþjóðlegan rétt til að nota, breyta, afrita, dreifa, senda út, deila og sýna efni þitt eða nafn, leikjanafn, leikjamynd, einkennisorð eða notandamynd sem þú hefur birt hjá einhverri Xbox-þjónustu, að hluta til eða í heild með hvaða hætti eða ferli sem er og á hvaða formi sem er.
- iv. Leikjastjórnendur. Í sumum leikjum eru leikjastjórnendur, sendiherrar eða gestgjafar. Leikjastjórnendur og gestgjafar eru ekki opinberir talsmenn Microsoft. Skoðanir þeirra þurfa ekki að endurspegla skoðanir Microsoft.
- v. Börn og Xbox. Ef þú notar Xbox-þjónustuna og ert undir lögaldri kunna foreldrar eða aðrir forráðamenn að stýra mörgu er varðar reikninginn þinn og fá tilkynningar um notkun þína á Xbox-þjónustunni. Þessir eiginleikar eru aðeins í boði fyrir Xbox-þjónustu og ekki má flytja þá yfir á önnur tæki og verkvanga.
- vi. Leikjagjaldmiðlar eða sýndarvörur. Í Xbox-þjónustunni kunna að felast sýndargjaldmiðlar sem notaðir eru í leikjum (svo sem gull, mynt eða punktar) sem hægt er að kaupa frá eða fyrir hönd Microsoft með raunverulegum gjaldmiðlum sértu lögráða í landinu þar sem þú átt lögheimili. Í Xbox-þjónustunni kunna að felast stafrænir sýndarhlutir eða vörur sem hægt er að kaupa frá, eða fyrir hönd, Microsoft með raunverulegum gjaldmiðlum eða með leikjagjaldmiðlum. Leikjagjaldmiðla og sýndarvörur má aldrei innleysa fyrir raunverulega gjaldmiðla, vörur eða önnur verðmæti frá Microsoft eða nokkrum öðrum aðila. Fyrir utan leyfið til að nota leikjagjaldmiðla og sýndarvörur í Xbox-þjónustunni, sem er takmarkað, persónulegt, afturkallanlegt og er ekki hægt að veita öðrum eða framselja, hefur þú engan rétt eða tilkall til nokkurs slíks leikjagjaldmiðils eða sýndarvara sem tengjast einum eða fleiri Xbox-leikjum eða forritum sem birtast í Xbox-þjónustunni eða má rekja til hennar, né nokkurra annarra eiginleika sem tengjast notkun á Xbox-þjónustunni eða eru geymdir innan hennar. Microsoft getur breytt tilboðum sínum varðandi leikjagjaldmiðil eða sýndarvörur öðru hverju.
- vii. Hugbúnaðaruppfærslur. Hvað öll tæki sem geta tengst Xbox þjónustu varðar getum við athugað sjálfkrafa hvaða útgáfu af hugbúnaði Xbox tölvan eða Xbox forritið er með og sótt hugbúnaðaruppfærslur fyrir Xbox tölvuna eða Xbox forritið eða breytingar á stillingum, þ.m.t. þær sem koma í veg fyrir að þú komist í Xbox þjónustuna með óleyfilegum Xbox leikjum eða Xbox forritum, eða notir óleyfileg jaðartæki í tengslum við Xbox tölvuna.
- viii. Hugbúnaður til að svindla eða breyta í leyfisleysi. Fyrir öll tæki sem geta tengst Xbox-þjónustu kann að vera að við athugum sjálfkrafa hvort á tækinu sé óleyfilegur vél- eða hugbúnaður sem gerir þér kleift að svindla eða gera breytingar í bága við siðareglurnar eða þessi ákvæði og hlöðum niður hugbúnaðaruppfærslum eða stillingum fyrir Xbox, þ.m.t. þeim sem hindra aðgang þinn að Xbox-þjónustu eða frá því að nota óleyfilegan vél- eða hugbúnað sem gerir þér kleift að svindla eða gera breytingar í leyfisleysi.
- ix. Viðbótaráskriftarskilmálar. Áskriftir að Xbox-þjónustum falla undir viðbótarskilmála sem eru settir fram í Xbox-áskriftarskilmálum (https://www.xbox.com/legal/subscription-terms).
- x. Óvirkar áskriftir að Xbox-þjónustu. Microsoft kann að slökkva á reglulegum greiðslum og stöðva regluleg gjöld í völdum löndum ef þú notar ekki áskriftina að Xbox-þjónustum í ákveðinn tíma. Microsoft sendir þér tilkynningu áður en slökkt verður á reglulegum greiðslum. Frekari upplýsingar, þ.m.t. um viðeigandi tímabil óvirkni, er að finna í Algengum spurningum um reglur um óvirkni (https://support.xbox.com/help/subscriptions-billing/manage-subscriptions/xbox-subscription-inactivity-policy).
- xi. Viðbótarákvæði leyfissamnings fyrir endanotanda og siðareglur. Sum þjónusta Xbox kann að hafa sína eigin notkunarskilmála og siðareglur.
Verslun
- b. Verslun. „Verslun“ vísar til þjónustu sem gerir þér kleift að skoða, sækja og kaupa forrit og annað stafrænt efni, gefa því einkunn og skrifa umsagnir um það (heitið „forrit“ felur í sér leiki). Þessir skilmálar gilda um notkun á ákveðnum verslunum sem eru í eigu eða reknar af Microsoft eða tengdum fyrirtækjum (þar á meðal, en ekki eingöngu, Office Store, Microsoft Store í Windows og Microsoft Store í Xbox). „Office Store“ merkir verslun með Office-vörur og -forrit fyrir Office, Microsoft 365, SharePoint, Exchange, Access og Project (útgáfur 2013 og nýrri), eða annað sem merkt er Office Store. „Microsoft Store í Windows“ merkir verslun, í eigu eða rekin af Microsoft eða tengdum fyrirtækjum, fyrir Windows-tæki eins og síma, PC-tölvur og spjaldtölvur, eða nokkra aðra upplifun sem merkt er Microsoft Store og aðgengileg í Windows-tækjum eins og síma, PC-tölvu eða spjaldtölvu. „Microsoft Store í Xbox“ merkir verslun, í eigu eða rekin af Microsoft eða tengdum fyrirtækjum og gerð aðgengileg í Xbox leikjatölvum eða nokkra aðra upplifun sem merkt er Microsoft Store og gerð aðgengileg í Xbox leikjatölvu.
- i. Leyfisskilmálar. Við gerum grein fyrir útgefanda hvers forrits í hverri verslun. Stöðluðu forritaleyfisskilmálarnir („SALT“) við lok þessara skilmála eru samningur á milli þín og útgefanda forritsins þar sem settir eru fram leyfisskilmálar um notkun þína á forriti sem þú sækir í hvaða verslun sem er sem er í eigu eða rekin af Microsoft eða tengdum fyrirtækjum (Office Store undanskilið), nema aðrir leyfisskilmálar fylgi forritinu. Til glöggvunar ná þessir skilmálar til notkunar og þjónustu sem veitt er af Microsoft-þjónustu. 5. kafli þessara skilmála á einnig við um forrit og þjónustu þriðju aðila sem sótt er í verslun. Forrit sem sótt eru í Office Store lúta ekki SALT, heldur gilda um þau sérstakir leyfisskilmálar.
- ii. Uppfærslur. Microsoft leitar sjálfkrafa að uppfærslum og setur þær upp í forritunum þínum, jafnvel þótt þú sért ekki innskráð(ur) í viðkomandi verslun. Þú getur breytt verslunar- eða kerfisstillingum ef þú kýst að fá ekki sjálfkrafa uppfærslur á forritum úr versluninni. Tiltekin Office Store forrit sem eru að hluta til eða í heild hýst á netinu getur framleiðandi forritsins uppfært hvenær sem er án þess að þurfa til þess leyfi þitt.
- iii. Einkunnir og umsagnir. Ef þú sendir inn einkunn eða umsögn um forrit eða aðra stafræna vöru í versluninni geturðu fengið tölvupóst frá Microsoft sem inniheldur efni frá útgefanda forritsins eða stafrænu vörunnar. Ef slíkur tölvupóstur kemur frá Microsoft deilum við ekki netfanginu þínu með útgefendum forrita eða annarra stafrænna vara sem þú nálgast í gegnum verslunina.
- iv. Öryggisviðvörun. Til að forðast hættu á skaða, óþægindum eða álagi á augu er mælt með því að taka öðru hverju hlé á notkun leikja eða annarra forrita, einkum ef þú finnur fyrir óþægindum eða þreytu vegna notkunar. Ef þú finnur fyrir óþægindum skaltu taka þér hlé. Óþægindi geta falist í ógleði, hreyfiveiki, svima, ráðvillu, höfuðverk, þreytu, augnþreytu eða augnþurrki. Notkun forrita getur dregið athygli þína frá því sem gerist í kringum þig. Gættu þín á hlutum sem þú getur hrasað um, stigum, lágum loftum og brothættum eða verðmætum hlutum sem geta skemmst. Lítill hluti fólks kann að fá flogakast af völdum sjónræns áreitis, svo sem blikkandi ljósa eða munsturs, sem kann að birtast í forritum. Jafnvel fólk sem aldrei hefur fengið flogaköst getur verið með ógreindan sjúkdóm sem veldur slíkum köstum. Á meðal hugsanlegra einkenna eru svimi, sjóntruflanir, kippir, rykkir eða titringur í útlimum, áttamissir, ruglingur, meðvitundarleysi og krampar. Þú skalt leita læknisaðstoðar tafarlaust ef þú finnur fyrir einhverjum þessara einkenna og ráðfæra þig við lækni áður en þú notar forritin hafir þú einhvern tíma fundið fyrir flogaeinkennum. Foreldrar skulu fylgjast með notkun barna sinna ef einkenna skyldi verða vart.
Eiginleikar Microsoft-fjölskyldu
- c. Eiginleikar Microsoft-fjölskyldu. Foreldrar og börn geta notað Microsoft-fjölskyldueiginleika, þar á meðal Microsoft Family Safety, til að byggja upp traust með því að komast að samkomulagi um hvers konar hegðun, vefsvæði, forrit, leikir, staðir og eyðsla er við hæfi í fjölskyldunni. Foreldrar geta búið til fjölskyldu með því að fara á https://account.microsoft.com/family (eða með því að fylgja leiðbeiningunum í Windows-tækinu eða Xbox-tölvunni) og boðið börnum eða hinu foreldrinu að vera með. Margir eiginleikar eru í boði fyrir fjölskyldumeðlimi svo við biðjum þig um að fara vel yfir upplýsingarnar sem þú færð þegar þú samþykkir að stofna eða ganga í fjölskyldu og þegar þú kaupir stafrænan varning fyrir fjölskylduaðgang. Með því að stofna eða ganga í fjölskyldu samþykkir þú að notkun þín á fjölskyldunni verði í samræmi við tilgang hennar og að nota hana ekki á óheimilan hátt til að nálgast upplýsingar annarra í leyfisleysi. Eiginleikar Microsoft-fjölskyldunnar gilda eingöngu um þjónustu Microsoft og ekki er hægt að yfirfæra þá á aðra verkvanga. Til dæmis gilda sértækar fjölskylduverndarstillingar fyrir Xbox í Xbox-leikjatölvum, Xbox Cloud Gaming og Xbox-forritinu í tölvu eða fartækjum en ekki er víst að þær nái yfir Xbox Game Studios-leiki eða -þjónustu sem er opnuð eða spiluð í öðrum tækjum eða verkvöngum. Til að tryggja fjölskyldunni öruggari leikjaupplifun skaltu skoða barnalæsingarnar í hinum tækjunum og verkvanginum.
Hópsamtöl
- d. Hópsamtöl. Ýmsar þjónustur Microsoft gera þér kleift að senda öðrum radd- eða SMS-skilaboð („skilaboð“) og/eða heimila Microsoft eða dótturfyrirtækjum þess að senda þér og einum eða fleiri notendum slík skilaboð fyrir þína hönd. ÞEGAR ÞÚ GEFUR MICROSOFT OG DÓTTURFYRIRTÆKJUM ÞESS FYRIRMÆLI UM AÐ SENDA SLÍK SKILABOÐ TIL ÞÍN EÐA ANNARRA ÁBYRGIST ÞÚ AÐ ÞÚ OG SÉRHVER SÁ AÐILI SEM ÞÚ GEFUR OKKUR FYRIRMÆLI UM AÐ SENDA SKILABOÐ SAMÞYKKI MÓTTÖKU SLÍKRA SKILABOÐA OG ALLRA ANNARRA UMSJÓNARTENGDRA TEXTASKILABOÐA FRÁ MICROSOFT OG DÓTTURFYRIRTÆKJUM ÞESS. „Umsjónartengd textaskilaboð“ eru regluleg skilaboð frá tiltekinni Microsoft-þjónustu, þar með talið, en ekki takmarkað við, „kveðja“ eða leiðbeiningar um hvernig eigi að hætta að fá skilaboð. Þú eða meðlimir hópsins sem óska ekki lengur eftir því að fá slík skilaboð getið hvenær sem óskað þess að fá ekki frekari skilaboð frá Microsoft eða dótturfélagi þess með því að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Óskirðu þess að fá ekki lengur slík skilaboð eða taka þátt í hópnum samþykkir þú að hætta þátttöku samkvæmt leiðbeiningum sem fylgja viðeigandi forriti eða þjónustu. Hafir þú ástæðu til að ætla að meðlimur hópsins óski þess ekki lengur að fá slík skilaboð eða taka þátt í hópnum samþykkir þú að fjarlægja viðkomandi úr hópnum. Þú ábyrgist einnig að þú og hver sá aðili sem þú hefur gefið okkur fyrirmæli um að senda skilaboð til skilji að hver meðlimur hópsins er ábyrgur fyrir öllum kostnaði við skilaboð sem farsímafyrirtæki hans eða hennar leggur á, þ.m.t. gjald fyrir alþjóðleg skilaboð sem átt getur við þegar skilaboð eru send úr símanúmerum í Bandaríkjunum.
Skype, Microsoft Teams og GroupMe
- e. Skype, Microsoft Teams og GroupMe.
- i. Neyðarþjónusta. Það er mikilvægur munur á hefðbundinni farsíma- eða fastlínusímaþjónustu og Skype, Microsoft Teams og GroupMe. Microsoft ber takmörkuð skylda samkvæmt viðeigandi staðbundnum eða innlendum reglum, reglugerðum eða lögum til þess að veita aðgang að neyðarþjónustu eins og neyðarsímtöl í 911 eða 112 („neyðarþjónusta“) í gegnum Skype, Microsoft Teams og GroupMe.
- ii. Aðeins takmarkaðar hugbúnaðarútgáfur af Skype í síma-eiginleikanum í Skype kunna að styðja við símtöl til neyðarþjónustu í afar takmörkuðum fjölda landa, og eftir því hvaða verkvangur er notaður. Hér má nálgast upplýsingar um tiltækileika og hvernig má stilla þennan eiginleika: http://www.skype.com/en/legal/emergency-calling/. Ef neyðarsímtal með „Skype í síma“ er tengt þarftu að gefa upplýsingar um staðsetningu þína til að neyðarþjónustan geti brugðist við erindi þínu. Microsoft ábyrgist ekki að neyðarsímtal þitt verði tengt. Frekari upplýsingar um símtöl í 112, neyðarnúmersins innan ESB, má finna á www.skype.com/go/emergency.
- iii. Breytingar á keyptum Skype-vörum. Ef við gerum breytingar á keyptum Skype-vörum sem eru efnislegar og valda þér óþægindum gefum við þér minnst þrjátíu daga fyrirvara og upplýsum þig um rétt þinn á því að segja upp viðkomandi vöru áður en breytingarnar taka gildi. Segir þú ekki upp vörunni áður en breytingarnar taka gildi samþykkir þú breytingarnar. Við skýrum þér skilmerkilega frá þessu þegar við sendum þér tilkynninguna.
- iv. Forritaskil (API) eða útsending. Viljir þú nota Skype í tengslum við einhverja útsendingu þarftu að fylgja „þjónustuskilmálum útsendinga“ á https://www.skype.com/go/legal.broadcast. Ef þú vilt að einhver forritaskil („API“) séu birt eða gerð aðgengileg fyrir Microsoft verðurðu að hlíta viðeigandi leyfisskilmálum, sem er að finna á www.skype.com/go/legal.
- v. Reglur um sanngjarna notkun. Reglur um sanngjörn afnot kunna að eiga við um notkun þína á Skype-hugbúnaði og -vörum. Við biðjum þig um að fara yfir þessar reglur, sem er ætlað að vernda þig fyrir svikum og áreiti og kunna að takmarka gerð, lengd eða fjölda símtala eða skilaboða þinna. Vísað er til þessara reglna í skilmálum þessum og teljast þær hluti af þeim. Þessar reglur má finna á https://www.skype.com/go/terms.fairusage.
- vi. Einkanot/not sem ekki eru í viðskiptalegum tilgangi. Skype-hugbúnaður og -vörur eru ætlaðar til einkanota þinna en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Þér er heimilt að nota Skype í vinnunni vegna eigin viðskiptalegra samskipta.
- vii. Skype-númer/Skype To Go. Ef Microsoft veitir þér Skype-númer eða Skype To Go númer samþykkir þú að þú eigir hvorki númerið né eigir rétt á að halda því númeri til eilífðar. Í ákveðnum löndum kann samstarfsaðili Microsoft frekar en Microsoft að bjóða þér upp á númer, og þú gætir þurft að gera sérstakan samning við þann samstarfsaðila. Frekari upplýsingar um Skype-númer er að finna á https://go.skype.com/home.skype-number.
- viii. Skype Manager. „Skype Manager Admin-reikningur“ er reikningur sem þú stofnar og stýrir sem stjórnandi Skype Manager hóps, sem einstaklingur en ekki fyrirtæki. Þú getur tengt Microsoft-reikninginn þinn við Skype Manager hóp („tengdan reikning“). Þú getur skipað fleiri stjórnendur í Skype Manager, að því gefnu að viðkomandi samþykki þessa skilmála. Úthlutir þú Skype-númerum á tengdan reikning berð þú ábyrgð á að öllum kröfum varðandi búsetu eða dvalarstað notenda hans sé framfylgt. Kjósir þú að aftengja tengdan reikning frá Skype Manager hópi, verður ekki hægt að endurheimta úthlutaðar áskriftir, Skype inneignir eða Skype númer og efnið þitt eða annað sem tengist hinum aftengda reikningi verður þér ekki lengur tiltækt. Þú samþykkir að fara með allar persónuupplýsingar notenda tengdra reikninga í samræmi við öll þar að lútandi gagnaverndarlög. Skype Manager gæti verið lokað tímabundið ef hópmeðlimir fylgja ekki siðareglum þessa MSA.
- ix. Skype-gjöld og endurgreiðslur. Gjöld fyrir símtöl í síma utan áskriftar samanstanda af tengigjaldi (sem innheimt er einu sinni í hverju símtali) og mínútugjaldinu sem tiltekið er í www.skype.com/go/allrates. Símtalagjöld eru dregin af Skype-inneigninni þinni. Microsoft kann að breyta gjaldskrá sinni fyrir símtöl í síma og númer í hærri verðflokki, sem og svæði, sem ekki eru hluti af áskrift. Séu breytingarnar verulegar og þér ekki hagstæðar (t.d. ef við hækkum gjaldskrána) tilkynnum við þér það með tölvupósti eða á annan viðeigandi máta að minnsta kosti þrjátíu (30) dögum áður en breytingar á gjaldskrá taka gildi. Eftir þrjátíu (30) daga gildir nýja gjaldskráin um næsta símtal þitt. Núgildandi gjaldskrá má finna á www.skype.com/go/allrates. Ef þú samþykkir ekki nýju gjaldskrána skaltu ekki hringja. Mínútubrot í símtöl og brot af sentum í innheimtu eru námunduð upp að næstu heilu einingu. Verð í keyptum Skype-vörum innihalda alltaf viðeigandi skatta, þ. á m. VSK, nema annað sé tekið fram. VSK er reiknaður út í samræmi við heimilisfang greiðanda. Þú afsalar þér alfarið alls tilkalls til VSK-endurgreiðslu frá Microsoft sé VSK-upphæðin sem skattayfirvöld innheimta af þeim síðarnefnda einhverra hluta vegna lægri en VSK-upphæðin sem innheimt er af þér. Skype-vörur sem greitt er fyrir eru ekki í boði fyrir viðskiptavini í Aþos, á Kanaríeyjum, frönskum sjálfsstjórnarsvæðum, Álandseyjum, Ermasundseyjum, Helgoland, þýska yfirráðasvæðinu Büsingen, í Ceuta, Melilla, Livigno, Campione d'Italia og ítalska hluta Luganovatns. Hafir þú notað keypta Skype-vöru er umþóttunartími þinn afturkallaður og ekki er hægt að hætta við kaupin eða endurgreiða þau. Notkun á Skype-inneign, úthlutun á Skype-númeri og áskriftarnotkun telst vera „full afhending“ og/eða „notkun“ á keyptri Skype-vöru. Þú veitir skýrt samþykki fyrir því að Skype-númerum sé úthlutað fyrir lok umþóttunartímans og að þau verði óendurkræf við úthlutun. Utan umþóttunartímans eru aðeins ónotaðar eða óútrunnar Skype-áskriftir endurkræfar í samræmi við skilmála þessa. Umþóttunartíminn og endurgreiðslur eiga ekki við um keyptar Skype-vörur sem eru (i) keyptar af þriðja aðila, (ii) keyptar með reiðufé með greiðslumáta þriðja aðila (svo sem greiðsluforriti), (iii) ekki keyptar beint af Microsoft á netinu (heldur t.d. með inneignarmiðum eða forgreiddum kortum) eða (iv) úthlutaðar reikningi þínum af þriðja aðila. Þrátt fyrir ofansagt gætir þú átt rétt á endurgreiðslu, skv. gildandi lögum og ef lögð er fram beiðni, á öllum fyrirframgreiddum áskriftarinneignum, sé um að ræða færslu á Skype-númerinu þínu til annars veitanda.
- x. Skype-inneign. Microsoft ábyrgist ekki að þú getir notað Skype-inneignina þína til að kaupa allar Skype-vörur sem greitt er fyrir, þar sem Skype-vörur sem greitt er fyrir geta breyst öðru hvoru. Notir þú ekki Skype-inneign þína í 180 daga flokkar Microsoft hana sem óvirka. Þú getur gert Skype-inneignina virka aftur með því að fara á endurvirkjunartengilinn á https://www.skype.com/go/store.reactivate.credit. Þú getur virkjað sjálfvirka enduráfyllingu þegar þú kaupir Skype-inneign með því að merkja við viðeigandi reit. Sé stillingin virk verður fyllt á Skype-inneignina með upphæðinni og greiðslumátanum sem þú velur í hvert sinn sem Skype-inneignin fer undir mörkin sem Skype ákveður hverju sinni. Hafir þú keypt áskrift með greiðslumáta öðrum en kreditkorti, PayPal eða Moneybookers (Skrill) og virkjað sjálfvirka áfyllingu verður innheimt fyrir Skype-inneign með upphæðinni sem þarf til að kaupa næstu áskriftarendurnýjun. Þú getur slökkt á sjálfvirkri áfyllingu hvenær sem er með því að opna og breyta stillingum reikningsgáttinni í Skype. Áfangastaðir sem hægt er að hringja til geta breyst öðru hvoru. Ef Microsoft-reikningnum er af einhverjum ástæðum lokað taparðu allri ónotaðri Skype-inneign sem tengist Microsoft-reikningnum og ekki er hægt að endurheimta hana. Ekki er heimilt að millifæra Skype-inneignir yfir á aðra.
- xi. Skype-hnappaborð. Þú getur notað Skype-hnappaborðið með virkri áskrift eða Skype-inneign eftir að notkun skjáborðs- og farsímaforritana fyrir Skype er hætt. Skype-hnappaborðið er Skype-vara sem þú getur fundið í Microsoft Teams eða á vefnum.
- xii. Gjald fyrir alþjóðleg skilaboð. GroupMe notar sem stendur númer í Bandaríkjunum fyrir hvern hóp sem stofnaður er. Öll textaskilaboð sem eru send í eða móttekin frá GroupMe númeri teljast sem alþjóðleg textaskilaboð sem send eru til eða móttekin frá Bandaríkjunum. Microsoft Teams kann að nota símanúmer sem gæti talið sem alþjóðleg textaskilaboð, eftir því hvar þú ert staðsett(ur). Athugaðu alþjóðleg gjöld hjá símafyrirtækinu þínu.
Bing og MSN
- f. Bing og MSN. Smelltu hér (https://go.microsoft.com/fwlink/?linkid=2300807) til að fá samantekt á skilmálunum sem gilda um Bing.
- i. Bing- og MSN-efni. Greinar, texti, myndir, kort, myndskeið, myndspilarar og efni frá þriðju aðilum sem er tiltækt á Bing og MSN, þ.m.t. í gegnum Microsoft-þjarka og -forrit, er eingöngu til einkanota þinna en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Önnur notkun, svo sem niðurhal, afritun eða dreifing þessa efnis. eða notkun efnisins eða varanna til að búa til þínar eigin vörur, er einungis heimil að því marki sem Microsoft eða rétthafar leyfa sérstaklega eða sem heimilt er samkvæmt þar að lútandi höfundarréttarlögum. Microsoft og aðrir rétthafar áskilja sér allan þann rétt til efnisins sem ekki er veittur sérstaklega í leyfisskilmálunum.
- ii. Tillögukerfi Bing. Bing gæti notað fyrirliggjandi kerfi til að koma með tillögur að upplýsingum og vörum fyrir þig. Frekari upplýsingar um hvernig Bing veitir þér upplýsingar er að finna á https://go.microsoft.com/fwlink/?linkid=2315939.
- iii. Bing-kort. Notkun stjórnvalda á loftmyndum af Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Ástralíu eða Japan er óheimil án sérstaks skriflegs leyfis okkar.
- iv. Bing-staðir. Þegar þú leggur til gögn eða efni í Bing-stöðum veitir þú Microsoft alþjóðlegt og gjaldfrjálst leyfi til að nota, afrita, vista, breyta, taka saman, kynna, senda, birta og dreifa gögnum þínum og efni (þar með talið hugverkarétt að gögnum þínum og efni) og veita undirleyfi fyrir einhverjum eða öllum ofangreindum rétti til þriðju aðila.
Cortana
- g. Cortana.
- i. Einkanot sem ekki eru í viðskiptalegum tilgangi. Cortana er aðstoðarþjónusta Microsoft. Eiginleikar, þjónusta og efni sem Cortana veitir (saman „Cortana-þjónusta“) eru aðeins til einkanota sem ekki eru í viðskiptalegum tilgangi.
- ii. Eiginleikar og efni. Cortana býður upp á fjölbreytta eiginleika sem sumir eru sérsniðnir. Cortana-þjónustur kunna að veita þér aðgang að þjónustu, upplýsingum eða eiginleikum frá öðrum Microsoft-þjónustum eða forritum og þjónustu þriðju aðila. Skilmálar sem eiga við um sérstaka þjónustu í 13. kafla eiga einnig við um notkun þína á viðeigandi Microsoft-þjónustu sem nálgast er í gegnum Cortana-þjónustu. Cortana veitir einungis upplýsingar til að aðstoða þig við áætlanagerð og mælt er með því að þú beitir heilbrigðri skynsemi þegar þú metur upplýsingarnar og reiðir þig á þær. Microsoft ábyrgist ekki áreiðanleika, tiltækileika eða tímabærni þeirra sérsniðnu úrræða sem Cortana lætur í té. Microsoft er ekki ábyrgt ef eiginleiki Cortana hindrar eða tefur þig í að móttaka, fara yfir eða senda samskipti eða tilkynningu eða ná í þjónustu.
- iii. Forrit og þjónusta þriðju aðila. Sem hluti af því að veita þjónustu Cortana getur Cortana lagt til og hjálpað þér að eiga samskipti við forrit og þjónustu þriðju aðila (þrautir þriðju aðila eða tengd þjónusta). Ef þú vilt getur Cortana skipst á upplýsingum við forrit og þjónustu þriðju aðila, s.s. póstnúmeri þínu og spurningum og svörum sem berast frá forriti og þjónustu þriðju aðila í því skyni að útvega þér umbeðnar þjónustur. Cortana getur gert þér kleift að gera kaup í gegnum forrit og þjónustu þriðju aðila með reikningsstillingunum sem þú hefur valið beint í viðkomandi forritum og þjónustum þriðju aðila. Þú getur aftengt Cortana þjónustuna frá forritum og þjónustum þriðju aðila hvenær sem er. Notkun þín á þjónustum Cortana til að tengjast forritum og þjónustum þriðju aðila fellur undir lið 5 í þessum skilmálum. Útgefendur forrita og þjónustu þriðju aðila geta breytt eða hætt að veita virkni eða eiginleika sinna forrita og þjónustu þriðju aðila eða samþættingu við Cortana-þjónustu. Microsoft ber ekki ábyrgð og er ekki bótaskylt vegna hugbúnaðar eða fastbúnaðar sem veittur er af framleiðanda.
- iv. Tæki sem eru samhæf við Cortana. Tæki sem eru samhæf við Cortana eru vörur eða tæki sem eru hæf til að fá aðgang að Cortana-þjónustu, eða vörur eða tæki sem eru samhæf við Cortana-þjónustu. Tæki sem eru samhæf við Cortana fela í sér tæki eða vörur frá þriðju aðilum sem Microsoft hvorki á, framleiðir né þróar. Microsoft ber ekki ábyrgð og er ekki bótaskylt vegna slíkra tækja eða vara frá þriðju aðilum.
- v. Hugbúnaðaruppfærslur. Það kann að vera að við athugum sjálfkrafa útgáfu þína af hugbúnaði Cortana-þjónustunnar sem er nauðsynlegur til að veita þjónustuna, og hlöðum niður hugbúnaðaruppfærslum eða stillingum, án endurgjalds, eða krefjumst þess að framleiðendur tækja sem eru samhæf haldi hugbúnaði Cortana-þjónustunnar uppfærðum.
Microsoft forrit og þjónusta
- h. Microsoft 365 forrit og þjónusta.
- i. Notkunarskilmálar. Microsoft 365 Family, Microsoft 365 Personal, Microsoft 365 Basic, Sway, OneNote.com og mörg önnur Microsoft 365 forrit eða þjónusta eða þjónusta merkt Office eru til persónulegra nota þinna, ekki í viðskiptaskyni, nema ef þú sér með hafir viðskiptanotkunarrétt í sérstökum samningi við Microsoft. Notkun forrita eins og Word, Excel, PowerPoint, Outlook, OneDrive, Access og Publisher í Microsoft 365 Family, Microsoft 365 Personal, og öllum öðrum Microsoft 365 forritum eða áskriftarþjónustu lýtur viðbótar leyfisskilmálum sem er að finna á https://aka.ms/useterms ásamt þessum skilmálum.
- ii. Viðbótar Outlook skilmálar. Outlook felur í sér notkun á Bing-kortum. Allt efni sem Bing-kort láta í té, þ.m.t. landkóðar, er aðeins hægt að nota innan þeirrar vöru sem veitir aðgang að efninu. Notkun þinni á Bing-kortum er stýrt af notkunarskilmálum Bing-korta um endanlegan notanda sem eru aðgengilegir á go.microsoft.com/?linkid=9710837 og yfirlýsingu Microsoft um persónuvernd sem skoða má á go.microsoft.com/fwlink/?LinkID=248686.
Heilsuþjarkar
- i. Heilsuþjarkar. Heilsuþjarkar, sem geta falið í sér aðgerðaáætlanir, innsýnir, áminningar og aðra eiginleika, eru ekki lækningatæki og eru aðeins ætluð til líkamsræktar og heilsubótar með forriti sem heilbrigðisstarfsfólk vísar á. Þau eru ekki hönnuð eða ætluð til að koma í stað læknisráðgjafar fagfólks eða til að greina, lækna, milda, meðhöndla eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða aðra kvilla. Þú berð fulla ábyrgð á notkun þinni á heilsuþjörkum. Microsoft ber ekki ábyrgð á neinni ákvörðun sem þú tekur á grundvelli upplýsinga sem þú færð frá heilsuþjörkum. Þú ættir ávallt að ráðfæra þig við lækni ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi sjúkdómsástand, mataræði eða líkamsræktar- eða heilsubótaráætlun áður en þú notar heilskuþjarka. Aldrei hunsa læknisfræðilega ráðgjöf fagmanna eða draga það að leita hennar vegna upplýsinga sem þú nálgaðist í þjónustunni eða í gegnum hana. Rétt eins og með alla tækni geta ýmsar ástæður verið fyrir því að heilsuþjarkar virki ekki sem skyldi, þ.m.t. skortur á afli eða tengingu.
Stafrænar vörur
- j. Stafrænar vörur. Microsoft kann að gera þér kleift, í gegnum Microsoft Groove, Microsoft-kvikmyndir og sjónvarp, Xbox-þjónustuna og aðra tengda og síðari þjónustu, að eignast, hlusta á, horfa á, spila eða lesa (eftir því hvað við á) tónlist, myndir, myndbönd, texta, bækur, leiki eða annað efni („stafrænar vörur“) sem þú getur nálgast á stafrænu formi. Stafrænar vörur eru eingöngu til einkanota þinna til afþreyingar, en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Þú samþykkir að endurdreifa ekki eða senda út, spila eða sýna opinberlega eða flytja nokkur eintök af stafrænu vörunum. Stafrænar vörur geta verið í eigu Microsoft eða þriðju aðila. Undir öllum kringumstæðum skilur þú og viðurkennir að réttindi þín varðandi stafrænar vörur takmarkast af þessum skilmálum, lögum um höfundarrétt og notkunarreglunum sem finna má á https://go.microsoft.com/fwlink/p/?LinkId=723143. Þú samþykkir að þú munir ekki reyna að breyta neinum stafrænum vörum sem þú færð í gegnum einhverja þjónustu af hvaða ástæðu sem er, þ. á m. til þess að fela eða breyta eiganda eða uppruna stafrænna vara. Microsoft eða eigendur stafrænu varanna geta hvenær sem er fjarlægt stafrænar vörur úr þjónustunum án fyrirvara.
Microsoft vistun
- k. Microsoft vistun.
- i. Úthlutun OneDrive vistunar. Ef þú ert með meira efni vistað á OneDrive en þér er heimilað samkvæmt skilmálum um ókeypis eða greidda áskriftarþjónustu fyrir Microsoft vistun og þú bregst ekki við skilaboðum frá Microsoft um að laga reikninginn þinn með því að fjarlægja umfram efni eða skipta í nýja áskriftarleið með meira vistunarrými innan 30 daga frá því að þér var send tilkynningin (eða lengra tímabil tilgreint í tilkynningunni), áskiljum við okkur rétt til að loka reikningnum þínum og eyða eða gera óvirkan aðgang þinn að þínu efni á OneDrive. Lesið meira um vistunarkvóta hér (https://prod.support.services.microsoft.com/office/how-does-microsoft-storage-work-2a261b34-421c-4a47-9901-74ef5bd0c426).
- ii. OneDrive afköst þjónustu. Verið getur að þú upplifir stöku sinnum tafir við að sækja eða samstilla efni í OneDrive, en það fer eftir þáttum á borð við tækjabúnað þinn, nettengingu og viðleitni Microsoft til að halda uppi afköstum og gæðum þjónstunnar.
- iii. OneDrive tilkynning um að útrunnið sé. Við tilkynnum þér um það með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en við lokum OneDrive reikningnum þínum vegna lítillar virkni samkvæmt grein 4.a.ii. Ef þú greiðir fyrir þína áskrift lokum við ekki reikningnum þínum vegna hreyfingarleysis fyrir neitt tímabil þar sem þú hefur greitt fyrir OneDrive notkun.
- iv. Breytingar á þjónustu. Við látum vita með a.m.k. 30 daga fyrirvara ef breytingar á vistunarþjónustu Microsoft sem er ókeypis eða greitt fyrir verður til þess að þú missir aðgang að þínu efni á OneDrive.
- v. Greiddar áskriftir. Ef við minnkum Microsoft vistunarmörk þín eða stöðvum OneDrive þjónustuna, er þér heimilt að stöðva áskriftina sem þú greiðir fyrir og og við munum endurgreiða þér hlutfallslega fyrir þannig áskrift. Við látum þig vita af slíkum breytingum með a.m.k. 30 daga fyrirvara og þú verður að segja upp innan þeirra tímamarka sem tekin eru fram í tilkynningunni.
- vi. Úthlutun Outlook.com. Ef þú ferð út fyrir vistunarkvóta Outlook.com pósthólfsins eða Microsoft vistunarkvótans sem þér er úthlutað með áskrift sem er ókeypis eða greitt fyrir, munt þú ekki geta sent eða tekið við skilaboðum fyrr en þú fjarlægir umfram efni eða færð þér nýja áskrift með nægilegu vistunarrými. Ef þú fjarlægir ekki umframefni eða færð þér nægilegt viðbótarrými til vistunar eftir að hafa fengið tilkynningu frá Microsoft, áskiljum við okkur rétt til að eyða eða gera óvirkan aðgang að þín efni. Lesið meira um vistunarkvóta hér (https://prod.support.services.microsoft.com/office/how-does-microsoft-storage-work-2a261b34-421c-4a47-9901-74ef5bd0c426).
Microsoft Cashback
- l. Microsoft Cashback. Microsoft Cashback áætlunin („Cashback“) gerir viðskiptavinum Microsoft kleift að fá endurgreiðsluverðlaun þegar þeir versla við skráða söluaðila og nota tilteknar vörur og þjónustu Microsoft á borð við Bing.com og Microsoft Edge. Með því að skrá þig í Cashback eða virkja Cashback-tilboð samþykkir þú skilmála Cashback (https://www.microsoft.com/bing/rebates-terms). Tiltekin gjaldgengisviðmið og takmarkanir eiga við um þátttöku þína í Cashback. Frekari upplýsingar er að finna í algengum spurningum um Cashback (https://www.bing.com/rebates/faq).
Microsoft Rewards
- m. Microsoft Rewards.
- i. Almennar upplýsingar. Það kostar ekkert að taka þátt í Microsoft Rewards („vildarkerfið“ og það gerir þér kleift að safna punktum („punktar“) fyrir tiltekna virkni og persónulega notkun á ákveðnum Microsoft-vörum og þjónustu. Ef þú er með Microsoft reikning og á þátttökusvæði (skilgreind hér fyrir neðan), ertu sjálfkrafa kominn í vildarkerfið og getur byrjað að safna punktum strax. Þú getur hætt þátttöku í vildarkerfinu (Rewards Programme) hvenær sem er með því að fara að eftirfarandi leiðbeiningunum.
- ii. Þú getur innleyst punktana þína með ýmsum hætti („innlausnarkostir“), þar með talið fyrir tilteknar vörur og þjónustu sem tilgreindar eru á innlausnarsíðunni á https://aka.ms/redeemrewards („fríðindi“). Til að mega innleysa punktana fyrir sérhvern innlausnarkost, verður þú fyrst að virkja reikning þinn í vildarkerfinu (Rewards Programme) („Rewards Account“) á vildarborðinu (Rewards Dashboard) á https://rewards.microsoft.com/ eða á ákveðnum Microsoft setrum eða síðum. Það kostar ekkert að virkja vildarkerfisreikninginn þinn.
- iii. Það gilda tilteknar hömlur og takmarkanir á söfnun, innlausn og annarri notkun punkta í vildarkerfinu. Frekari upplýsingar er að finna í fríðindakaflanum á https://support.microsoft.com („algengar spurningar“).
- iv. Skilyrði. Þú þarft að vera með gildan Microsoft reikning og búa á einu landsvæðanna sem tilgreind eru í kaflanum um algengar spurningar og svör („Svæði“) til að virkja vildarreikninginn (Rewards Account) og að safna, innleysa eða nota punkta með öðrum hætti. Þú mátt aðeins opna og nota einn vildarreikning, jafnvel þó þú sért með mörg netföng. Hvert heimili má aðeins hafa sex vildarreikninga. Vildarkerfið (Rewards Programme) er eingöngu til þinna persónulegu nota og ekki í hagnaðarskyni. Notkun sýndareinkanets (VPN) eða annarrar tækni eða þjónustu sem hægt er að nota til að fela eða rugla staðsetningu þína kann að leiða til þess að vildarreikningnum þínum verði lokað og uppsafnaðir punktar felldir niður.
- v. Safnaðir punktar. Þér kann að vera gefinn kostur á að vinna þér inn punkta fyrir ákveðna virkni („tilboð“), eins og leitir, kaup, not ákveðinna Microsoft-vara og þjónustu og önnur tækifæri frá Microsoft. Þú þarft að vera með virkan vildarreikning (Rewards Account) reikning til að nýta þér slík tilboð. Þegar skilyrði fyrir tilteknum tilboðum eru uppfyllt gætir þú þurft að gera tilkall í punktana á vildarborðinu áður en þú færð þá og þeim er bætt við vildarreikninginn þinn. Ef ekki er gert tilkall til punktanna innan þess tíma sem Microsoft tilgreinir getur það leitt til þess að þeir falli niður. Það kann að vera breytilegt eftir svæðum hvaða tilboð bjóðast og þau kunna að vera í boði í tiltekinn tíma eða háð öðrum takmörkunum. Þú verður að fylgja öllum skilmálum og skilyrðum tiltekins tilboðs til að safna punktum sem veittir eru fyrir tilboðið. Þú kannt að fá tilboð beint á vildarborðinu (Rewards Dashboard) eða þegar þú notar ákveðnar Microsoft vörur og þjónustu. Öðru hvoru kann Microsoft að eigin vild og með eða án undangenginnar tilkynningar að bjóða eða veita þér fleiri punkta fyrir það sem Microsoft telur vera leit í góðri trú og önnur samskipti við Microsoft-þjónustu.
- vi. Hvað varðar vildarkerfið er „leit“ þegar stakur notandi skrifar inn texta handvirkt í góðri trú í þeim tilgangi að fá Bing-leitarniðurstöður vegna leitar þess sama notanda; „leit“ felur ekki í sér fyrirspurn sem ekki er ætluð eða notuð í persónulegum rannsóknartilgangi í góðri trú, eða fyrirspurn sem send er með botta, fjölva eða öðrum sjálfvirkum eða sviksamlegum hætti af neinum toga. Hvað varðar vildarkerfið felast „kaup“ í því að kaupa vörur eða sækja og fá leyfi fyrir stafrænu efni beint frá Microsoft, hvort sem það er ókeypis eða gjaldskylt. Ekki eru veittir punktar fyrir öll kaup frá Microsoft og ákveðnar takmarkanir kunna að eiga við.
- vii. Hömlur og takmarkanir fyrir punkta. Punkta sem Microsoft veitir einstökum vildarreikningum (Rewards Accounts) er ekki hægt að framselja öðrum einstaklingi eða aðila. Þrátt fyrir ofangreint er Microsoft heimilt af og til, að eigin ákvörðun, að leyfa þér að (i) deila punktunum þínum innan heimilisins (takmörk kunna að eiga við), (ii) gefa punktana til stuðnings góðgerðastofnunar sem tilgreind er á innlausnarsíðunni, eða (iii) eftir landsvæði og með fyrirvara um aðra skilmála, að innleysa alla eða suma punktana fyrir punkta í öðru fríðinda- eða vildarkerfum, þar með talin kerfi undir stjórn Microsoft eða öðrum viðurkenndum þriðju aðilum. Punktar eru og verða ávallt eign Microsoft og eru ekki persónuleg eign þín. Þeir eru ekki ígildi reiðufjár og þú færð ekkert reiðufé eða peninga í skiptum fyrir þá. Punktar eru veittir þér einungis til kynningar. Þú getur ekki keypt punkta. Microsoft er heimilt að takmarka fjölda punkta eða verðlaun sem vinna má sér inni eða innleysa á mann, heimili, eða yfir tilgreint tímabil (t.d. dag) að því gefnu að þér sé ekki mismunað í góðri trú. Sjá í algengum spurningum um núgildandi takmarkanir. Nema tilboð eða innlausnarvalkostur tilgreini annað eru punktar sem safnað er í áætluninni ekki gildir í, og má ekki nota ásamt neinni annarri áætlun í boði Microsoft eða utanaðkomandi aðila. Óinnleystir punktar sem tengjast vildarreikningi (Rewards Account) þínum renna út ef þú safnar ekki eða innleysir neina punkta á vildarreikningi þínum í 12 mánuði samfellt.
- viii. Innlausn. Innlausnarkostir verða gerðir tiltækir þér á innlausnarsíðunni og á ákveðnum öðrum setrum og síðum Microsoft. Þú verður að safna og eiga tiltæka á vildarreikningi (Rewards Account) þínum alla þá punkta sem þarf fyrir innlausnarkost áður en þú getur innleyst punktana fyrir þann innlausnarkost. Það kann að vera takmarkaður fjöldi af ákveðnum verðlaunum í boði, en um þau gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Þú gætir þurft að veita viðbótarupplýsingar, svo sem póstfang og símanúmer (annað en netsímanúmer (VOIP) eða gjaldfrítt númer) og þú gætir einnig verið beðin(n) um að slá inn kóða sem vörn gegn svikum eða undirrita fleiri lagaleg skjöl til að innleysa punkta fyrir tiltekna innlausnarkosti. Þegar þú hefur innleyst punktana getur þú ekki hætt við eða skilað innlausnarkostinum til að fá punkta endurgreidda nema ef um gallaða vöru er að ræða eða samkvæmt lögum. Ef þú velur innlausnarkost sem er búinn eða ekki tiltækur af öðrum ástæðum, er okkur heimilt að setja í staðin innlausnarkost af sambærilegu verðgildi eða endurgreiða þér punktana að okkar eigin vali.
- ix. Microsoft er heimilt að uppfæra eða hætta að bjóða tiltekna innlausnarkosti hvenær sem er af hvaða ástæðu sem er. Sumir innlausnarkostir kunna að vera takmarkaðir við aldur eða svæði, eða aðra skilmála eða skilyrði um innlausn þeirra eða notkun. Allar slíkar kröfur og skilyrði verða í viðkomandi tilboði um innlausn. Þú berð ábyrgð á öllum sköttum og öllum öðrum kostnaði við að taka við og nota innlausnarkostinn. Verðlaun verða send með tölvupósti á netfangið sem er tengt við Microsoft-reikninginn þinn, svo nauðsynlegt er að halda netfanginu uppfærðu. Verðlaun sem ekki er hægt að koma til skila verða ekki send aftur og glatast því. Ekki er heimilt að endurselja verðlaun. Þér er heimilt að innleysa allt að 550.000 punkta á almanaksári í vildarkerfinu.
- x. Loka vildarreikningi þínum. Ef þú vilt hætta þátttöku í vildarkerfinu skaltu fylgja leiðbeiningunum á hætta við síðunni (https://rewards.microsoft.com/optout) til að loka vildarreikningnum. Ef þú lokar vildarreikningi þínum tapar þú strax öllum áunnum punktum og getur ekki lengur áunnið þér punkta í framtíðinni. Til að byrja að safna punktum aftur verður þú að opna nýjan vildarreikning (en Microsoft mun ekki endurvekja áður tapaða punkta). Vildarreikningi þínum kann að vera lokað (og punktarnir felldir niður) ef þú skráir þig ekki inn á Microsoft-reikninginn þinn í 12 mánuði samfellt.
- xi. Breytingar á kerfi eða því hætt. Microsoft áskilur sér rétt til að breyta, aðlaga, hætta með eða loka vildarkerfinu eða einhverjum hluta þess, hvenær sem er að eigin ákvörðun og án þess að tilkynna um það fyrirfram. Engu að síður, ef hætt er með vildarkerfið eða því lokað, munum við með sanngjörnum hætti reyna að láta þig vita með tölvupósti og á vildarborðinu (Rewards Dashboard) og gefa þér a.m.k. 90 daga til að innleysa uppsafnaða punkta, nema að við teljum að hætta verði tafarlaust af lagalegum eða öryggisástæðum.
- xii. Aðrir skilmálar. Microsoft áskilur sér rétt til að loka tafarlaust vildarreikningi þínum (Rewards Account), loka á þátttöku þína í framtíðinni í vildarkerfinu (Rewards Program), fella niður alla uppsafnaða punkta þína og fella niður eða stöðva alla innlausnarkosti sem þú hefur fengið í gegnum vildarkerfið ef Microsoft telur að þú hafi átt við, misnotað eða svikið einhvern þátt vildarkerfisins eða brotið þessa skilmála. Microsoft áskilur sér enn fremur rétt til að hætta við eða stöðva alla innlausnarkosti sem þú hefur fengið eða reynt að fá í vildarkerfinu (Rewards Program) ef Microsoft telur að þú megir ekki fá þann innlausnarkost af lagalegum ástæðum (eins og lög um útflutning). Þó Microsoft reyni hvað það getur að tryggja nákvæmni koma stökum sinnum fyrir villur. Því áskilur Microsoft sér rétt til að leiðrétta slíkar villur hvenær sem er, jafnvel ef það hefur áhrif á núgildandi tilboð eða punkta eða verðlaun sem bíða, hafa fengist eða verið innleyst. Komi til þess að ósamræmi eða misræmi sé á milli þessara skilmála vildarkerfis (Rewards Program) eða annarra yfirlýsinga sem eru í einhverju tengdu efni eða auglýsingum, munu þessir skilmálar, gilda, stýra og ráða.
Azure
- n. Azure. Um notkun þína á þjónustu Azure gilda ákvæði og skilmálar sérstaks samnings sem þú fékkst þjónustuna í gegnum, eins og útskýrt er á lagaupplýsingasíðu Microsoft Azure á https://aka.ms/AA7z67v.
Microsoft Soundscape
- o. Microsoft Soundscape. Þú samþykkir að Microsoft Soundscape (1) er ekki hannað sem, ætlað eða gert aðgengilegt sem lækningatæki, og (2) er ekki hannað eða ætlað til þess að koma í stað læknisfræðilegrar ráðgjafar fagmanna, sjúkdómsgreiningar, meðferðar eða úrskurðar, og ætti ekki að nota í staðinn fyrir læknisfræðilega ráðgjöf fagmanna, sjúkdómsgreiningu, meðferð eða úrskurð.
Power Platform
- p. Power Platform. Um notkun þína á þjónustu Power Platform gilda ákvæði og skilmálar sérstaks samnings sem þú fékkst þjónustuna í gegnum, eins og útskýrt er á lagaupplýsingasíðu Power Platform á Microsoft Power Platform (https://www.microsoft.com/en-us/power-platform/business-applications/legal).
Dynamics 365
- q. Dynamics 365. Notkun þín á Dynamics 365 þjónustunni lýtur skilmálunum og skilyrðunum í sérstaka samningnum um hvernig þú færð þjónustuna, eins og lýst er nánar á síðu Dynamics 365 með upplýsingar um lög á Microsoft Dynamics 365 (https://www.microsoft.com/en-us/dynamics-365/business-applications/legal).
Copilot AI Experiences
- r. Copilot AI Experiences. Notkun þín á Copilot AI Experiences (nema Copilot með vernd á viðskiptatengdum gögnum) heyrir undir viðbótarskilmála sem voru gildir þegar þú fékkst þessa þjónustu eins og lýst er á Copilot - Notkunarskilmálar (bing.com) (https://www.bing.com/new/termsofuse#content-policy) ásamt þessum skilmálum. Ef þú ert notandi Microsoft Copilot með vernd á viðskiptatengdum gögnum skaltu fara á þessa síðu til að kynna þér notkunarskilmálana sem eiga við um þig ásamt þessum skilmálum: https://aka.ms/BCETermsOfUse.
Gervigreindarþjónusta
- s. Gervigreindarþjónusta. „Gervigreindarþjónusta“ er þjónusta eða eiginleikar hennar sem nota gervigreindartækni, þar á meðal öll skapandi gervigreindarþjónusta.
- i. Engin fagleg ráð. Ekki er ætlunin að gervigreindarþjónusta komi í stað faglegrar ráðgjafar, né er hún hönnuð til þess.
- ii. Bakhönnun. Þú mátt ekki nota gervigreindarþjónustuna til að komast að neinum undirliggjandi íhlutum líkananna, algrímanna og kerfanna. Til dæmis mátt þú ekki reyna að ákvarða og fjarlægja vægi módelanna eða draga neina hluta gervigreindarþjónustunnar úr tækinu þínu.
- iii. Útdráttur gagna. Þú mátt ekki nota aðferðir vefsöfnunar, vefuppskeru eða vefgagnaútdráttar til að draga út gögn úr gervigreindarþjónustu nema það sé skýrt leyft.
- iv. Takmörk á notkun gagna úr gervigreindarþjónustu. Þú mátt ekki nota gervigreindarþjónustuna eða gögn úr gervigreindarþjónustunni til að búa til, þjálfa eða bæta (beint eða óbeint) neina gervigreindartækni.
- v. Notkun þíns efnis. Sem hluti af því að veita gervigreindarþjónustuna mun Microsoft vinna úr og vista þitt ílag í þjónustuna sem og frálag úr þjónustunni í þeim tilgangi að fylgjast með og koma í veg fyrir misnotkun eða skaðlega notkun frálags þjónustunnar.
- vi. Eign efnis. Microsoft gerir ekki tilkall til eignarhalds á efni sem þú veitir, birtir, slærð inn eða sendir til eða færð frá gervigreindarþjónustunni (þ.m.t. athugasemdir og tillögur). Þú þarft að taka ákvörðun varðandi hugverkarétt þinn varðandi efni sem þú veitir og notagildi þess, meðal annars með tilliti til notkunaraðstæðna þinna og laga í viðkomandi lögsagnarumdæmi. Þú ábyrgist og lýsir því yfir að þú eigir eða á annan hátt stjórnar öllum réttindum á efnisins þíns eins og lýst er í þessum skilmálum, þar á meðal, án takmarkana, öllum réttindum sem þú þarft til að útvega, birta, hlaða upp, slá inn eða senda inn efnið.
- vii. Efnisauðkenning. Þegar þú notar gervigreindarþjónustuna til að búa til efni kann Microsoft að geyma upplýsingar um efnið og tengja þær upplýsingar og efnið við efnisauðkenningu. Þú mátt ekki nota gervigreindarþjónustuna eða búa til efni í þeim tilgangi að fjarlægja, breyta eða fela efnisauðkenningu eða aðrar upprunaaðferðir eða merki, eða nota gervigreindarþjónustuna á annan hátt til að búa til efni í þeim tilgangi að blekkja aðra varðandi það hvort efni hafi verið búið til með notkun gervigreindarþjónustu.
- viii. Kröfur þriðju aðila. Þú ein(n) ert ábyrg(ur) fyrir að svara sérhverri kröfu þriðja aðila vegna notkunar þinnar á gervigreindarþjónustunni í samræmi við gildandi lög (þ.m.t. en ekki takmarkað við, brot á höfundarrétti eða aðrar kröfur sem tengjast frálagi efnis við notkun þína á gervigreindarþjónustunni).
- ix. Notkunartakmarkanir. Auk þess að fylgja „siðareglunum“ hér að ofan samþykkir þú að þú munir ekki nota gervigreindarþjónustuna, þar á meðal þjónustu sem tekur ákvarðanir, eða grípur til aðgerða, sjálfstætt eða með mismikilli mannlegri íhlutun:
- 1. Til að taka ákvarðanir eða grípa til aðgerða án viðeigandi mannlegrar yfirsýnar sem geta haft afleidd áhrif á réttarstöðu, fjárhagsstöðu, lífskjör, atvinnutækifæri eða mannréttindi einstaklings eða valdið einstaklingi eða hópi einstaklinga líkamlegum eða sálrænum skaða;
- 2. Til að blekkja eða veita vísvitandi rangar upplýsingar (t.d. misvísandi auglýsingar) eða nota tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar (t.d. sjónræn, hljóðræn eða önnur merki sem eru fyrir utan skynjunarsvið venjulegs einstaklings) í þeim tilgangi að hafa áhrif á eða brengla hegðun einstaklings á einhvern hátt sem veldur skaða;
- 3. Til að notfæra þér veikleika einstaklings vegna aldurs, fötlunar eða tiltekins félagslegs- eða efnahagslegs ástands, með það að markmiði eða þau áhrif að raska efnislega hegðun viðkomandi eða einstaklings sem tilheyrir þeim hópi á einhvern hátt sem veldur eða er sennilegt að valdi viðkomandi eða öðrum verulegum skaða;
- 4. Fyrir félagslega einkunn eða forspárgreiningu sem myndi leiða til mismununar, ósanngjarnrar, hlutdrægrar, skaðlegrar, óhagstæðrar eða skaðlegrar meðferðar á tilteknum einstaklingum eða hópum einstaklinga;
- 5. Við mat á afbrotahættu einstaklinga, sem byggist eingöngu á persónusniðum einstaklinga eða á mati á persónueinkennum þeirra og eiginleikum. Þetta bann skal ekki gilda um gervigreindarþjónustu sem notuð er til að styðja mat manna á þátttöku einstaklings í glæpsamlegu athæfi, sem þegar er byggt á hlutlægum og sannanlegum staðreyndum sem tengjast glæpastarfsemi beint;
- 6. Byggt á lífkennum þeirra, til að flokka fólk eða til að draga ályktanir um kynþátt þess, stjórnmálaskoðanir, aðild að stéttarfélagi, trúar- eða lífsskoðanir, kynlíf eða kynhneigð, að undanskildum merkingum eða síun á löglega fengnum lífkennagagnasöfnum, svo sem myndum, sem byggðar eru á lífkennum eða flokkun lífkenna á sviði löggæslu;
- 7. Til að búa til eða stækka gagnagrunna fyrir andlitsgreiningu með ómarkvissri skröpun andlitsmynda af internetinu eða myndefni úr eftirlitsmyndavélum;
- 8. Fyrir einhverja andlitsgreiningartækni í rauntíma í farsímamyndavélum sem notuð er af löggæslu um allan heim til að reyna að bera kennsl á einstaklinga í óstýrðu umhverfi, sem felur í sér (án takmarkana) lögreglumenn í eftirlitsferðum sem nota búkmyndavélar eða mælaborðsmyndavélar sem nota andlitsgreiningartækni til að reyna að bera kennsl á einstaklinga sem eru í gagnagrunni grunaðra eða fyrri fanga; eða
- 9. Til að reyna að álykta um tilfinningalegt ástand fólks út frá líkamlegum, lífeðlisfræðilegum eða hegðunarlegum einkennum þess (t.d. svipbrigðum, andlitshreyfingum eða talsmynstri), þar með talið að álykta um tilfinningar eins og reiði, andstyggð, gleði, sorg, undrun, ótta eða önnur hugtök sem almennt eru notuð til að lýsa tilfinningalegu ástandi einstaklings.
Evrópska reglugerði um aðgengi (EAA) / Tilskipun (ESB) 2019/882
- t. Evrópska reglugerði um aðgengi (EAA) / Tilskipun (ESB) 2019/882. Þjónusta sem falla undir evrópsku reglugerðina um aðgangi er hönnuð í samræmi við aðgengisstaðalinn ETSI EN 301 549. Microsoft prófar þjónustu til að meta eftirfylgni við staðalinn. Lýsingar á einstaka þjónustu og hvernig hún er notuð má finna á https://support.microsoft.com, á vefsvæði þjónustunnar eða í þjónustunni sjálfri.
Samskiptaþjónusta
- u. Samskiptaþjónusta. Þjónusta sem býður upp á samskipti milli einstaklinga, meðal annars Skype, Teams, Outlook og GroupMe, fellur undir skilmála um viðbótarnotkun sem finna má á https://aka.ms/useterms ásamt þessum skilmálum.
Ýmislegt
14. Ýmislegt. Þessi kafli, og kaflar 1, 9 (fyrir upphæðir sem verða til fyrir lok þessara skilmála), 10, 11, 12, 16 og þeir sem samkvæmt skilmálum sínum gilda eftir að honum lýkur gilda fram yfir uppsögn eða afturköllun á þessum skilmálum. Við getum hvenær sem er og án fyrirvara úthlutað, framselt eða ráðstafað með öðrum hætti réttindum okkar og skyldum samkvæmt skilmálum þessum, að hluta eða í heild, svo framarlega sem slík úthlutun, framsal eða ráðstöfun sé þér ekki í óhag. Þér er ekki heimilt að úthluta, framselja eða ráðstafa með öðrum hætti þessum skilmálum eða nokkrum rétti til notkunar á þjónustunni. Ef þú býrð í Þýskalandi kemur það ekki í veg fyrir að þú leggir fram peningalega kröfu gegn Microsoft. Þetta er allur samningurinn á milli þín og Microsoft um notkun þína á þjónustunni. Hann hnekkir öllum fyrri samningum á milli þín og Microsoft um notkun þína á þjónustunni. Allir hlutar skilmálanna gilda að eins miklu leyti og þar að lútandi lög leyfa. Úrskurði dómstóll eða gerðardómur að okkur sé óheimilt að framfylgja einhverjum hluta skilmálanna eins og hann er skrifaður skulu í þeirra stað koma svipaðir skilmálar að því marki sem framfylgja má samkvæmt þar að lútandi lögum, en aðrir skilmálar haldast óbreyttir. Skilmálar þessir eru eingöngu þér og okkur til hagsbóta. en ekki nokkurra annarra aðila, nema eftirmönnum og framsalshöfum þess. Kaflaheiti eru einungis til hægðarauka.
15. Afsal á verndarákvæðum neytenda fyrir endanlegan notanda. Ef þú ert örfyrirtæki, lítið fyrirtæki eða góðgerðarstofnun samþykkir þú afsal á öllum réttindum sem þú myndir að öðrum kosti hafa skv. evrópskri löggjöf um rafræn fjarskipti (tilskipun 2018/1972), 1., 3. og 5. mgr. í 102. gr., 1. mgr. í 105. gr., og 1. og 3. mgr. í 107 gr.
16. Útflutningslög. Þér er skylt að fylgja öllum innlendum og alþjóðlegum útflutningslögum og reglugerðum sem varða hugbúnaðinn og/eða þjónustuna, þ. á m. takmörkunum á áfangastöðum, notendum og notkun. Frekari upplýsingar um landfræðilegar takmarkanir og útflutningstakmarkanir má fá á https://www.microsoft.com/exporting.
17. Réttur áskilinn og endurgjöf. Að öðru leyti en því sem sérstaklega er kveðið á um í þessum skilmálum veitir Microsoft þér ekki leyfi eða önnur réttindi af neinu tagi að neinu einkaleyfi, þekkingu, höfundarrétti, viðskiptaleyndarmálum, vörumerkjum eða öðru hugverki í eigu eða umsjón Microsoft eða tengdra lögaðila, þ.m.t. en ekki takmarkað við heiti, útlit, lógó eða slíkt. Ef þú gefur Microsoft hugmynd, tilboð, tillögu eða endurgjöf, þar á meðal og án takmarkana hugmyndir að nýjum vörum, tækni, tilboðum, vöruheitum, endurgjöf og úrbótum á vörum („endurgjöf“) veitirðu Microsoft endurgjaldslaust og án annarra skuldbindinga gagnvart þér rétt til að búa til, láta búa til, búa til afleidd verk, nota, deila og markaðsvæða endurgjöf þína með hvaða hætti sem er og í hvaða tilgangi sem er. Þú veitir ekki endurgjöf sem fellur undir leyfi sem krefst þess að Microsoft veiti þriðju aðilum leyfi fyrir hugbúnaði, tækni eða fylgiskjölum af því endurgjöf þín er hluti af þeim.
TILKYNNINGAR
Tilkynningar og ferli við gerð krafna um brot á hugverkarétti. Microsoft virðir hugverkaréttindi þriðju aðila. Viljir þú gera kröfu er varðar brot á hugverkarétti, þar með talið brot á höfundarrétti, mælumst við til þess að þú sendir slíka tilkynningu til viðkomandi fulltrúa Microsoft. Upplýsingar og við hvern skal hafa samband er að finna í Tilkynning og ferli við tilkynningu um brot á höfundarétti (https://www.microsoft.com/legal/intellectualproperty/infringement), en þau ferli eru hluti af þessum skilmálum.
Microsoft notar þau ferli sem tilgreind eru í 17. bálki, 512. þætti, bandarískra laga þar sem við á, III. kafla reglugerðar (ESB) 2022/2065, til að bregðast við tilkynningum um brot á höfundarétti. Við viðeigandi kringumstæður kann Microsoft einnig að afvirkja eða eyða reikningum notenda Microsoft-þjónustu sem virðast brjóta ítrekað af sér. Enn fremur, við viðeigandi aðstæður, kann Microsoft að stöðva ferli tilkynninga frá einstaklingum eða lögpersónum sem senda oft tilhæfulausar tilkynningar. Nánari skýringar á hvaða ferli eiga við tiltekna þjónustu, að meðtöldum mögulegum bótum vegna ákvarðana Microsoft í ferlunum, er að finna á Tilkynningar um brot (https://www.microsoft.com/legal/intellectualproperty/infringement).
Tilkynningar og ferli varðandi hugverkarétt í auglýsingum. Skoðið Leiðbeiningar um hugverkarétt (https://go.microsoft.com/fwlink/?LinkId=243207) frá okkur varðandi hugverkarétt á auglýsinganeti okkar.
Fyrirvarar um höfundarrétt og vörumerki. Þjónustan er höfundarréttur © 2018 Microsoft Corporation og/eða birgja þess, One Microsoft Way, Redmond, WA 98052, Bandaríkin. Allur réttur áskilinn. Hluti skilmálanna er Leiðbeiningar Microsoft um vörumerki og vörutegund (https://www.microsoft.com/en-us/legal/intellectualproperty/trademarks) (eins og þeim kann að vera breytt hverju sinni). Microsoft og heiti, lógó og tákn allra Microsoft-vara, -hugbúnaðar og -þjónustu kunna að vera annaðhvort óskráð eða skráð vörumerki fyrirtækjahóps Microsoft í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum. Eftirfarandi er listi sem er ekki tæmandi yfir skráð vörumerki Microsoft https://cdn-dynmedia-1.microsoft.com/is/content/microsoftcorp/microsoft/mscle/documents/presentations/TrademarksListFY25Q3.pdf. Heiti raunverulegra fyrirtækja og vara geta verið vörumerki viðkomandi eigenda. Hver sá réttur sem ekki er veittur í orði kveðnu í skilmálum þessum er áskilinn. Hluti hugbúnaðar sem notaður er á tilteknum vefþjónum vefsvæðis Microsoft er byggður að hluta á vinnu óháða JPEG-hópsins (Independent JPEG Group). Höfundarréttur © 1991-1996 Thomas G. Lane. Allur réttur áskilinn. „gnuplot“ hugbúnaður sem er notaður í ákveðnum Microsoft vefþjónum er höfundarréttur © 1986‑1993 Thomas Williams, Colin Kelley. Allur réttur áskilinn.
Læknisfræðilegur fyrirvari. Microsoft veitir ekki læknisfræðilega né aðra heilsufarslega ráðgjöf, greiningu eða meðferð. Þú skalt ávallt leita til læknis eða annars til þess bærs heilbrigðisstarfsmanns hafir þú spurningar um sjúkdóm, mataræði, líkamsrækt eða heilsubótaráætlun. Aldrei hunsa læknisfræðilega ráðgjöf fagmanna eða draga það að leita hennar vegna upplýsinga sem þú nálgaðist í þjónustunni eða í gegnum hana.
Hlutabréfaverð og vísitölugögn (þar á meðal vísitölugildi). Fjárhagslegar upplýsingar sem gefnar eru upp í gegnum þjónustuna eru aðeins ætlaðar til einkanota þinna en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Þú mátt ekki nota fjármálagögn eða merki neins leyfisveitanda þriðja aðila í tengslum við útgáfu, stofnun, kostun, viðskipti, markaðssetningu eða kynningu á fjármálagerningum eða fjárfestingavörum (til dæmis afleiðum, samsettum vörum, fjárfestingasjóðum, kauphallarsjóðum, eignasöfnum o.s.frv. þar sem verð, ávöxtun og/eða afkoma gerningsins eða fjárfestingavörunnar byggja á, tengjast eða er ætlað að fylgja einhverjum af fjármálagögnunum) án þess að gera sérstakan skriflegan samning við leyfisveitanda þriðja aðila.
Fyrirvari um fjármál. Microsoft er ekki miðlari/höndlari eða skráður fjárfestingaráðgjafi samkvæmt bandarískum alríkislögum um verðbréf eða verðbréfalögum í öðrum lögsagnarumdæmum og ráðleggur ekki einstaklingum um hvort rétt sé að fjárfesta í, kaupa eða selja verðbréf eða aðrar fjármálavörur eða -þjónustu. Ekkert í þjónustunni er tilboð eða boð um að kaupa eða selja verðbréf. Hvorki Microsoft né leyfisveitendur verðs hlutabréfa eða vísitölugagna styðja eða ráðleggja um sérstakar fjármálavörur eða -þjónustu. Engu í þjónustunni er ætlað að vera fagleg ráðgjöf, þar á meðal og án takmarkana ráðgjöf um fjárfestingar eða skatta.
Fyrirvari um H.264/AVC og VC-1 Video staðlana. Með hugbúnaðinum kann að teljast H.264/AVC og/eða VC-1 víxlbreytitækni með leyfi frá MPEG LA, L.L.C. Þessi tækni er snið fyrir gagnaþjöppun myndupplýsinga MPEG LA, L.L.C. krefst þessa fyrirvara:
ÞESSI VARA ER MEÐ LEYFI SAMKVÆMT H.264/AVC OG VC-1 EINKALEYFISSSAFNI FYRIR PERSÓNULEGA NOTKUN OG NOTKUN SEM EKKI ER Í HAGNAÐARSKYNI, AF NEYTANDA TIL AÐ (A) KÓÐA VÍDEÓ Í SAMRÆMI VIÐ STAÐLANA („VÍDEÓSTAÐLAR“) OG/EÐA (B) AFKÓÐA H.264/AVC OG VC-1 VÍDEÓ SEM VAR KÓÐAÐ AF NEYTANDA VIÐ PERSÓNULEGA GJÖRÐ OG/EÐA GJÖRÐ SEM EKKI VAR Í HAGNAÐARSKYNI OG/EÐA FÉKKST HJÁ VÍDEÓVEITANDA MEÐ LEYFI TIL AÐ VEITA SLÍKT VÍDEÓ. EKKI ER VEITT LEYFI FYRIR ANNARRI NOTKUN, HVORKI BEINT NÉ ÓBEINT. FREKARI UPPLÝSINGAR VEITIR MPEG LA, L.L.C. SJÁ VEFSÍÐUNA MPEG LA WEBSITE (https://www.mpegla.com).
Þessi tilkynning er aðeins til skýringar og takmarkar hvorki né hamlar notkun hugbúnaðarins sem veittur er samkvæmt þessum skilmálum fyrir hefðbundna viðskiptanotkun sem er bundin við eitt fyrirtæki, sem felur ekki í sér (i) endurdreifingu hugbúnaðarins til þriðju aðila, eða (ii) sköpun efnis með tækni sem uppfyllir MYNDSKEIÐASTAÐLANA fyrir dreifingu til þriðju aðila.
Fyrirvari um H.2655/HEVC Video staðalinn. Hugbúnaðurinn kann að innihalda H.265/HEVC kóðunartækni. Access Advance LLC krefst þessa fyrirvara:
EF HÚN FYLGIR MEÐ FELLUR H.265/HEVC TÆKNIN Í ÞESSUM HUGBÚNAÐI UNDIR EINA EÐA FLEIRI KRÖFUR Í HEVC-EINKALEYFUNUM SEM SKRÁÐ ERU Á: PATENTLIST.ACCESSADVANCE.COM. EFTIR ÞVÍ HVERNIG ÞÚ FÉKKST HUGBÚNAÐINN KANN AÐ VERA VEITT LEYFI FYRIR ÞESSARI VÖRU SAMKVÆMT HEVC ADVANCE EINKALEYFASAFNINU.
Ef þessi hugbúnaður er uppsettur á Microsoft-tæki er hægt að finna frekari leyfisupplýsingar á: aka.ms/HEVCVirtualPatentMarking.
STAÐLAÐIR FORRITALEYFISSKILMÁLAR
STAÐLAÐIR FORRITALEYFISSKILMÁLAR
FYRIR FORRIT SEM Í BOÐI ERU Á EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐINU
MICROSOFT STORE, MICROSOFT STORE Í WINDOWS OG MICROSOFT STORE Í XBOX
Þessir leyfisskilmálar eru samningur á milli þín og útgefanda forritsins. Við biðjum þig um að lesa þá. Þeir eiga við um hugbúnaðarforrit sem þú sækir úr Microsoft Store, Microsoft Store í Windows eða Microsoft Store í Xbox (til allra þeirra er vísað í þessum leyfisskilmálum sem „verslun“), þar á meðal allar uppfærslur eða viðbætur við forritið, nema aðrir skilmálar fylgi forritinu, en þá gilda þeir skilmálar.
EF ÞÚ SAMÞYKKIR EKKI ÞESSA SKILMÁLA HEFUR ÞÚ ENGAN RÉTT TIL AÐ SÆKJA OG NOTA ÞETTA FORRIT OG SKALT EKKI GERA ÞAÐ.
Útgefandi forritsins er sá aðili sem veitir þér leyfi fyrir forritinu, eins og hann er tilgreindur í versluninni.
Ef þú fylgir þessum leyfisskilmálum, hefur þú neðangreind réttindi.
- 1. RÉTTUR TIL UPPSETNINGAR OG NOTKUNAR. Þú mátt setja upp og nota forritið í Windows-tækjum eða Xbox-leikjavélum eins og lýst er í notkunarreglum Microsoft (https://go.microsoft.com/fwlink/p/?LinkId=723143). Microsoft áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum Microsoft (https://go.microsoft.com/fwlink/p/?LinkId=723143) hvenær sem er.
- 2. NETÞJÓNUSTA.
- a. Samþykki fyrir net- eða þráðlausri þjónustu. Ef forritið tengist við tölvukerfi um netið, sem getur verið í gegnum þráðlaust net, jafngildir notkun þín á forritinu samþykki á sendingu staðlaðra tækjaupplýsinga (þar á meðal en ekki eingöngu tæknilegra upplýsinga um tækið þitt, kerfi og hugbúnað og jaðartæki) fyrir netbyggða eða staðlaða þjónustu. Séu aðrir skilmálar til staðar hvað varðar notkun á þjónustunni sem þú forritið veitir þér aðgang að skulu þeir skilmálar einnig gilda.
- b. Misnotkun á netþjónustu. Þér er ekki á nokkurn hátt heimilt að nota neina netþjónustu þannig að þú valdir henni vísvitandi skaða eða hamlir notkun annarra á henni eða þráðlausa netkerfinu. Þú mátt ekki nota þjónustuna til að reyna að fá óheimilan aðgang að neinni þjónustu, gögnum, reikningi eða netkerfi.
- 3. UMFANG LEYFIS. Forritið er ekki selt, heldur er veitt leyfi fyrir því. Þessi samningur veitir þér aðeins hluta réttindanna til að nota forritið. Ef Microsoft afvirkjar möguleikann á að nota forritin á tækjum þínum samkvæmt samningi þínum við Microsoft, er öllum tengdum leyfisréttindum slitið. Útgefandi forrits áskilur sér öll önnur réttindi. Þú mátt einungis nota forritið eins og leyft er í þessum samningi, nema þar að lútandi lög veiti þér aukin réttindi þrátt fyrir þessa takmörkun. Þér er skylt að lúta öllum tæknilegum takmörkunum í forritinu sem leyfa þér einungis að nota það á tiltekna vegu. Þér er óheimilt að:
- a. Komast fram hjá tæknilegum takmörkunum í forritinu.
- b. Vendismíða, endurþýða eða hluta í sundur hugbúnaðinn, nema og aðeins að því marki sem það er sérstaklega leyfilegt samkvæmt gildandi lagaákvæðum um höfundarrétt sem gilda fyrir tölvuforrit.
- c. Gera fleiri afrit af forritinu en tiltekið er í þessum samningi eða er heimilt samkvæmt þar að lútandi lögum, þrátt fyrir þessa takmörkun.
- d. Birta forritið eða gera það tiltækt til afritunar með öðrum hætti.
- e. Leigja eða lána forritið.
- f. Framsal á þessu forriti eða þessum samningi til þriðja aðila.
- 4. FYLGISKRÁR. Ef fylgiskjöl fylgja forritinu máttu afrita þau og hafa til eigin nota.
- 5. TÆKNI- OG ÚTFLUTNINGSTAKMARKANIR. Forritið kann að lúta bandarískum eða alþjóðlegum útflutningslögum og reglugerðum. Þér er skylt að fylgja öllum innlendum og alþjóðlegum útflutningslögum og reglugerðum sem varða tæknina sem forritið notar eða styður. Þessi lög fela í sér takmarkanir á áfangastöðum, endanlegum notendum og endanlegri notkun. Upplýsingar um vörur undir merki Microsoft má finna á útflutningssíðu Microsoft (https://go.microsoft.com/fwlink/?linkid=868967).
- 6. STUÐNINGSÞJÓNUSTA. Hafðu samband við útgefanda forrits til að komast að því hvort einhver stuðningsþjónusta sé tiltæk. Microsoft, framleiðandi vélbúnaðar og símafyrirtækið þitt eru ekki (nema eitt þeirra sé jafnframt útgefandi forritsins) ábyrg fyrir því að veita stuðningsþjónustu fyrir forritið.
- 7. SAMNINGURINN ALLUR. Þessi samningur, allar viðeigandi persónuverndarstefnur, allir viðbótarskilmálar sem fylgja forritinu, og skilmálar vegna viðbóta og uppfærslna eru allur leyfissamningurinn á milli þín og útgefanda forritsins.
- 8. GILDANDI LÖG.
- a. Bandaríkin og Kanada. Ef þú fékkst hugbúnaðinn í Bandaríkjunum eða Kanada, gilda lög þess ríkis eða fylkis sem þú býrð í (eða ef um fyrirtæki er að ræða, þar sem höfuðstöðvar þess eru) um túlkun á þessum skilmálum, kröfum vegna brots á þeim og öllum öðrum kröfum (þar á meðal kröfur vegna neytendaverndar, ósanngjarnrar samkeppni og skaðabótaréttar), óháð ágreinings um lagareglur.
- b. Utan Bandaríkjanna og Kanada. Hafir þú eignast forritið í einhverju öðru landi gilda lög þessa lands.
- 9. RÉTTARÁHRIF. Samningur þessi lýsir ákveðnum lagalegum réttindum. Þú kannt að njóta annarra réttinda samkvæmt lögum lands þíns eða ríkis. Þessi samningur hefur ekki áhrif á réttindi þín samkvæmt lögum lands þíns eða ríkis nema téð lög heimili slíkt.
- 10. AFSAL ÁBYRGÐAR. Leyfi er veitt fyrir forritinu „eins og það er“, „með öllum göllum“ og „samkvæmt framboði“. Útgefandi forrits, fyrir eigin hönd, Microsoft (sé Microsoft ekki útgefandi forrits), símafyrirtæki sem reka þráðlaus net sem forritið er sótt um og hlutdeildarfélög okkar, seljendur, erindrekar og birgjar („viðkomandi aðilar“) veita enga frekari samningsbundna ábyrgð, tryggingar eða skilyrði varðandi forritið. Þú nýtur allrar lögbundinnar ábyrgðar, en við veitum enga frekari ábyrgð. Að því marki sem lög á hverjum stað leyfa undanskilja viðkomandi aðilar sig allri óbeinni ábyrgð, þ.m.t. vegna söluhæfni, notagildis í ákveðnum tilgangi, öryggis, þæginda og helgi eignarréttar.
- 11. TAKMÖRKUN Á BÓTUM OG TJÓNI.
- a. Útgefandi hugbúnaðarins ber ekki ábyrgð á neinu efni notenda eða annarra þriðju aðila, þar á meðal tenglum á vefsvæði þriðju aðila og aðgerðum notenda. Slíkt efni og athæfi skal ekki rekja til útgefanda forrits, né er slíkt lýsandi fyrir skoðanir útgefandans.
- b. Útgefandi hugbúnaðarins skal aðeins bera bótaábyrgð ef brotið hefur verið gegn veigamiklum skyldum þessara leyfisskilmála.
- c. Útgefandi forrits, staðgenglar hans og/eða lagalegir fulltrúar skulu ekki bera ábyrgð á nokkrum ófyrirséðum skaða og/eða fjárhagstjóni hvað varðar nokkurn óbeinan skaða, þ. á m. tekjutapi, nema útgefandi forrits, staðgenglar hans og/eða lagalegir fulltrúar hafi í það minnsta sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða einbeittan brotavilja.
- d. Öll lögbundin ábyrgð útgefanda forritsins, þar á meðal, án takmarkana, skaðabótaskylda samkvæmt skaðabótalögum og lögbundin skaðabótaskylda vegna brota á ábyrgð, helst óbreytt þrátt fyrir takmörkun á ábyrgð. Sama skal gilda um ábyrgð útgefanda forritsins, staðgengla hans og/eða lagalegs fulltrúa komi til svika eða vanrækslu sem leiðir til líkamsskaða eða dauða.
- e. Engar aðrar samningstengdar og lagalegar kröfur en þær sem fjallað er um í undirliðum (a) til (e) í þessum 11. hluta geta hlotist af þessum leyfisskilmálum og/eða notkun á forritinu eða þjónustunni sem veitt er í gegnum forritið.
Studd þjónusta
Þjónustusamningur Microsoft styður eftirfarandi vörur, forrit og þjónustu, en þær eru ef til ekki tiltækar á þínu svæði.
- Account.microsoft.com
- Bing Apps
- Bing Dictionary
- Bing Image and News (iOS)
- Bing Maps
- Bing Search APIs/SDKs
- Bing Search app
- Bing Translator
- Bing Webmaster
- Bing-síður
- Bing.com
- Bingplaces.com
- Clipchamp
- Cortana skills by Microsoft
- Cortana
- Default Homepage and New Tab Page on Microsoft Edge
- Dev Center App
- Device Health App
- Dictate
- education.minecraft.net
- Eftirágreiddur afsláttur fyrir Bing
- Face Swap
- Feedback Intake Tool for Azure Maps (aka “Azure Maps Feedback”)
- Forms.microsoft.com
- Forrit og þjónusta sem fylgja Einfalt Microsoft 365
- Forrit og þjónusta sem fylgja Microsoft 365 fyrir einstaklinga
- Forrit og þjónusta sem fylgja Microsoft 365 fyrir fjölskyldur
- Forrit og þjónusta sem fylgja Microsoft 365 áskriftum fyrir neytendur
- forzamotorsport.net
- Groove Music Pass
- Groove
- GroupMe
- Hjálpar- og lagfæringarforrit Microsoft fyrir Office 365
- Leikir, forrit og vefsvæði frá Xbox Game Studios
- LineBack
- Maps App
- Microsoft 365 Business Standard, Microsoft 365 Business Basic, Microsoft 365 Apps, Microsoft 365 app, Microsoft 365 Copilot, Microsoft 365 Copilot app, and Microsoft 365 Copilot Chat*
- *Until a commercial domain is established for use of these services, at which time separate Microsoft commercial terms will govern instead.
- Microsoft 365 Consumer
- Microsoft 365 Family
- Microsoft 365 fyrir vefinn
- Microsoft 365 Personal
- Microsoft 365 valfrjáls tengd þjónusta
- Microsoft Academic
- Microsoft account
- Microsoft Add-Ins for Skype
- Microsoft Bots
- Microsoft Copilot
- Microsoft Defender fyrir einstaklinga
- Microsoft Educator Community
- Microsoft Family
- Microsoft Health
- Microsoft Launcher
- Microsoft Loop
- Microsoft Math Solver
- Microsoft Pay
- Microsoft Pix
- Microsoft Reading Coach
- Microsoft Research Interactive Science
- Microsoft Research Open Data
- Microsoft Rewards
- Microsoft Soundscape
- Microsoft Sway
- Microsoft Teams
- Microsoft Translator
- Microsoft Wallpaper
- Microsoft-kvikmyndir og sjónvarp
- Microsoft-leit í Bing
- Microsoft-söfn
- Minecraft Realms Plus and Minecraft Realms
- Minecraft-leikir
- Mixer
- MSN (hét áður Microsoft Start)
- MSN Dial Up
- MSN Explorer
- MSN Food & Drink
- MSN Health & Fitness
- MSN Money
- MSN News
- MSN Premium
- MSN Sports
- MSN Travel
- MSN Weather
- MSN.com
- Myndhöfundur úr Microsoft Hönnuði
- Netverslun
- Next Lock Screen
- Notendaþjónusta Microsoft (Neytandi)
- Office Store
- OneDrive.com
- OneDrive
- OneNote.com
- Outlook.com
- Paint 3D
- Presentation Translator
- rise4fun
- Seeing AI
- Send
- Skype in the Classroom
- Skype Manager
- Skype.com
- Skype
- Smart Search
- SMS skipulagsforrit
- Snip Insights
- Spreadsheet Keyboard
- Sway.com
- Símatengill
- Söfn
- Tengill til Windows
- to-do.microsoft.com
- Translator for Microsoft Edge
- Translator Live
- Universal Human Relevance System (UHRS)
- UrWeather
- ux.microsoft.com
- Video Breakdown
- Visio Online
- Web Translator
- whiteboard.office.com
- Windows Live Mail
- Windows Live Writer
- Windows Movie Maker
- Windows Photo Gallery
- Windows-leikir, -forrit og -vefsvæði gefin út af Microsoft
- Windows-netverslunin
- Xbox Game Pass
- Xbox Live Gold
- Xbox Live
- Xbox Music
- Xbox Store
- Ókeypis útgáfan af Microsoft 365
Tengdir samningsaðilar (fyrir keypta þjónustu samkvæmt kafla 10(b))
Það eru engir tengdir samningsaðilar eins og er. Microsoft Ireland Operations Limited er þinn samningsaðili.