How to TellLærðu, staðfestu og keyptu af öryggi
Tölvukaup
Ertu að kaupa nýja eða notaða tölvu? Kynntu þér hvers ber að gæta áður en þú kaupir.

Það eru nokkrir skýrir hlutir sem þú getur leitað eftir til að ganga úr skugga um að þú fáir það sem þú borgar fyrir þegar þú kaupir nýja eða notaða tölvu:

Ósviknir Microsoft-merkimiðar
Genuine Microsoft LabelsPro and Core Animation
Ósvikinn Microsoft-merkimiði ætti að vera á öllum nýjum tækjum sem:
  • Koma uppsett með eða með leyfi fyrir Pro-útgáfu af Windows 8, Windows 8.1 eða Windows 10.
  • Koma uppsett með eða með leyfi fyrir Windows 8, Windows 8.1 eða Windows 10 og eru send til Kína (að Hong Kong og Makaó undanskildum).
  • Koma með leyfi fyrir Windows Pro-vöru en eru uppsett með niðurfærslu í Windows 7 Professional. Þessi tæki eru með leyfi fyrir Windows 8 Pro en koma ekki uppsett með Windows 8 Pro. Á þessum tækjum ætti að vera ósvikinn Microsoft-merkimiði.
Ósvikni Microsoft-merkimiðinn gegnir því hlutverki að upplýsa notendur um hvaða útgáfa Windows er uppsett í tækinu og einnig hvort tækið er með ósvikið Windows uppsett eða leyfi fyrir því. Oftast er miðinn aftan eða neðan á tækinu.

Sum tæki, eins og Windows Phone-símar eða Windows-spjaldtölvur, eru e.t.v. ekki með ósvikinn Microsoft-merkimiða. Að mörgu er hægt að hyggja við kaup á Windows-tæki til að tryggja að það sé ósvikið. Fáðu ábendingar um kaup á ósviknum Microsoft hugbúnaði eða gakktu úr skugga um að þú hafir rétta leyfið fyrir reksturinn þinn.

Sjá eftirfarandi dæmi um ósvikna Microsoft-merkimiða:

Blek sem skiptir litum

Litabreytingin á merkimiðanum er hönnuð til að skipta úr einum lit yfir í annan þegar horft er á hann frá mismunandi hliðum, sem auðveldar þér að sjá hvort hann er ósvikinn.

Windows, Windows 8: Blárautt yfir í grænt

Windows Pro, Windows 8 Pro: Blátt yfir í rauðfjólublátt

Windows RT: Ljósgrænblátt yfir í rauðfjólublátt

Óheimil breyting augljós
Tamper Evident
Microsoft-merkimiðar eru einnig með eiginleika sem sýnir óheimilar breytingar, sem birtist þegar merkimiðinn er fjarlægður
Upprunavottorð

Upprunavottorðið er límmiði eða merkimiði sem er oft festur utan á tölvu fyrir sumar útgáfur af Windows eða Windows Server. Þú getur venjulega fundið upprunavottorðslímmiðann á húsi tölvunnar, eða inni í rafhlöðuhólfinu á sumum nýjum fartölvum.

Upprunavottorð og/eða virkjunarlykla á aldrei að kaupa sérstaklega.

Windows 10
Certificate of Authenticity (COA)Certificate of Authenticity (COA)

Á upprunavottorði tölva sem koma uppsettar með Windows 10 eða með leyfi fyrir því er vöruheitið prentað á miðann og það inniheldur einnig fölsunarvarnareiginleika eins og:

  • Djúpprentun – sem notast við sérstaka prentunaraðferð sem skilur eftir sig upphleyptar blekrákir á yfirborði miðans. Þú finnur fyrir þeim ef þú strýkur fingri eftir yfirborðinu. Hægri helmingur merkimiðans ætti að vera sléttari viðkomu en djúpprentaða svæðið vinstra megin.
  • Dulin myndhrif – horfðu beint á miðann og færðu þig síðan til þannig að sjónarhornið verði mjög þröngt. Ef þú hallar miðanum í áttina frá þér ætti „M“ til dæmis að birtast rétt fyrir neðan Windows-merkið.

Eldri útgáfur Windows
Certificate of Authenticity (COA)Certificate of Authenticity (COA)

Á upprunavottorði tölva sem koma uppsettar með eldri útgáfum en Windows 10 eða með leyfi fyrir þeim er vöruheitið prentað á miðann og það inniheldur einnig fölsunarvarnareiginleika eins og:

  • Samofinn öryggisþráð – sem er innbyggður í pappírinn og handahófskenndir pappírsþræðir eru sýnilegir þar sem þráðurinn birtist á yfirborðinu
  • Blekbrún sem skiptir litum – sem breytist úr grænu yfir í blárautt þegar horft er á hana frá mismunandi hliðum

Ef þú sérð ekki ósvikinn Microsoft-merkimiða eða upprunavottorð á tölvum með Professional-útgáfu Windows uppsetta er viðeigandi leyfi fyrir viðkomandi Windows-stýrikerfi líklega ekki fyrir hendi í þeirri tölvu og er þar jafnvel um falsaðan hugbúnað að ræða. Fáðu ábendingar um kaup á ósviknum Microsoft hugbúnaði eða gakktu úr skugga um að þú hafir rétta leyfið fyrir reksturinn þinn.

Lítil upprunavottorð fyrir Embedded-vöru:

Þessi merkimiði er notaður á vörur sem innihalda Embedded-útgáfur Microsoft-hugbúnaðar og má oft finna hann í tækinu innanverðu, til dæmis í rafhlöðuhólfinu. Á merkimiðanum má finna gulan örtexta á bak við svartletruðu vöruupplýsingar, eins og sýnt er hér til vinstri.

Certificate of Authenticity (COA)
Hugbúnaður fyrir enduruppsetningu eða endurheimt
Reinstallation or recovery media

Kynntu þér skjölin sem komu með tölvunni þinni til að finna viðeigandi enduruppsetningar-/endurheimtarmiðil. Í flestum tölvum er sérstök endurheimtarsneið á hörðum diski tölvunnar. Stundum er hægt að sækja endurheimtarhugbúnað af vefsvæði framleiðandans eða hann fylgir nýrri eða notaðri tölvu á diski eða USB-lykli. Enduruppsetningar- eða endurheimtarhugbúnaðurinn er látinn fylgja með svo þú getir enduruppsett eða endurheimt hugbúnaðinn ef hann hættir að virka almennilega. Ef þú reynir að setja hugbúnað af endurheimtarmiðli upp í annarri tölvu en diskurinn fylgdi upphaflega með er ekki víst að þér takist að virkja og/eða nota hann.

Athugaðu: Ef þú keyptir Windows í umbúðum eða sem stafrænt niðurhal skaltu fara á http://www.microsoft.com/ til að sækja öryggisafrit af Windows.

Umbúðir
Packaging

Einfaldir hlutir eins og stafsetningarvillur á umbúðum geta hjálpað þér að bera kennsl á falsaðan hugbúnað sem fylgir tölvukaupum. Röng myndmerki og ljósmyndir sem samsvara ekki alveg vörunni sem þú ert að kaupa geta einnig veitt vísbendingar um að ekki sé allt með felldu.

Fáðu fleiri ábendingar um öruggari innkaup, eða kauptu beint frá Microsoft.

Xbox
Fræðstu um hverju ber að horfa eftir þegar Xbox vélbúnaðaratriði eru könnuð sjónrænt, svo sem upphleypingar á vélbúnaði, heilmyndir og fleira.
Upphleypingar á vélbúnaði
Flest Xbox 360 jaðartæki og aukahlutir eru með Microsoft myndmerkið upphleypt á yfirborði sínu. Þetta er í raun hluti af umgjörð eða hlíf tækisins sjálfs og skilur eftir far. Microsoft myndmerkið ætti ekki að líta út fyrir að vera bara prentað á tækið sjálft.
Xbox 360 heilmynd
Öll Xbox 360 jaðartæki og aukahlutir (þar með talið stjórntæki, höfuðtól, millistykki og aðrir tengdir íhlutir) ættu að vera með lítið egglaga heilmyndarmerki staðsett inni í skarði í yfirborði tækisins (svipað og upphleyping vélbúnaðar). Þetta merki inniheldur myndmerki Xbox 360 og Microsoft (sem breyta um lit og stöðu þegar merkinu er hallað).
Mótun í tengil tækis
Á sumum Xbox 360 tækjum með snúru er stílfært Microsoft myndmerki mótað í málmhluta tengilsins.
Merkimiðar með vöruupplýsingum
Merkimiðar með vöruupplýsingum er festir aftan á stjórnborð Xbox 360 og gefa til kynna framleiðsludagsetningu stjórnborðsins, raðnúmer, vörukenni og aðrar upplýsingar.
Umbúðir
FalsaðÓsvikið

Einfaldir hlutir eins og stafsetningarvillur á umbúðum geta hjálpað þér að bera kennsl á falsaðan vélbúnað. Röng myndmerki og ljósmyndir sem samsvara ekki alveg vörunni sem þú ert að kaupa geta einnig varað þig við nálægð við falsaðan vélbúnað.

Fáðu fleiri ábendingar um öruggari innkaup, eða keyptu beint frá Microsoft.